!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
22.10.04


Ég var ljóska gærdagsins... var niðursokkin í einhverja útreikninga þegar mér datt í hug að glugga aðeins í nýjustu fréttir á mbl.is. Efst var frétt með fyrirsögninni: Fundi lokið í kennaradeilu. Þessi frétt ætti svosem ekki að koma neinum á óvart enda var í dag gert 2ja vikna hlé verið gert á samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Mér tókst hinsvegar að lesa þau skilaboð úr fyrirsögninni að verkfalli kennara væri lokið með sátt og var sko ekki lengi að dreifa þeim boðskap meðal almúgans. Þetta þótti eðlilega stórmerkileg frétt. Í dag pantaði ég mér svo tíma í klippingu - held að það sé kominn tími til að ég liti hárið á mér dökkbrúnt.

19.10.04

Mér þætti spennandi að vita hversu miklu munar á óveðrinu sem geisar núna á Íslandi og dæmigerðum hvirfilbyl. Ýmsir undarlegir hlutir fjúka nú um götur og bílastæði, t.d. föt, handklæði, skór og stuðari af bíl... Hversu mikil drusla þarf bíllinn manns eiginlega að vera til að stuðarinn fjúki af???

18.10.04

Nú er úti veður vont
verður allt að klessu
mikið á hún Edda gott
að vera löglega afsakaður innipúki í þessu

Löglega afsökunin er ofgnótt verkefna. Með þessu áframhaldi get ég hangið inni í skjóli frá (ó)veðri og vindum fram á vor. Losna semsé alveg við íslenska vibbaveturinn. Je !!!

14.10.04

Skundaði á Ísland - Svíþjóð í gær. Það er meira hvað maður er alltaf bjartsýnn fyrir alla landsleiki - trúir því statt og stöðugt að núna taki "strákarnir okkar" þetta. Þannig fór það nú ekki í gær (frekar en áður) því okkar menn skitu illa í buxurnar. Úrslit: 1 - 4.

13.10.04

Ég biðst innilega afsökunar á hve langt er liðið frá síðustu uppfærslu síðunnar. Það er hreinlega búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég barasta gleymdi að ég héldi út bloggsíðu...

Margt og mikið er búið að gerast frá síðustu færslu (misáhugavert og -skemmtilegt þó). Hann Lindi varð t.a.m. 25 ára í gær og af því tilefni var blásið til ærlegs teitis síðasta laugardag. Er líða tók á kvöldið og hækka tók í græjunum sannaðist hin forna speki að gott er að eiga vin sem er varðstjóri hjá Lögreglunni (segi ekki meir um það ...). Í gær var svo enn önnur afmælisveisla - þó öllu minni því einungis nánustu fjölskyldu var boðið þá.

Allt þetta afmælisstúss hefur leitt til þess að ég hef ekki getað dúllað mér jafnmikið í Unix, Dacapo og Vasp eins og ég hafði stefnt að og er það nú ekki alveg nógu gott því að....taddaradaaa....ég er að fara á ráðstefnu í Litháen í næsta mánuði verð víst að skila slatta af útreikningum fyrir hana. Þið skuluð því ekki búast við að sjá mig næsta mánuðinn - ég verð lokuð inni í skúrnum fyrir aftan VR1 og verður tölvan eina samband mitt við umheiminn.