!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
31.5.02




Which Woman of Beauty Are You? Find out! By Nishi.
You are a World Beauty!
You are a woman of the world
Encompassing all aspects of
Nature's elements, lands, and waters
No one aspect describes you perfectly,
You are beautiful in all!


Það er nú meira hvað niðurstaðan úr þessum prófum er alltaf væmin, það er ekki eins og einhver myndi fá þá niðurstöðu að hann sé ljótur að innan sem utan ... engu að síður styttir það manni stundirnar að taka þessi próf :o)

Þá fer enn einni vikunni að ljúka, ekki kvart ég nú yfir því. Síðan er HM byrjað og mér til mikillar ánægju ákvað fjölskyldan að kaupa Sýn í tilefni á því þrátt fyrir ránverð - 12 000 kall - dáldið gróft finnst mér að skylda fólk til að kaupa í þrjá mánuði í einu en einhvern veginn verða þeir nú að borga fyrir sýningarréttinn. Allavegana þá er ég bara í nokkuð góðu skapi í dag og ég óska ykkur öllum skemmtilegrar helgi. Í kvöld ætla ég að fara snemma að sofa því ég ætla að horfa á Dani etja kappi við Úrúgvæja í fyrramálið klukkan 9. Ég er nú þegar búin að taka fram dönsku landsliðstreyjuna mína og sýna þannig stuðning í verki. Ég á auka treyju ef einhver vill vera memm í að halda með Danmörku.

30.5.02

Mig langar að benda öllum á alveg hreint út sagt frábæra stefnumótaþjónustu sem hann Egill rekur. Það er nánast auðveldara að komast á stefnumót með þessari snilldarlausn heldur það er að drekka vatn. Það eina sem þú þarft að gera að bæta Agli á msn-listann þinn og spjalla við hann um daginn og veginn. Áður en þú veist af hefur Egill valið þann rétta handa þér, bætir honum/henni inn í samtalið og stingur af. Auðveldara og þægilegra gæti það ekki verið.

Spáið í því sem kvennalandsliðið þarf að gera til að fá eitthvað fólk til að mæta á völlinn.... Síðast þurftu þær að sitja fyrir á bikini og núna klæða þær sig upp í einhverja nautabúninga. Ef ég væri í landsliðinu væri ég ekkert alltof sátt, að þurfa að pósa hálfnakin fyrir hvern leik svo að það mæti einhverjir áhorfendur. Samt ótrúlega gott hjá þeim að láta sig bara hafa það. Þær fórna sér sko fyrir íþróttina, ekki hef ég séð einn einasta karlkynslandsliðsmann gera neitt þessu líkt. Hvað er eiginlega málið með kynjamisréttið í íþróttum ?!? Föck segi ég nú bara.... og auðvitað ÁFRAM ÍSLAND !!!!

Úff Mar !!
Í gær kom ég heim úr vinnunni alveg gjörsamlega úrvinda eftir að hafa vaknað rétt upp úr sex og hafði planað að gera ekki neitt og leggjast með tærnar upp í loftð. Um leið og ég gekk inn um dyrnar þá kom þó í ljós að það var sko ekki hægt því mamma hafði ákveðið að halda húsfund. Við þessar fréttir missti ég gjörsamlega alla lífslöngun !!! Fyrir þá sem ekki kannast við hugtakið er húsfundur svona fundur sem einungis fjölskyldumeðlimir taka þátt í og á honum hrauna foreldrarnir yfir krakkana og benda þeim á hversu latir þeir eru að hjálpa til við heimilisstörfin. Sem sagt mest niðurdrepandi uppfinning ever.
Eftir að það var búið að benda mér á takmarkalausa leti mína í hátt í 30 mínútur orkaði ég ekki meira og lagðist upp í sófa í fullkomna sjálfsvorkun. En þá kom hún, BJARGVÆTTURINN. Viktoría mætti til mín með ÞJRÁ Pittara upp á arminn (Fight Club, Meet Joe Black og The River Runs Through eða eitthvað solleis). Við þessa sýn öðlaðist ég vott af lífsvilja á ný og eftir að ég fékk bragðaref þá var ekki aftur snúið -- Ég hafði endurheimt góða skapið -- Arna Gella mætti svo á staðinn (en hún er einmitt nýjasta vinkona hans Egils og hann virðist bara hafa gleymt öllum gömlu vinkonum sínum eftir að hann kynntist henni) og hún kom með kók og nammi. Við vorum því reddí fyrir mesta stelpukvöld allra tíma. Við hreiðruðum því um okkur í sófanum og settum Meet Joe Black í tækið og hún var bara mjög góð. Í kjölfarið fylgdi svo Fight Club en ég er á þeirri skoðun að Pittinn sé hvergi jafnmikið hönk og einmitt í þeirri mynd. Við náðum því miður ekki að horfa á nema tvær spólur (slepptum River-myndinni) svo við erum knúnar til að hafa annað Pitt-kvöld fljótlega, þá ætlum við sko líka að taka Oceans 11 en ég á eftir að sjá hana. Að kvöldinu loknu voru allir heima einróma um að sjaldan eða aldrei hefði verið stunið "OHHHH hann er svo flottur" jafnoft á svo skömmum tíma í okkar húsakynnum.
Að lokum vil ég óska Magga til hamingju með frækinn sigur á KR í gærkvöldi...... Way To Go :o)

29.5.02

Í gær var horft á nýjustu Friends þættina sem komu út fyrir stuttu. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá nýja þætti því að ég kann svo til alla gömlu utan að .... kannski er ég búin að sjá þá of oft!?! Annars bar Brad Pitt nú af í þáttunum sem við sáum í gær.... hann er fokking hot !!! Eins og Viktoría benti réttilega á hækkaði rakastigið í herberginu amk um 200 % við það eitt að hann kom á skjáinn. Til að fagna þessari yndislegu og unaðsfögru sköpun á karlmanni ætlum við Vicks að hafa Pitt kvöld á morgun og mun það heita Die Pitt Abend því við erum svo alþjóðlegar og umburðarlyndar.
Svo vil ég auglýsa hvað ég var dugleg í morgun: Ég vaknaði klukkan korter yfir sex og fór í World Class og síðan hjólaði ég í vinnuna eftir það. Geri aðrir betur.

28.5.02

Í dag tók ég Gaypófið og í ljós kom að ég er 35 % samkynhneigð sem er víst aðeins meira en meðalkonan..... hún er víst 32 %. Kannski Egill hafi bara haft rétt fyrir sér allan tímann..... Maybe I am an extreme perverted Lesbian .... bara hægt að komast að því á einn veg....

27.5.02

Þessi helgi var nú alveg ótrúlega fljót að líða og nú er bara heil vika framundan og ég byrjuð að vinna allan daginn, úff hvað þetta er erfitt líf stundum. Í gær var chillkvöld, Austin Powers og Waynes World fóru í tækið við mikinn fögnuð viðstaddra. Kvöldið í kvöld er á hinn bóginn mun mikilvægara en chillið í gær því í þá munum við Viktoría aftur þreyta kappi við Magga og Hauk í pakki og er þetta úrslitaviðureignin og öll brögð eru víst leyfileg (líka að fara úr að ofan og trufla þannig athygli strákanna.......... hver veit nema gripið verði til þess örþrifaráðs ef mjótt er á munum). Ég er nú samt sannfærð um að við Vicks tökum þá í kvöld því við lásum leikinn hjá þeim sundur og saman í síðustu viku og komum því tvíefldar til leiks í kvöld.... Þið skuluð bara vara ykkur strákar mínir, það er sko ekkert elsku Mamma lengur !!!

Djammið á laugardag var alveg eðal og ekki skemmdi fyrir að R-listinn vann og því gat maður hraunað yfir alla áhangendur Sjálfstæðisflokksins. Ég týndi samt lyklunum mínum svo ég var læst úti þegar ég kom loksins heim undir morgun og Egill og Haukur fóru bara og skildu mig eftir læsta úti, skepnurnar. Allavegna, ef þið finnið svona rollulyklakippu einhvers staðar á flakki, þá á ég hana !!

25.5.02

Þá er kosningadagurinn bara runninn upp og ég er að fara að kjósa :o) það er víst bannað að vera með áróður á kjördag svo ég ætla ekkert að vera að segja fólki hvað það á að kjósa en ég vona bara að það kjósi Rétt. Síðan er það náttla bærinn í kvöld og hver veit nema Hverfisbarinn verði aftur fyrir valinu...
Fór að sjá Ali G í gær og hún var bara nokkuð góð.
Anyways, eigiði góðan dag krúttin mín.
P.S. Hér er smá glaðningur handa stráknunum. Ekki samt gleyma ykkur í allri gleðinni....

22.5.02

Síðastliðin tvö kvöld fór ég að horfa á fótbolta og ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef ekki gert mikið af því síðan í grunnskóla. Engu að síður þá ákváðum við nokkur að fara að horfa á Magga spila á móti Fylki í fyrradag en liði okkar manns gekk nú ekki sem skyldi og því verða höfð fá orð um þann leik hér. Í gærkvöldi var svo röðin komin að Hauki, en hann var að spila á móti einhverju Skjás Eins gimpaliði. Hans liði gekk heldur ekki sem skyldi og þess vegna ætla ég ekki heldur að hafa mörg orð um þann leik. Mér finnst þetta samt hálfgerður dónaskapur..... maður mætir á leiki til að sýna samstöðu eða eitthvað og svo er manni bara boðið upp á ósigur tvo daga í röð. Ég vona að þetta verði ekki raunin í allt sumar því þá nenni ég sko ekki að standa í að mæta á leiki. Svo var ég líka að gera mér grein fyrir öðru. Þeim fiinnst sjálfsagt að allir komi að horfa á þá spila en aldrei hafa þeir t.d. sýnt því áhuga að horfa á mig æfa í World Class. Já það er sko erfitt að vera ung kona á uppleið í þessum karlaheimi.

20.5.02

Ég fór á Star Wars í gær og hún er alveg mögnuð verð ég að segja. Var alveg í anda gömlu myndanna sem er bara kúl. Annars er ég ekkert yfir mig glöð í dag þar sem ég er komin með hálsbólgu og kvef og hef Magga sterklega grunaðan um að hafa smitað mig þar sem hann er sá eini sem ég veit um sem hefur verið eitthvað slappur (Ath, þó ekki veikur) upp á síðkastið. Í tilefni þess að ég er svona næstum því veik þá ætla ég að horfa á Friends í allan dag. Ef einhver (eins og t.d. Viktoría) vill vera memm má viðkomandi bjalla í mig.

19.5.02

Ég er nokkð sátt við niðurstöðuna úr þessu prófi....





Which Royalty Are You? Find out! By Nishi.

You are the beautiful and compassionate Queen. You are the epitomy of what every woman should be. You are confident, bold, aggressive, smart, womanly and feminine. You know the right thing to do and do it. You command respect and earn praise. You are moral and loving. In times of trouble, you draw strength from within, and are a source of strength for others.


Svo var gærkvöldið algjör snilld, ég gæti sko alveg vanist því að láta strákana stjana við mig daginn út og daginn inn, en ég efast reyndar um að þeir taki það í mál. Allavegana var þetta alveg yndislegt og þið (þ.e. hönkarnir okkar) eruð algjör krútt. Takk fyrir mig :o)
Hver veit nema Valentínusaractið verði endurtekið einhvern tímann....

17.5.02

Vá hvað veðrið er gott !!! ég bara á ekki orð til að lýsa undrun minni á þessu. Ég er bara komin í sumarbuxurnar mínar og einhvern ini-mini-sumarbol og er samt að kafna úr hita. Síðan stefnir allt í alveg eðal helgi. Djamm í kvöld, eitthvað leyndó á morgun með strákunum og Star Wars á sunnudaginn. Yess. Ewan McGregor er svooo flottur með geislasverðið sitt.
Annars vil ég taka til baka það sem ég sagði í gær. Haukur er alls ekki aumingi, hann sannaði það sko í dag þegar hann fór að versla í matinn fyrir kvöldið.Hann gat nefnilega gert það alveg sjálfur og þurfti sko ekki að hringja út af næstum hverju einasta atriði á miðanum :o)

16.5.02

Voðalega eiga þessi svokölluðu íslensku karlmenni eitthvað bágt þessa dagana. Aumingja Haukur og Egill eru bara í algjörum mínus og reyna að telja sjálfum sér trú um að þeir séu ekki fullkomnir lúserar með því að ráðast gegn mér með hvers kyns ónotum, svívirðingum og lítilslækkandi nöfnum. Ég læt það þó ekki á mig fá þar sem ég "veit" betur en að hlusta á ruglið sem vellur upp úr skíthælum sem þeim tveimur. Ég vil bara enn einu sinni benda ykkur á að þrátt fyrir að þið munið ávallt koma á hæla mér þá eruð þið ágætir. Það geta bara einfaldlega ekki allir verið bestir. Hættiði svo þessum dæmalausa aumgingjaskap.

15.5.02

Æ æ, aumingja Egill er greinilega ekki búinn að jafna sig eftir að hafa tapað fyrir stelpu. Algjör óþarfi að fara í svona svakalega varnarstöðu, ég meinti sko ekkert illt með þessu var bara að deila með öðrum því áfalli sem ég fékk þegar ég hafði búið mig undir að sjá undur og stórmerki á síðunni þinni en síðan var bara sama gamla dótið. Mér finnst ekki fallegt af þér að ráðast á mig og kalla mig öllum illum nöfnum þegar ég er einungis að reyna að koma í veg fyrir að aðrir lendi í sömu stöðu og ég. Síðan til að leiðrétta allan misskilning þá er ég ekki geðveik þó ég "viti". Hættu þessari endalausu öfundssýki, hún á eftir að éta þig innanfrá á endanum....

Ég verð bara að segja að ég er farin að efast um geðheilsu mína !! Undanfarna daga hefur Egill ekki talað um annað en að hann sé að endurhanna síðuna sína og að í staðinn fyrir gráholið í horninu sé komin einhver könnun og læti. Ég ákvað því að kíkja á hana í góðum fíling og sjá öll herlegheitin.... það kom þá á daginn að annaðhvort er ég sjónskert eða geðveik eða bara bæði eða þá að Egill hefur ekkert gert í sínum síðumálum af því mér sýndist bara ekki annað en að hún væri bara alveg eins og upp á síðkastið. Ég pantaði mér audda strax tíma hjá augnlækni og sálfræðingi til að gá hvort það væri eitthvað að skynjuninni hjá mér svona í ljósi nýafstaðinna prófa og sonna en í ljós kom að svo var ekki. Þess vegna er stóra spurningin hvort að Egill sé bara að ljúga að okkur sakleysingjunum !?! Ég bara veit ekki hvað er á seyði... hann hefur nebblega hegðað sér afar undarlega alveg frá því að ég stal af honum poppskálinni. Kannski það hafi bara farið með greyið og hann sé á þennan hátt að reyna að hefna sín á einhvern hátt.
Já mar, svo horfði ég á minn fyrsta survivor þátt í seríunni sem er verið að sýna núna síðasta mánudag og hann kom bara skemmtilega á óvart. Mesta gimpið var rekið út og í kjöflar fylgdi mikið táraflóð og ræða um hve stoltur hann væri af sjálfum sér yfir að hafa komist svona langt og blablablabla..... mér finnst bara ekkert jafnfyndið og Kanar í afneitun !!! Þeir reyna alltaf að telja sjálfum sér trú um að þeir hafi staðið sig voða vel þegar þeir eru í raun að skíta á sig.
En þrátt fyrir þetta tilfinningaþrungna atriði sem snart mann beint í hjartastað þá voru það samt verðlaunin í svona "reward"keppninni sem fönguðu mestalla athygli mína... í fyrsta lagi hlaut sigurvegarinn snickers (king size meira að segja) sem bæðevei er ábyggilega það besta sem þú getur fengið að borða eftir að hafa ekki étið neitt nema kókoshnetur og viðbjóð langalengi ... síðan var líka í verðlaun að fá að kafa og skoða ÁLANA sem liggja í leyni hist og her um botninn ..... kommon hversu sökkí verðlaun eru það ?? Fyrir mitt leyti hefði ég afþakkað seinni hlutann af verðlaununum og heimtað annað snickers í staðinn. Kanar eru sko geðveikir. Þa er ekkert kúl að kafa og skoða ála þvert á móti er það í alla staði pervisið og gimpalegt.

Það er alveg ólýsanlegt hvað það er gott að vera í fríi. Reyndar er ég byrjuð að vinna en það skiptir engu máli af því að þegar maður kemur heim þá bíður manns enginn heimalærdómur. Þetta er bara yndislegt líf. Svo fer að styttast í að nýja Star Wars myndin verði sýnd og ég hlakka geðveikt til að sjá hana. En ég er annars svo útúrsteikt þessa dagana að ég hef ekkert að segja.

13.5.02

Ahhhhh..... frí er gott :o)

11.5.02

Úff.... ó boj, ó boj !!!
Þetta er bara að skella á ef ég leyfi mér að vitna í Bubba og Ómar. Sumarfríið byrjar í dag :o)
Verst að það byrjar ekki fyrr en ég er búin með eðlisfræðiprófið en ég hef einmitt alveg ákaflega slæma tilfinningu fyrir þessu eðlisfræðiprófi. Nú er ég búin að læra eins og hálfviti fyrir þetta próf, stanslaust allan daginn í fjóra daga og ég get ekki að það skilji mikið eftir sig ...
Vonandi kemur andagiftin bara yfir mig í prófinu.
Ég held að ég þurfi að láta í minni pokann núna, sumt "veit" ég víst ekki.

8.5.02

Viktoría hefur fundið hið fullkomna próf fyrir efnafræðinörda eins og mig... hvaða frumefni ertu ??

What Element Are You?

Niðurstaðan kemur audda ekki á óvart, ég er gull sem er eðalmálmur og eitt af dýrustu frumefnum jarðar. Gullkristalgrind hefur alveg einstaklega sterk efnatengi og þess vegna leysist gull aðeins upp í kóngavatni sem er blanda af saltsýru og saltpéturssýru (minnir mig). Þá er ég búin að miðla af visku minni til alheimsins fyrir næstu vikur.

Í eðlisfræðibókinni er fullt af myndum af öllum þessum ofureðlisfræðiséníum, eins og Einstein, Ohm og hvað sem þeir heita allir. Enginn af þeim getur talist vera hönk og þess vegna fór ég að pæla hvort að þeir væru dæmdir til þess að vera ekki hönkar vegna yfirburða á sviði gáfna ???
Svo ætla ég að óska Magga til hamingju með titilinn :o) alltaf gaman að fá bikar.

Heute sind nur drei Tage bis wir bekommen Ferie. Das ist Übergut :o)
Annars keppast fyrirtæki bæjarins við að bjóða mér vinnu þessa dagana, hvað er eiginlega málið með að vera svona seint á ferðinni með það ??? Stundum getur verið erfitt að vera svona vinsæll.

7.5.02

Ohhh..... núna er maður bara byrjaður að læra fyrir síðasta prófið. Ég var með einhverjar bjartsýnishugmyndir í kollinum í gærkvöldi og ákvað að byrja bara að kíkja á ljósgeislafræðina en gafst þó upp eftir tæpan klukkutíma þegar ég gerði mér grein fyrir að afköstin höfðu einungis verið um 4 eða 5 blaðsíður. Fór í staðinn að horfa á Friends með Dagnýju .... Geðveikt !!
En ef þið gimpin eruð búin að gleyma því þá eru bara 4 dagar í sumarfrí :o) ...... hobbahobba

6.5.02

Mig langar bara að votta öllum þeim sem voru í tölvuteiknunarprófi dauðans mína dýpstu samúð.... og ég sem var ósátt við efnafræðiprófið mitt !!!

Gleðifréttir
Núna er komið nýtt og betra útlit á Libresse dömubindin ..... þau eru komin í bleikar pakkningar og eru auddað miklu betri fyrir vikið. Svo er líka hægt að velja um nokkra mis-mikið-bleika liti, eftir því hvernig stemningu maður er í. Það er a.m.k. ljóst að Always Ultra bindin eru gjörsamlega out eftir þessa snilldar herferð hjá þeim libresse-bræðrum því að eins og gamla máltakið segir... allt sem er bleikt er einfaldlega betra. Það er sannað !!

5.5.02

Jæja, núna fer sífellt að styttast í próflokadjammið. Eins og flestir vita þá fer áfengi misvel í fólk og á það sérstaklega við um karlmenn, sem finna upp í hinum ýmsu hundakúnstum þegar Bakkus fer að segja til sín. Ég nefni þó engin nöfn af ótta við hefndaraðgerðir. Af einstakri góðmennsku þá hef ég tekið saman smá heilræðabálk sem ég legg til að þið skoðið áður en fylleríið hefst. Ekki viljum við nú að kvöldið endi í einhverju rugli .... Ághugasamir vinsamlegast klikkið á linkinn hér fyrir neða. Verði ykkur að góðu.

Smá heilræði er varða áfengisnotkun og hegðun í kjölfar hennar

P.S. Athugið að ef þið hafið kveikt á hljóðinu þá getiði hlustað á funky tónlist á meðan þið horfið og lærið.
P.P.S. Þessu með frussið er ekkert sérstaklega beint til Egils þó að það mætti halda það þar sem hann er iðulega duglegur við að hrækja framan í fólk þegar hann er kenndur..... Say it, don't Spray it !!

Síðasta prófið í dag.... ég lofa !


Take the What
animal best portrays your sexual appetite??
Quiz


4.5.02

Híhíhí... þetta er geðveikt fyndið !! Ég hafði nú ekki mikið álit á honum Rikka litla fyrir og þetta var ekki til að bæta það.... meira að segja Egill er ekki svona mikil prímadonna. Svo er þetta lélegasta afsökun sem fyrir finnst.

Þá eru það prófin...
Fyrst gáði ég "what type of flirt I am" og niðurstaðan var:
You're a Subtle Flirt. Utterly charming, you know how to have a little fun while remaining discreet.
Svo vildi ég vita hvort ég væri "a Material Girl" og ...
Material goods don't impress you much! You might indulge every once in a while, but you don't have the urge to keep up with the latest trends. Shelling out cash to show off probably bores you.
Að lokum athugaði ég svo hvort ég væri "naughty or nice" en niðurstaðan úr því prófi verður ekki gefin upp hér þar sem ég var afar ósátt við hana !!

3.5.02

Here I come to save the day
Ef þið eruð alveg að bugast af próflestri og hverfandi lífslöngun, þá örvæntið ekki.... þetta ætti að láta ykkur líða betur (í allavegana smástund).... muniði bara að hafa kveikt á hljóðinu.
- Þetta er eitt allra fyndnasta lag sem ég hef heyrt, alltaf þegar ég sé það í Four Weddings and a Funeral þá dey ég..... úr hlátri.

8 DAGAR Í SUMARFRÍ ... The Countdown has begun !!!
Í tilefni þess hvað prófið í gær var leiðinlegt og kvikindislegt í alla staði er ég byrjuð að telja niður í sumarfríið. Yfirleitt byrja ég samt ekki á því fyrr en hægt er að telja dagana á fingrum annarar handar en í þetta skiptið ætla ég að gera undantekningu.
Það er annars alveg mergjað hvað veðrið er gott úti, í gær fór ég út að hlaupa og endurnærðist svo við það að ég held ég geri það bara aftur í dag. Reyndar er ekki jafn mikið af hönkum skokkandi um Fossvogsdalinn eins og á brettunum í World Class en ég læt mig hafa það fyrir ferska loftið.... er nefnilega farin að líkjast Zombie meir og meir með hverjum deginum sem líður !!
Mér tókst samt hið ómögulega í gær þegar ég var að hlaupa, ég villtist í Fossvogsdalnum, sem á ekki að vera hægt af því það eru stígar út um allt og þetta er opið svæði. Engu að síður gerðist það og áður en ég vissi af var ég vaðandi í mýri og yfir hey til að reyna að finna einhvern göngustíg sem myndi vísa mér veginn heim á leið.
Ég verð nú líka að viðurkenna að það var allt annað að taka lík og töl prófið heldur en efnagreiningu því að þar voru engar pirrandi hjúkkur með læti !! Þvert á móti sat fjallmyndarlegur ungur listamaður fyrir aftan mig sem gaf ekki frá sér múkk allan tímann og kann ég honum bestu þakkir fyrir.
P.S. Ég bæði veit og er Unagi !!!

1.5.02

Why God..... why ???
Hvað hef ég gert til að verðskulda það að þurfa að sitja inni í þessu geðveika-næstum-því-sumar-veðri ??? Þessa stundina er ég full sjálfsvorkunar út af þessu og líka af því að það eru allir komnir miklu lengra en ég í lík og töl, *snökt*. Ég mun hins vegar ná mér niður á ykkur þegar þið hafið bara ogguponsutíma fyrir eðlisfræði og ég heilan helling.... muhahahaha.

Annars er ég búin að ákveða að ég ætla ekki að gera neitt þegar ég er búin í lík og töl prófinu, heldur leggjast fyrir framan sjónvarpið með tærnar upp í loftið. Þeir sem vilja vera memm, einungis smá aðgangseyrir, þ.e.popp og kók (diet) !!! OHhh..... it's feels so nice to be naughty once in a while !!!