!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
29.8.02

Jæja, þá er skólinn bara kominn á fullt (samt ekki alveg, engir dæmatímar fyrr en í næstu viku) og mér finnst það bara alveg ágætt. Samt er frekar pirrandi að þurfa að vinna líka en ég er bara að pæla í að vinna alveg þangað til að ég næ að klára þetta drasl (er sko að vinna núna). Svo er það bara vísindaverð á morgun og að öllum líkindum mun hún verða afar hressandi. Við Viktoría stefnum svo á vott af djammi í bænum en samt ekki eins mikið og um síðustu helgi... Anyways, meira um það síðar. Að lokum vil ég skamma alla bloggara fyrir að vera antibloggarar þessa dagana. Byrjiði að blogga aftur letingjarnir ykkar !!!

27.8.02

Buhu
Til hvers er maður eiginlega að rembast við að vinna sér inn pening... maður eyðir honum hvort eð er bara aftur. Fór í dag í Bóksölu okursins til að kaupa þessar blessuðu skólabækur. Fór með rúmlega 22 þús kall á nó tæm sökum þess. Þó er nokkuð í land í að eyðslu minni sé lokið þar á bæ af því að helv... fíflin gleymdu að panta bókina sem við eigum að nota í eðlisefnafræði 2. Svo var líka svo ógeðslega mikið að gera að ég nennti ekki að finna mér stílabækur þannig að ég á líka eftir að versla þær. Til að bæta grá ofan í kolsvart þá var líka svo löng biðröð á kassanna að mér er illt í höndunum eftir að hafa haldið á hlussukennslubókum í ógissla langri röð. Ef ég bara gæti hætt að versla við þessa sökkí Bóksölu þá myndi ég sko gera það !!!
Eina ljósið í tilveru minni er að ég er að fara á Austin Powers 3 eftir 1 og 1/2 klst. Yeah baby Yeah !!!

26.8.02

Tók mér dáldið langa helgi í blogg-fríi og vona ég að öllum sé sama um það. Hef nú ekki gert margt af viti síðustu daga annað en að fara í afmæli til Egils og Manna og þaðan á Hverfisbarinn þar sem ég skemmti mér afar vel. Á morgun hefst svo alvara lífsins á ný... Stærðfræðigreining IIIB klukkann 8:00. Úff !! Vona að Reynir Axels verði í miklu stuði og haldi manni vakandi eins og honum er einum lagið. Annars finnst mér bara fínt að byrja í skólanum, komin með nóg af vinnu og innihaldslausum pælingum. Samt vona ég að það verði engin skiladæmi fyrst um sinn... maður þarf svona uþb viku í aðlögunartíma :0)
Þetta er annars dáldið fyndið (þarf að hafa hljóð með sko).

21.8.02

Nýjustu tölur og bókalistar herma að ég muni eyða 28.000 kr í bækur þessa önnina. Þó á eftir að birta bókalista fyrir eðlisefnafræði 2 svo þessi tala mun líklega fara hækkandi. Var annars ekki búið að lækka skatta á erlendum bókum úr 24,5% í 14% ??? Sillí ég hélt að þetta myndi hafa í för með sér minnkandi bókakostnað en mér sýnist ekki betur en svo að bækurnar hafi barasta hækkað frá í fyrra. Ég skil ekki alveg hvað getur rökstutt þessa hækkun, krónan stendur miklu betur gagnvart pundi og dollara heldur en á sama tíma í fyrra. Ég er komin með leið á þeirri hvimleiðu áráttu ríkisins og annarra stofnanna að níðast á fátækum námsmönnum til að eignast pening. Hvernig væri að níðast á Kára, Jóni og þeim öllum til tilbreytingar. Þangað til byrjað verður á því segi ég nú bara.... Fressen Sie alle Scheize, bitte !!!

20.8.02

Fór út að borða í gær á Galíleó með grunnskólasaumó. Fékk mér alveg dýrindis pastarétt og er bara næstum því ennþá södd. Algjör snilld að vera í World Class því þá fær maður 2 fyrir 1 á fullt af skemmtilegum veitingastöðum. Svo stefnir allt í að ég fari út að borða á morgun líka... maður lifir sko bara eins og milli þessa dagana. Ekki amalegt líf það. Annars er ég voða upptekin í vinnuni þessa dagana, þarf að drífa mig voða mikið að þýða og svo er ég náttla líka að vinna á kvöldin. Hjúkket að ég er ekki skyld honum Agli. Þá væri ég sko ofurmorkin þessa dagana.

19.8.02

Til hamingju með afmælið Egill !!! Ég myndi syngja fyrir þig afmælissönginn ef ég væri ekki fullkomlega laglaus. Svo er ég laus við grænlenska ógeðið sem upphafssíðu og það er henni Tótu MR-gellu að þakka. Líf mitt er orðið þolanlegt á ný.

Jæja, þá er enn önnur helgin liðin og aldrei hún kemur til baka. Var afkskaplega iðin við afslöppun um helgina og gerði fátt af viti annað en sofa. Var reyndar menningarviti á laugardagskvöldið og skellti mér í bæinn ásamt Viktoríu ofurforritara. Við röltum um mannmergðina hönd í hönd af ótta við að týna hvor annarri. Við skemmtum okkur bara mætavel og ákváðum að skella okkur á skemmtun í boði Lionsklúbbsins Kidda klukkan korter í ellefu á Hafnarbakkanum. Við urðum þó heldur betur hvumsa þegar við mættum á staðinn því þá var verið að taka upp atriði fyrir kvikmyndina Stellu í framboði og við tylltum okkur auðvitað meðal fremstu áhorfenda (áttu að vera áhorfendur á einhverjum kosningafundi) svo við erum bara orðnar Movie-Stars :0) .... það hlaut að koma að því maður !!!
Í dag hyggst ég svo panta mér ferð til Glasgow þann 6. september. Með mér í för verður engin önnur en hún Dagný litla systir mín (aka Dagný yfirbrókari) og hlakka ég mikið til.

17.8.02

Ég held að ég hafi átt einn sorglegasta föstudag um árabil í gær. Gerði ekkert nema vinna (kom reyndar heim í tvo tíma á milli vinnustaða en nýtti þá ekki í neitt skynsamlegt). Var ekki komin heim fyrr en hálftólf og þá nennti ég sko ekki að fara að gera neitt svo ég horfði bara á Bridget Jones (sofnaði samt eftir hálftíma). Ekki nóg með þetta heldur varð ég einnig fyrir því miður skemmtilega atviki að vera brókuð af ónefndri yngri systur minni. Var eitthvað að beygja mig svo að G-strengurinn kom upp fyrir buxurnar og skepnan sú arna nýtti sér tækifærið og togaði af öllum lífs- og sálarkröftum svo að ég virkilega hélt að ég myndi klofna í tvennt frá rass og uppúr... Gott ef ég er ekki ennþá pínu aum.

16.8.02

Ef einhver vill vera viss um að rekast ekki á mig á Menningarnótt þá bendi ég þeim sama að fara á síðasta sumardjamm FM957 sem verður haldið á Ingólfstorgi og stendur frá 7 - 11. Ég færi sko ekki þangað þótt ég fengi borgað fyrir það (OK, reyndar myndi ég fara ef ég fengi mikinn pening afþví ég er fátækur námsmaður). FM957 er nefnilega holdgervingur Euro-popsins sem tröllríður svo til öllu hér á landi þessu dagana og ég HATA Euro-pop. Fílar virkilega einhver Scooter og allar þessar dudduruddu hljómsveitir. Það er meiraðsegja búið að breyta Like a Prayer með Madonnu í einhvern vibba. Eins og það hafi ekki verið nóg að pönka Papa don't Preach.
Veit annars einhver hvort síður geti sjálfkrafa orðið upphafssíður á Explorernum. Þetta er nefnilega allt í einu orðin upphafssíðan mín og ég hef sko ekki hugmynd um afhverju... svo kann ég heldur ekki að breyta þessu

Ja hérna... ég hef ekki farið inn á síðuna hans Hauks í margar vikur þar sem hann er svo gott sem hættur að blogga og ef hann segir eitthvað er það nær undantekningarlaust bara diss á Egil eða Magga sem ég nenni ekkert að lesa. Í morgun slysaðist ég þó inn á síðuna og þar er sjálf ég bara hökkuð í spað. Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlæja eða gráta, reyndar hló ég mig afar máttlausa fyrst í stað þar sem ég fattaði ekki að hann væri að gera grín að mér (hélt að skotmarkið væri Egill eins og venjulega) en þegar kom að orðinu "Díses" fóru að renna á mig tvær grímur, tékkaði á hvern væri linkað og brá þá óneitanlega dálítið. Ég skil þó fullkomlega að hann sé eitthvað bitur... ég myndi líka vera fúl ef ég gæti pissað standandi og mætti það ekki. Það kemur þó úr hörðustu átt þegar sjálfur Narkissus endurborinn er farinn að væna aðra um sjúkleika.

15.8.02

Afhverju í andsk... er stærðfræðigreining IIB á stundatöflunni minni fyrir haustönn ?? Ég man ekki betur en ég hafi bara staðist prófið með sóma í vor. Annars lítur taflan bara ágætlega út, verst að það á eftir að bæta heilu verklegu fagi inn á hana en við það mun hún versna til muna. Fer eftir því hve slæm hún verður hvort ég ætli að vinna eitthvað í vetur.

Ég er búin að gera alveg stórmerkilega uppgötvun sem mun leiða til þess að sælgætisneysla mín mun detta niður í nánast ekki neitt... Chilli hrískökur. Þær eru úr svona svipuðu dóti og poppkex bara miklu minni og húðaðar með chilli dufti einhverskonar. Þær eru svo góðar (og hollar líka) að mig bara langar aldrei í nammi heldur bara í hrískökur. Keypti mér einmitt poka í hádeginu sem ég er að gæða mér á. Nammi namm.

14.8.02

Jibbý
Loksins kom fótabakgrunnurinn réttur inn... about time. Núna á ég bara eftir að setja svona kommentadrasl hingað inn og fixa gamla bloggið mitt og svo geri ég ekki söguna meir !!! Var að horfa aftur á nýjustu Friends-spólurnar og ég bara kemst ekki yfir hvað endirinn er sökkí...

Ég er búin að vera með eindæmum utan við mig síðustu daga. Áðan fór ég á klósettið í vinnunni (sem er bæðevei frammi á gangi í alfaraleið) og haldiði ekki að ég bara sleppi að læsa !?! Svo þegar ég ætlaði að fara út aftur þá læsti ég og var alveg dáldinn tíma að átta mig á hvað í ósköpunum væri á seyði. Annars er líf mitt með eindæmum fábreytilegt þessa dagana en í fáum orðum mætti lýsa þeim svona: Vakna - Vinna - World Class - Kvöldmatur - Vinna - Sofa. Semsagt stanslaust stuð !!! Sé þó fram á bjartari tíma á laugardaginn því þá er hin geysivinsæla Menningarnótt (er sko búin að redda mér fríi í vinnunni þá) og hygg ég á bæjarferð, gleði og gaman.
Langar ykkur annars að fræðast um hvort ljóshraðinn er í raun og veru fasti ??

Jæja, núna er ég búin að setja gestabók hingað og vona ég að sem flestir sjái sér fært að skrifa í hana. Ég stóðst ekki freistinguna að hafa hana bleika... maður má nú ekki alveg gleyma upprunanum sko !

Hvað er eiginlega málið með íslenskan fréttaflutning. Ríkir virkilega stöðug gúrkutíð í spennandi og fréttnæmum atburðum ? Það er næstum því sama hvar og hvenær maður hlustar á fréttir... það er alltaf bara fjallað um sömu hlutina: Virkjanir, Grísinn og Dorrit svo ekki sé minnst á Keikó. Ég get svosem skilið að virkjunaráformum séu gefin nokkuð góð skil en kommon... öllu má nú ofgera. Það er heldur ekki frá neinu að segja: Vinstri grænir eru alltaf á móti og svo til allir aðrir fylgjandi. Í gær kom svoeinhver úrskurður frá skipulagsstofnun sem gaf vilyrði fyrir virkjun í Þjórsárverum (held ég) og þá gaf Landsvirkjun út þá yfirlýsingu að viðkomandi skýrsla hafi verið ákaflega vel unnin í alla staði. En í fyrra þegar Skipulagsstofnun lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun þá var Landsvirkjun á útopnu af því að svo illa hafði verið að verki staðið (auðvitað bara af því að þeir máttu ekki virkja). Fussumsvei !!! Spilling segi ég nú bara !!!
Svo eru landsmenn líklega afar ánægðir með að vita að Keikó er þessa dagana staddur rétt norðan við Færeyjar og hafa samtökin sem kennd eru við hann sent þyrlur og einhvern spes bát til að gá hvort hann er að leika sér við aðra háhyrninga eða hvort hann er kannski bara einmana. Fokk maður. Ef ég heyri aðra frétt um þetta gerpi þá mun eitthvað bresta innra með mér !!!

13.8.02

Æi já, ég gleymdi að geta þess að hún Jóhanna Ólafsdóttir (sem ég veit samt ekkert hver er) sendi mér kóða fyrir séríslensku stafina og kann ég henni bestu þakkir fyrir.

Hí á karlmenn... þeir eiga að pissa eins og kjeddlingar
Mikið er ég fegin að vera ekki karlmaður. Vísindamenn eru stöðugt að komast nær þeirri niðurstöðu að hin forna goðsögn um að karlar séu sterkara kynið sé bara kjaftæði. Líf þeirra er styttra en kvenna, að jafnaði hafa þeir lægri greindarvísitölu en við gellurnar og nú hefur stoðunum verið hrundið undan einu helsta atriðinu sem þeir hafa talið sig hafa fram yfir okkur... þeir pissa standandi. Ég veit ekki hversu oft strákar hafa hreytt bitrir í mig orðunum "við getum þó pissað standandi" að loknu eilitlu tuði um hvort kynið sé í raun sterkara (því let's face it það er það eina sem þeir höfðu en við höfðum ekki, þ.e. fyrir utan typpi náttlega). Ég viðurkenni meira að segja að einstaka sinnum hef ég öfundað þá fyrir vikið (sérstaklega í útileigum). En nú hafa vísindamenn komist að þeirri afar skynsömu niðurstöðu að sú piss-staða sem fari best með pípulagnir og blöðrur sé sitjandi-á-klósettinu. Það hlaut að vera ástæða fyrir því að eðli okkar kvenna er að setjast meðan við pissum. Auðvitað vissum við þetta allan tímann, við bara vissum ekki að við vissum það. Af eintómri góðmennsku býð ég mig fram til að sýna ykkur strákunum hvernig þig eigið að pissa ef þið viljið losna við stíflur í þvagrás um fimmtugt.

12.8.02

Nú fara þeir sem þreyta sumarpróf að setjast með sveitt ennið yfir bókunum og óska ég þeim góðs gengis. Svo langar mig að senda Viktoríu miklar baráttukveðjur því hún á alla mína samúð að þurfa að vera að forrita inni í hitanum !! En hertu upp hugan stúlka því að prófinu loknu munum við bralla ýmislegt skemmtilegt saman á ný :0)
Nú þegar eru uppi áform um að fara út að borða og halda náttfatapartý og ef ég þekki okkur rétt látum við sko ekki staðar numið við það. Good luck gella.

Hotmail er andsetið
Upp á síðkastið hafa undarlegir hlutir verið á seyði á hotmail-netföngunum. Á hverjum degi fæ ég mergð tölvupósta á spænsku frá fólki sem ég þekki eða fólki sem þekkir fólk sem ég þekki. Ég er búin að reyna að blokka þá sem ég þekki ekki beint en allt kemur fyrir ekki... þessi skeyti hætta bara ekki að berast. Í gær varð ég svo algjörlega forviða þegar ég sá að ég hafði einmitt fengið svona bréf á spænsku frá sjálfri mér !!! Þetta er hið dularfyllsta mál og langar mig mikið að komast til botns í því.
P.S. Það væri svolítð fyndið ef orðinu hauskúpa yrði breytt í hauksúpa....tíhíhíhí

DV er bara uppfullt af kunningjum og ættingjum mínum þessa dagana. Hún Arna álversstarfsmaður og verðandi hjúkka var á forsíðunni og inni í blaðinu fyrir nokkrum dögum og rétt í þessu var ég aðeins að blaða í gegnum helgarblaðið og hvur haldiði að standi við hlið Eyjólfs Sverrissonar önnur en hún Auður systir mín. Mér finnst þetta afar merkilegt...
Annars hefur lítið sem ekkert gerst í lífi mínu upp á síðkastið (hér mætti túlka síðkast sem síðasta árið !!) og fer ég að hafa af því nokkrar áhyggjur. Akkuru gerist aldrei neitt spennandi ?

11.8.02

Úff... var að horfa á moulin rouge í þriðja skiptið og ég er bara eftir mig. Ég hélt að þar sem ég væri búin að sjá hana svona oft þá myndi ég nú ekkert fara að væla yfir henni en ó boj ó boj, i was wrong !!! Er að hugsa um að horfa á bridget jones eða legally blonde til að hressa mig aðeins við eftir þessa útreið. Svo verð ég nú að segja að ég er frekar hneyksluð á kunningjum mínum úr háskólanum... ég var sú eina sem fór á Gay-Pride. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að þau sýni ekki meiri viðleitni í að styrkja jafnréttisbaráttu samkynhneigðra, fyrir utan að þetta var hin fínasta skemmtun. Fjaðradótið sem Páll Óskar var með á hausnum stal þó óneitanlega athyglinni. Mig langar geðveikt í svoleiðis !!!
P.S. Síðan er víst í dálitlu fokki þessa dagana en ég nenni ekki að reyna að laga það alveg strax svo þið verðið bara að sætta ykkur við þetta tímabundið.

10.8.02

Ef einhver kann kóðann fyrir íslensku stafina á, í og ð má sá hinn sami endilega láta mig vita.

Undarlegir hlutir hafa átt sér stað !!!
Gerði breytingar á síðunni í fyrradag og þær uppfærðust ekki fyrr en í morgun, bloggaði meiraðsegja líka og alles. Kannski er síðan mín bara andsetin. Fór í saumó í gær og það var alveg eðal. Reyndar mættu svo fáar (ca. 9 af 17) að það var næstum því ein kaka á mann. Við létum það þó ekki setja okkur út af sporinu heldur sátum bara til hálftvö og torguðum alveg ótrúlegu magni...
Síðan verð ég að segja að mér fer að þykja dáldið hvimleitt að Haukur skelli bara á mann þegar maður hringir og ætlar að segja honum eitthvað skemmtilegt ? Ætli hann geri þetta bara við mig ?

8.8.02

Drasl !!!
Afhverju virkar ekki að gera breytingar á síðunni í Frontpage og færa þær svo yfir ? Þetta er ýkt pirrandi. Mikilvægur tími af lífi mínu hefur farið til spillis.

Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir þá er útlit síðunnar heldur betur búið að taka stakkaskiptum. Ástæða þess er að ég var búin að fá leið á innanpíkubleika litnum á þeirri gömlu... Enn er þó langt í land í að síðan sé fullkláruð því að ég á eftir að bæta hinum ýmsu konfektmolum hingað inn. Fyrsta skrefið er þó að ná einhverjum bakgrunni réttum inn og svo eiga líka að vera svona voffar hérna... vonandi tekst mér að bjarga því í bráð.
Svo hef ég hugsað mér að setja upp gestabók og svona kommentadrasl eins og er út um allt núna.

7.8.02

Loksins hef ég komist yfir sönnun þess efnis að það er sko miklu betra að vera kona heldur en karl en því hef ég einmitt haldið ákaft fram frá blautu barnsbeini. Sönnunina má nálgast hér. Verði ykkur að góðu stelpur mínar.
Þið strákarnir þurfið þó ekki að örvænta því að Leoncie hefur tekið saman lista yfir hvernig þið getið orðið konur í 10 skrefum. Gjöriði svo vel :0)

Jæja, þá er Verslunarmannahelgin um garð gengin og ég verð nú að viðurkenna að ég er dálítið lemstruð eftir hana. Er gjörsamlega þakin marblettum svo er ég með 2 skurði á hendinni, kúlu á hausnum og það brotnaði líka aðeins úr einni tönn. En það var svo ógeðslega gaman í Eyjum að mér er bara alveg sama um þetta allt !! OK veðrið hefði kannski mátt vera aðeins betra en ef maður var vel búinn þá var þetta bara ekkert mál (verð samt að viðurkenna að mér var ekki farið að standa á sama í brekkusöngnum með fullt af tjöldum og súlum fjúkandi út um allt. Sem betur fer lenti ekkert af þeim á mér (fékk samt bjórdós beint í fésið). Ég verð nú samt líka að viðurkenna að það var algjör lúxus að vera í húsi... það var alveg ótrúlega gott að leggjast í hlýtt og þurrt rúm eftir miklar djammnætur...
Svo hef ég alveg geðveikar fréttir að færa... Blogtrackerinn er kominn í lag. Þrefalt húrra fyrir því. Gott að þessum vandamálum var reddað áður en skólinn byrjar aftur því annars hefði dýrmætur tími farið til spillis í að skoða síður sem ekki er búið að uppfæra. Svo að sókn í síður þeirra sem nenna ekki að blogga mun hérmeð hrynja !!!

6.8.02

Ég er svo þreytt að ég get ekki haldið augunum opnum. Ætla að reyna að þrauka að vinna til 3 en svo ætla ég að fara beint heim að sofa. Orka ekki að blogga um Eyjaferðina núna svo þið verðið bara að bíða spennt...

2.8.02

Gleðifréttir
Rétt í þessu var Friðbjörn hjá Flugfélagi Vestmannaeyja að hringja í mig og tjáði hann mér að við ættum að mæta sem allra fyrst á Bakka þar sem útlit er fyrir að veður fari versnandi og þá verður óvíst um flug... Þess vegna verðum við fyrr á ferðinni en ætlað var og þar af leiðandi kemst ég fyrr í fjörið og bjórinn.... Yeah baby, Yeah.

Mér leiðist svo mikið í vinnunni að ég bara á ekki orð til að lýsa líðan minni. Hef hugsað mér að hætta bara um fjögurleytið og fara heim og chilla smá áður en lagt verður í hann en klukkan bara silast ekki áfram. Arg Garg og aftur Arg. Annars vil ég vara lesendur við því að drekka 3 hvítvínsglös úti í sól og hætta svo að drekka...
Við mamma sátum nebbla úti í garði í gær í sólbaði og ákváðum að fá okkur smá hvítvín fyrir matinn (réttara sagt ákvað mamma það, ég fæ sjaldan neitt ákvafa löngun í hvítvín). Svo voru gestir í mag (Danirnir sko) og þá fékk ég mér meira hvítvín... samt fann ég ekkert á mér eða neitt þannig sko. En sjitt... afleiðingarnar urðu hrottafengnar... um háfltíu þá bara varð ég svo sybbin að ég hélt ég gæti bara ekki klárað að pakka (sem betur fer fór ég út í 10-11 og sá hallærislega gaurinn og vaknaði við það). Samt orkaði ég að halda augunum opnum til svona hálfeitt en þá bara datt ég niður sem dauð. Semsagt ekki drekka hvítvín útí sól snemma um kvöld nema þið viljið fara að sofa kl hálftíu.

Ég fór í 10-11 í Lágmúla um hálftólfleytið í gær með Dagnýju systur því okkur vantaði sýrðan rjóma í kartöflusalat sem við vorum að brasa fyrir helgina. Haldiði ekki bara að við rekumst á mesta gúmmítöffara allra tíma þar... Hann var á undan okkur í röðinni með einhver ofur-gæja-sólgleraugu (samt var sko myrkur úti) og gott ef hann var ekki í Böffaló-skóm líka. Þegar afgreiðslukonan var búin að renna vörunum hans í gegn spyr hún hvort hann vanti eitthvað fleira og þá kemur eitthvað voða fát á hann og hann var eitthvað alveg "Öhh já" svo fer hann og nær sér í smint og öskrar svo yfir alla búðina "HVAR ERU SMOKKARNIR ???" (N.B. þeir voru beint fyrir framan hann) og ekki nóg með það heldur endurtekur hann spurninguna ennþá hærra (samt hélt ég að það væri ekki hægt). Ég og Dagný þurftum að hafa okkur allar við að skella ekki upp úr... Þetta var svo ógeðslega hallærislegt. Þetta var greinilega svona FM-hnakki sem ætlaði að hafa allan FM-Þjóðhátíðar-Pakkan á hreinu (þ.e. smint, smokka og sleipiefni... ýkt ógirnilegt). Heyrðu ekki nóg með þetta heldur þegar hann er loksins búinn að finna sér smokka við hæfi (hann valdi samt ekki rifflaða, ennþá meira glataður) þá gat hann ekki sett pakkann á borðið... Nei... hann fór eitthvað að veifa honum framan í mig og Dagnýju, okkur til mikils ama því við áttum nógu bágt með að halda hlátrinum í okkur fyrir. Ég vona amk að ég rekist ekki á þennan gaur í Eyjum...
Svo finnst mér ógeðslega halló að bandarísk fegurðardrottning þurfi að afsala sér titlinum af því það eru til myndir af henni berbrjósta... Það eru til myndir af mér berbrjósta, þýðir það þá að ég get aldrei tekið þátt í Ungfrú Ísland ?? Oj, vonandi ekki... þá er nefnilega búið að kippa stoðunum undan lífi mínu...

1.8.02

Mikið voðalega fer þetta endalausa skítkast hjá strákunum (þ.e. Agli, Magga og Hauki) að verða þreytt. Kommon .... hafiði ekkert annað að segja ?? Hvernig væri að deila tilfinningum ykkar og barnæsku frekar með lesendum netheima heldur en þessari barnalegu stríðni. Meira að segja Siggi er hættur að nenna að svara ykkur !!!

Núna er bara rúmur dagur þangað til ég fer til Eyja og ég er orðin ýkt spennt. Pakkaði fötunum niður í gær því þá hafði ég aðgang að herberginu mínu (Danirnir fóru í ferð út á land) svo núna á ég bara eftir að taka eitthvað smá snyrtidót til... Samt hef ég ekki í hyggju að vera einhver stífmáluð dúkka þarna svo ég mun hafa snyrtidótið í algjöru lágmarki. Því mætti halda því fram með ágætis öryggisbili að ég væri námundað búin að pakka (I dig being a nerd!!).
Annars fékk ég nokkuð góðan tölvupóst áðan sem innihélt nokkrar vangaveltur og ætla ég að deila einni með ykkur:
Af hverju er framleitt Whiskas með kjúkling, Whiskas með nautakjöti,
Whiskas
með fiski en ekki Whiskas með mús?
Mér finnst þetta vera vert athugunar. Köttum þykja mýs vera herramannsmatur, afhverju er þá verið að láta þær éta lömb og naut ?? Mér finnst þetta hálvegis storka náttúrulögmálum því hérna er lítið dýr að éta mun stærri dýr og þannig virkar ekki fæðukeðjan hérna á plánetunni jörð.

Mikið ofboðslega er J-Lo heppin að hafa krækt í Ben Affleck... He is some fine peace of meat !!!