!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
28.2.04

Sit a gedveikt storu netkaffi a Vesterbro nuna og er ad bida eftir ad klukkan verdi halfsjø tvi ta ætlum vid Lindi i bio a 21 grams. Eftir tad ætlum vid svo ad fara ut ad borda tvi tetta er sidasta kvøldid okkar saman i bili - Lindi fer nefnilega heim a morgun.

I skolanum er buid ad demba storum hønnunarverkefnum a okkur Steinunni i øllum føgum. I gær attum vid svo ad tilkynna hvada ferli vid vildum hanna og vinna med i afanga sem heitir Process Design og vid akvadum ad vera miklar tjodrembur og velja vetnisframleidslu til ad halda merkjum islenskrar rannsoknavinnu a lofti. I fyrstu leist kennaranum ekkert a tessa hugmynd okkar tar sem hann helt ad vid ætludum ad taka eitthvad easy-piece ferli (N.b. allir adrir hopar vøldu ammoniak, methanol eda ønnur skolabokarferli - ekkert sma glatad) en tegar vid utskyrdum fyrir honum vid ætludum ad hanna ferli fyrir ad framleida vetni sem nota ma sem eldsneyti hyrnadi aldeilis yfir honum :0)

I framhaldi af tvi sendum vid tølvupost a Thorstein professor vid HI sem er e.k. "vetnisstjori heimsins" og hann ætlar ad utvega okkur øll gøgn til ad geta unnid massivt verkefni sem verdur sko an efa metnadarfyllsta verkefni afangans. Tad er alveg rosalegt hvad madur vill alltaf kynna Island mikid fyrir utlendingum...

Eg bidst afsøkunar a tvi ef tetta blogg er afskaplega ospennandi - en eg er bara alveg i skyjunum yfir ad vera buin ad fa vetnisverkefni. Ekki amalegt ad vera komin med sambønd i vetnisheiminum...

26.2.04

Þá eru myndirnar margumræddu úr 98 ára afmæli Maríu loksins komnar á netið.

Ég sé fram á að sitja sveitt við skiladæmi í fögunum Air Pollution & Air Pollution Control og Chemical Reaction Engineering fram eftir kvöldi... þess vegna verður þetta blogg ekki lengra núna.

24.2.04

Ég efast stórlega um að margir hafi gerst svo frægir að fara í 98 ára afmæli. Á laugardaginn komst ég þó í þann hóp þegar 98 ára afmæli mágkonu afa Kaj. Afmælið var haldið á hóteli með fínum veitingastað og að sjálfsögðu var danskur frokost á boðstólum. Borðhald hófst rétt upp úr hálftólf og stóð til að verða fjögur !!! Ég verð nú að segja að ég hef sjaldan verið jafnsödd á ævinni. Í veislunni voru um 20 manns - flest allt ættingjar sem ég haðfi ekki séð í yfir 10 ár og það kom skemmtilega á óvart hversu marga ættingja ég á hérna í Kaupmannahöfn og nágrenni. Ég tók að sjálfsögðu myndir sem ég mun setja á netið á morgun eða hinn (gleymdi nefnilega myndavélasnúrunni í dag svo ég get ekki hlaðið myndunum inn á tölvuna... fjölskyldan heima verður bara að bíða þolinmóð aðeins lengur)

Á sunnudaginn fórum við Lindi út að borða á kínverskan veitingastað sem var með hátíðar-afmælishlaðborð á boðstólum. Sú ferð endaði þó ekki betur en svo að á aðfaranótt mánudags fékk ég mikla magakveisu með fylgjandi uppköstum... ekkert voðalega gaman það...

Í gær kom pabbi svo til Köben í fundaferð og að sjálfsögðu gistir hann hjá mér. Þar er því þröng á þingi þessa dagana =0)

Að lokum vil ég hrósa Agli fyrir alveg hreint frábært tónverk - ekki kemst ég yfir hvernig jafnaldri minn getur samið svona...

20.2.04

Ég er barasta orðin hálflasin... með hausverk, doldið illt í hálsinum og að drepast úr kulda. Það er sko ekki nógu gott af því að á morgun er ég að fara í 98 ára afmæli hjá danskri frænku minni. Þar mun öll fjölskyldan vera samankomin og ég mun kynnast ógrynni af ættingjum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Vonandi verð ég orðin hressari þá ...

Gerði mér grein fyrir alveg hrikalegri staðreynd í gær. Á mánudaginn er bolludagur og það þýðir að á sunnudaginn er bollukaffi heima í Búlandi ... og ég missi af því :0(

19.2.04

Það er búið að vera geggjað veður hérna síðustu tvo daga. Í gær ákvað ég að hjóla í nýja Nettó-búð í von um að finna meira úrval en gengur og gerist í þeim búðum sem ég hef farið í. Það tók svona u.þ.b. 20 mínútur að hjóla en þegar ég kom í búðina fattaði ég að ég var ekki með neinn pening á mér svo ég þurfti að hjóla í auka 20 mínútur í leita að hraðbanka. Það var samt allt í lagi af því það var bara sól og blíða.

Annars er allt komið á fullt í skólanum; skiladæmi í hverju einasta fagi í hverri einustu viku og svo stór hönnunarverkefni í þeim öllum líka. Er einmitt að fara heim núna að lesa fyrir Air Pollution Control Engineering fyrirlestur á morgun og gera silljón billjón skiladæmi...

Egill er svo búinn að setja konsertinn sinn á heimasíðuna sína og bíð ég óþreyjufull eftir að hafa tíma til að hlusta á hann í ró og næði.

16.2.04

Allir Íslendingar hérna í Kaupmannahöfn eru á nálum út af morðmálinu fyrir austan heima. Mér finnst þetta rosalega óhuggulegt - ekki eitthvað sem á að gerast á Íslandi, frekar í einhverju mafíulandi...

13.2.04

Síðustu dagar eru aldeilis búnir að vera viðburðarríkir. Lindi ákvað í skyndi að koma viku fyrr út en hann hafði planað svo í gær fór ég að sækja hann út á flugvöll. Þó nokkur spenna var í mér en þar sem ég kom svona korteri áður en vélin átti að lenda (var ekki alveg með á hreinu hvað það tæki langan tíma að komast út á Kastrup með lest) plantaði ég mér á Café Select sem er með svona glergluggum þar sem hægt er að sjá inn í komusalinn.

Þar var Edda ekki lengi í paradís af því að einungis örfáum mínútum eftir að ég settist niður lenti vél frá einhverju Arabalandi og skyndilega var ég umkringd Aröbum sem voru að taka á móti ættingjum sem virtust vera að flytja til landsins. Mér hætti alveg að lítast á blikuna þegar um 50 arabar voru farnir að troðast fram fyrir mig - allir háskælandi, jafnt karlar sem konur, með myndavélar á lofti gargandi eitthvað óskiljanlegt til komufólksins hinu megin við glerið. Sífellst fleiri bættust í hópinn og fólkið þreyttist sko ekki á því að veifa hvoru öðru. Á endanum (eftir u.þ.b. hálftíma og þá voru arabarnir sko enn að) gafst ég upp á troðningnum og plantaði mér bara fyrir utan komuhliðið...

Annars virðast mér vera ansi harðar vinnudeilur í gangi hérna í Danmörku um þessar mundir. Í gær voru allir strætóbílstjórar í verkfalli svo engir strætóar keyrðu og ég gat þ.a.l. ekki farið upp í skóla að gera skilaverkefni sem þurfti að gera á netinu. Í morgun var ég ansi hrædd um að verkfallið væri enn í gangi en sem betur fer keyra strætóar í mínum bæjarhelmingi þó þeir gangi ekki í miðbænum. Fólkið sem ég bý hjá sagðist svo halda að enn fleiri verkfallsdagar myndu vera í næstu viku... Svaka stuð. Annars óska ég ykkur öllum góðrar helgar.

Over & Out!

10.2.04

Það er neyðarástand í ískápnum mínum þessa dagana - það er bara ekkert í honum. Er að fara að hjóla út í búð að versla svo það eru bjartari tímar fyrir höndum. Er annars búin að fá læknatryggingu svo ég get farið til tannlæknis að laga fyllinguna sem datt úr um daginn. Jeij.

9.2.04

Þorrablótið
Það var rosa stuð á þorrablótinu - reyndar byrjaði dagurinn ekkert voðalega vel því þegar ég var nýbúin að hitta Kristínu og Sindra á Strikinu fattaði ég að ég hafði gleymt miðunum okkar á þorrablótið heima svo ég þurfti að dröslast í lest alla leiðina til baka og aftur í bæinn. Samt skárra að fatta það svona snemma heldur en seint...

Við höfðum svo planað að fá að fara heim til Júllu að skipta um föt og ætluðum eftir því að fara í smá fyrirpartý. Það plan gekk hins vegar ekki upp þar sem mér tókst að villast svo illilega að ég endaði við konunglega bókasafnið á Amager en ekki við Vesterport... Greyið Kristín og Sindri treystu mér í blindni... það er nokkuð ljóst að ég þarf að leggjast yfir kort af Kaupmannahöfn áður en ég fæ fleiri gesti - þetta var frekar pínlegt. Við enduðum amk á því að taka bara leigubíl beint í partýið og fengum að skipta um föt þar.

Þorrablótið var haldið í einhvers konar hesthúsi við Christianiu og það var alveg ískalt þar inni (amk okkar megin í salnum af því að þar voru engir hitablásarar). Við vorum öll mjög ánægð með að hafa ákveðið að vera ekkert alltof fín heldur sæmilega vel búin svo okkur varð ekkert rosalega kalt. Hins vegar var þó nokkuð um konur í mini-pilsum, hlírabolum og Gala-kjólum og ég öfundaði þær sko ekki.

En þrátt fyrir kulda var alveg rífandi stemning á blótinu. Það var sungið og dansað og svo tóku Skítamórall lagið. Sindri tók sjálfskipað hlutverk sitt sem ljósmyndari Séð og heyrt mjög alvarlega og tók myndir af fræga fólkinu í hrönnum :0) Ég er búin að bomba inn myndum af þorrablótinu. Endilega kíkið á þær.

Núna tekur við massív lærdómsvika - ætla að reyna að byrja að rúlla þessu Matlab verkefni upp.

6.2.04

Þorrablót
Á morgun er þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn og ég hlakka mikið til. Ég ætla að hitta Kristínu og Sindra á Strikinu um hádegisleytið og hlakka ég mikið til að hitta kunnugleg andlit. Um kvöldð halda strákarnir í Skítamóral svo uppi stemningunni...

Það er víst búið að setja fyrir stóra forritunar-varmaflutningsfræðiverkefnið og ég kvíði rosalega fyrir því að gera það alein. Forritun í Matlab er ekki mín sterkasta hlið og ég tala nú ekki um varmaflutningsfræðina... Sem betur fer eru Eyja & Fjóla búnar að aumka sig yfir mig og leyfa mér að leita til þeirra ef allt þrýtur...

5.2.04

Mér var loksins kennt á þvottavélina heima í morgun svo ég gat farið að þvo þvott. Það hefði sko ekki mátt vera mikið seinna þar sem ég átti bara eftir einar hreinar buxur, einar hreinar nærbuxur og eitthvað örítið af bolum. Ég henti því í eina vél í morgun og er nú á leið heim til að koma annarri af stað.

Í dag er þetta líka fína vorveður hérna og ég ákvað af því tilefni að fara úr vetrarfötunum sem ég hef ekki skilið við mig frá því ég kom og demba mér frekar í sumarjakkann minn. Því hefði ég betur sleppt því ég gleymdi víst að taka strætókortið mitt úr vetrarúlpunni, fattaði það ekki fyrr en ég var komin inn í strætóinn svo ég þarf bara að borga fyrir strætóferð fram og til baka úr skólanum í dag sem er frekar súrt.

Í kvöld er ég á leiðinni í bíó á "Lost in translation" en núna ætla ég að fara heim að borða afganga af spaghettíinu mínu frá því í gær. Mmmm, ég elska afganga...

4.2.04

Í dag var mótvindur úr öllum áttum og því ekki gaman að hjóla. Á tímabili fannst mér ég standa í stað sama hversu mikið ég reyndi á mig og fór það afskaplega mikið í taugarnar á mér

Er búin að rembast við varmaflutningsfræðina frekar lengi núna og þar sem ég skildi ekki baun í bala í einu né neinu ákvað ég að byrja á bókinni frá byrjun aftur - það er svona að sleppa því að læra í 2 vikur... maður gleymir öllu.

Ætla að reyna að komast á dönskunámskeið fyrir fólk sem er sæmilega talandi á dönsku. Þetta er kvöldnámskeið sem er kennt tvisvar í viku. Þar vonast ég til að læra eitthvað um danska sögu og menningu um leið og ég bæti dönskuna mína =)

3.2.04

Stundvísi
Fyrsti skóladagurinn var í dag og ekki byrjaði hann vel. Stillti vekjaraklukkuna klukkan 6:10 til að geta verið mætt korter fyrir átta í skólann því ég vissi ekki hvar byggingin var sem ég átti að mæta í (svæðið hérna er svolítið stærra en HÍ-svæðið). Eftir nokkuð labb fann ég bygginguna og var sest inn í skólastofu örfáar mínútur fyrir átta - mjög ánægð með sjálfa mig þar sem mikið hafði verið hamrað á að mæta stundvíslega þar sem Danir mættu alltaf á slaginu.

Þá byrjuðu mínúturnar hins vegar að tifa og tifa og aldrei mætti neinn kennari. Eftir korter hefðu sko allir verið farnir heima á Íslandi en þannig var það ekki með Danina því þeir sátu sem fastast. Ekki vildi ég skera mig úr hópnum og ganga út þannig að ég gerði bara það sama. Þegar klukkan var að verða hálfníu mætti hins vegar kennarinn og var frekar hissa á hversu stundvíslega allir voru mættir þar sem tíminn á víst ekki að byrja fyrr en hálfníu (hafði farið fram hjá mér og eflaust öllum hinum útlendingunum). Danirnir vissu hins vegar vel að þessu - voru bara svona rosalega stundvísir. Við þetta vaknaði spurningin hvers tilgangurinn sé eiginlega með því að mæta viljandi meira en hálftíma of snemma - bara til að hanga. Fyrr má nú vera stundvísin.

2.2.04

Úff, ég var án netsambands alla helgina og var það frekar skrýtið. Er að mana mig upp í að byrja að læra varmaflutningsfræði en mér til mikillar gleði eru víst engin skiladæmi þessa vikuna.

Er búin að vera frekar upptekin síðustu daga. Á föstudag var helgjarinnar skiptinemapartý í DTU. Þar var mikið fjör þangað til kom að því að halda heim á leið því þá kom í ljós að engir næturstrætóar ganga héðan. Ég var hins vegar svo heppin að ná leigubíl eftir u.þ.b. hálftíma labb en sama gilti ekki um alla og enduðu sumir á því að gista í skólanum.

Á laugardaginn fór ég og fjárfesti í 3 miðum (fyrir mig, Kristínu & Sindra) á þorrablót Íslendingafélagsins í Köben sem verður haldið með pompi og prakt næsta laugardag og hlakka ég mikið til. Laugardagskvöldinu eyddi ég heima með danksa kapalsjónvarpinu mínu og var það alveg hreint ágætt eftir mjög svo erilsama viku.

Fór á kínverkan veitingastað í gær þar sem boðið var upp á hlaðborð og er alveg pottþétt að ég fer þangað aftur.

Snjórinn er farinn og hvað haldiði að hafi leynst undir honum annað en sumargrænt gras. Það kom mér frekar mikið á óvart en gróðurinn er víst grænn hérna allt árið skv. fólkinu sem ég leigi hjá.

Bið að heilsa ykkur öllum í bili.
P.S. er búin að bomba inn 3 nýjum myndaseríum inn á myndasíðuna fyrir áhugasama. Þar má sjá myndir af húsnæðinu mínu, skólasvæðinu og einhverjar myndir frá kynningarvikunni.