!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
28.4.06

Afstæð fegurð
Ég var djúpt sokkin í lestur um Fourier-ummyndanir í gær þegar það rifjaðist skyndilega upp fyrir mér að jafnan



þykir fegursta jafna stærðfræðinnar*. Ástæða þess ku vera sú að hún inniheldur allar merkilegustu og mikilfenglegustu tölur fræðigreinarinnar. Dæmi svo hver fyrir sig ...

*Heimild: Reynir Axelsson sem kenndi mér Stærðfræðigreiningu II og III forðum daga

27.4.06

Mikið hrikalega er próflestur leiðinlegur. Að vanda fékk ég líka glataða próftöflu:

5. maí: Environmental Geochemistry
6. maí: Stærðfræðigreining IVB

Næstu dagar munu því fara í samhliða lærdóm fyrir prófin tvö. Vúhú...

24.4.06

Hvernig stendur á því að jólasnjórinn fellur 24. apríl en rauð jól eru árlegt brauð? Spurning hvort exbé taki ekki að sér að lofa bragarbót á þessu. Kosningaloforð um jólasnjó í desember myndi sóma sér vel í loforðasúpu þeirra fyrir komandi sveitastjórnakosningar.

20.4.06

Sumar í þrívídd
Margt hefur drifið á daga mína frá síðustu færslu og trónir kvartaldarafmæli mitt þar á toppnum. Páksarnir komu og fóru með Rís-eggi. Sumarið er líka loksins komið sem er vel því að ég er komin með nóg af roki og snjúfjúki. Gott er að vita til þess að svoleiðis sviptingar þurfa nú að bíða til næsta vetrar.

Ég hyggst fagna sumrinu með sérstæðum hætti þetta árið: tölta upp í skóla og sækja þrívíddargleraugun mín. Gleraugun nota ég svo til að skoða þvívíðar kristallamyndir. Það getur verið erfiðleikum háð að skoða þrívíðar myndir á tvívíðum tölvuskjá og þá er gott að grípa til gleraugnanna góðu.

5.4.06

Haldiði að eðalbandið Take That sé ekki bara á leiðinni að taka upp nýja plötu. Nú hljóta yngismeyjar um alla Evrópu að gleðjast. Ég er a.m.k. í skýjunum enda hafa undanfarin tíu ár verið ansi mögur ... svona tónlistarlega séð ;o)

4.4.06

Nördið ég
Fyrr í kvöld valdi ég nokkur námskeið sem ég hef áhuga á að taka í doktorsnáminu sem ég byrja í næsta haust. Námskeiðislistinn leit svona út:

Numerical Modeling of Environmental Flows
Subsurface Nuclear Technology
Chemical Kinetics in Reactive Flow eða Environmental Chemical Kinetics (gat ekki valið á milli)

Þegar ég leit yfir listann gerði ég mér grein fyrir því að ég er nörd. Best að kaupa flösusjampó og þykkari gleraugu á morgun.