!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
30.4.02

Dísös !!!!
Áðan var ég í efnagreiningarprófi og það er svosem ekkert merkilegt við það, annað en að manneskjan sem sat fyrir aftan mig var svo nálægt því að gera mig geðveika að ég á bara ekki orð til að lýsa því. Hún var smjattandi á tyggjói allan tíman, svo var hún með kvef og saug þess vegna upp í nefið af áfergju svo að það glumdi í stofuni og inn á milli soganna þá ræskti hún sig eins og gamall kall !!! Ekki nóg með þetta heldur var hún étandi allan tímann líka, var alltaf að opna nammibréf og lét ábyggilega skrjáfa eins mikið í þeim og hún gat. Ekki skil ég hvernig hún hafði svona mikinn tíma til að næra sig þar sem prófið var geðveikt langt og ég var t.d. að allan tímann.
Mér finnst þetta afar undarlegt próftækni hjá beljunni, í stað þess að sýna fram á eigin þekkingu þá var hún svo pirrandi að hún sló aðra nemendur út af laginu og hækkaði sjálfa sig þannig hlutfallslega í einkunn....
Ég myndi sko aldrei gera svona en mér finnst þetta dæmigert af hjúkku eða matvælafræðinema !!! ..... samt ekkert illa meint sko.
Núna ætla ég að leggja mig smá áður en ég fer að læra lík og töl.

29.4.02

Nú er orðið ljóst að ég fer til Danmerkur á næstunni, líklega eftir fjórar vikur. Við Dagný ætlum að fara út yfir helgi og flakka dönsku genunum okkar.... manni gefst nebblega ekki alltaf tækifæri til þess hérna á Fróni. Annars er ég úrvinda eftir að hafa verið að læra nærri sleitulaust í 10 klukkutíma svo ég er bara farin í háttinn.

Ég rakst samt á dáldið sniðugt rétt í þessu.... ef þú ert eitthvað óörugg(ur) með sjálfa(n) þig þá er bara um að gera að skella mynd af þér hingað og láta aðra dæma um "hversu hot þú ert". Það er sko bókað Kani sem hefur fattað upp á þessu !!!

28.4.02

Þá er maður bara byrjaður á að læra fyrir næsta próf sem er einmitt efnagreining. Í tilefni þess gáði ég hvaða hundategund ég er og niðurstaðan varð:

No bones about it, you're the Adonis of all dogs — a Great Dane. Your perfect mix of brains and brawn wins you legions of fans wherever you go. Just snap your fingers and the crowd comes running.

Reyndar ætlaði ég frekar að taka "The ultimate IQ-test" sem virkar mjög áhugavert, en það var sko allavegana 8 síður af flóknum þrautum svo ég ætla að geyma það þangað til í sumar þegar ég hef lítið annað að gera í vinnunni en að hanga á netinu ...
Síðan er ég farin að hafa áhyggjur af honum Hauki litla, hann er eitthað orðinn svo viðkvæmur og fúll á móti upp á síðkastið...... ætli hann sé hættur að gefa sér tíma til að losa í þessu prófastússi ??? Eitthvað virðist allavegana vera að angra hann ...

27.4.02

Ég vil bara segja að mér finnst leikurinn hans Egils vera alveg eðal og ég vil sko vera memm í honum, ég held bara að ég hafi ekki verið í jafn skemmtilegum leik síðan ég lék mér í Barbie í þá gömlu góðu....
Ég hvet alla alveg eindreigið til að joina okkur í þessum leik gleðinnar og bendi á að allt virkilega flotta og fallega fólkið spilar leikinn af miklum móð !!!

Í tilefni þess að ég þarf ekki að læra stærðfræðigreiningu fyrr en næsta haust tók ég survivor prófið. Ef ég tæki þátt í survivor þá myndi "my strategy" vera:

If you've got it, flaunt it. Better yet, use it to get what you want. Your Survivor Strategy is to be the The Seducer. It may seem a little underhanded to use your good looks and hot body to your advantage, but this isn't summer camp.

Frekar fyndið...... eins og ég þurfi eitthvað að beita líkama mínum til þess að komast áfram... Hnuss !!!

Stærðfræðigreiningarprófinu er nú lokið og "einuningis" fjögur próf eftir. Yessssss

25.4.02

Áðan rölti ég upp í 10 -11 upp á von og óvon því ég ætlaði að endurnýja Diet Coke birgðir mínar en það hafði einmitt ekki verið til þar undanfarna daga. Mér til ómældrar ánægju var það komið aftur upp í hillu svo ég valhoppaði glöð í bragði heim á leið enda sá ég fram á afkastamikinn seinnipart með allt þetta koffín í farteskinu.

Gleðilegt sumar öllsömul :o)
Núna er sumarið opinberlega komið þó að það hafi greinilega eitthvað farið fyrir ofan garð og neðan hjá veðurguðunum. Ég er bara nokkuð ánægð með það þar sem ég nenni frekar að hanga inni að læra allan daginn ef veðrið er vont úti.
Í mogganum í dag má svo sjá umfjöllun um nýjustu Star Wars myndina, en hún verður einmitt frumsýnd í lok maí. Ég hlakka mikið til að sjá hana, sérstaklega í ljósi þess að hún á ekki að vera eins og síðasta mynd heldur mun líkari þeim gömlu. Síðan er ég mjög ánægð með að George Lucas hafi loksins áttað sig á því að sprellifígúra eins og Jarjar Binks á ekki heima í star wars og mun hann víst ekki koma meira við sögu...... yessss.
Gangi ykkur vel að læra dúllurnar mínar.

24.4.02

Jæja minn kæri Egill....... Í þetta skiptið gekkstu of langt !!! Að þú skulir hafa vogað þér að setja þessa vibbaálamynd á síðuna þína og ekki einu sinni vara fólk við að þarna sé ofvaxinn áll á ferð !!! Mér finnst þetta vera hin mesta hneisa. Ef ég fell í greiningu þá er það þín sök af því að nú á ég ekki eftir að geta einbeitt mér næstu daga og hvað þá sofið.

Bíddu bara.....þegar þig síst grunar þá mun ég hefna mín rækilega, gimpið þitt.

Spurning dagsins er: Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður ??

Svo fylgja nokkur próf, held að ég sé að verða svona prófamaniac....






Which Rocky character are you?


Svo ætlaði ég að gá hvaða star wars persóna ég væri...en prófið var bilað.

Nennti ekki að læra meira svo ég tók bara nokkur próf...

You are Fozzie!
Wokka Wokka! You love to make lame jokes. Your sense of humor might be a bit off, but you're a great friend and can always be counted on.
.


Svo var ég Monica í Friends prófinu, veit ekkert hvort það er nokkuð neitt voðalega gott....
Eitt er samt ábyggilega víst, ég er ekki með þessa þrifnaðaráráttu hennar....kannski keppnisskapið samt.....veit ekki
Áran mín er græn á litin, sem á víst að vera nokkuð gott....nenni ekki að skrifa allan textann, áhugasamir geta spurt mig í eigin persónu.
Að lokum vil ég svo endilega nefna að "my theme song" er: I will survive, sem er alveg geðveikt kúl því það er eitt af bestu lögum allra tíma...
En núna er kominn háttatími.

23.4.02

Ég á fokking bágt.... ég er lúser allra lúsera í að teikna ferla í þrívídd !!! Hvaða hálfviti fattaði upp á því "snjallræði" að teikna í þrívídd á tvívítt blað ?!? Allar ráðleggingar eru vel þegnar, og auðvitað líka hvers kyns hughreystingar og hrós....

Hékk uppi í skóla eftir hádegi að bíða eftir lík og töl dæmatíma sem átti að vera klukkan fjögur en féll víst niður....hefði verið betra ef sumir hefðu verið svo almennilegir að láta mig vita af því þar sem allir aðrir virtust hafa frétt það !!! Ég hefði sko getað varið tímanum mun betur hérna heima að læra fyrir greiningu.

22.4.02

Ég vildi óska að ég væri masókisti sem fengi geðveikt mikið út úr því að sitja ein inni í herbergi og lesa um söðulpunkta, lagrange margfaldara, laplace og og fleiri ógeðslega leiðinlega hluti á meðan það er þvílíkt gott veður úti og útsölur í fullt af búðum !!!

Mér finnst nú lágmarkstillitssemi af fólki að vera búið að blogga eitthvað af viti þegar maður ákveður að taka sér pásu og hanga á netinu í smástund !!! Maður á alltaf að hugsa um náungann, það segir mamma mín alltaf að minnsta kosti ...

Þá er víst liðinn enn einn dagur af þessu ömurlega lífi manns...ég verð nú samt að viðurkenna að dagurinn í dag byrjaði ekki vel !! Ég vaknaði nebblega við fuglasöng dauðans klukkan fimm í morgun og var geðveikt lengi að sofna aftur sem leiddi til þess að ég gat ekki vaknað klukkan níu eins og ég hafði ætlað mér, heldur skreið ég fram úr klukkan hálfellefu !!! Annarri eins leti hef ég bara ekki lent í. Það hlýtur að vera hræðilegt að vera eins og Egill og vera alltaf í þessum fíling...
Ég verð nú samt að segja að Haukur kemur bara sífellt á óvart....ekki vissi ég að hann væri svona gott skáld. Það er kannski ekki svo slæm hugmynd að hann reyni að fá verk sín gefin út fyrir næstu jól, þá fær hann smá auka pening og getur keypt flottar jólagjafir handa okkur öllum (samt flottustu handa mér sko) !!! Mér finnst allavegana að hann eigi að finna annan vettvang fyrir skáldskapinn heldur en sóðasíðuna hans Egils, mér finnst það ekki sæma þessum djúpu og tilfinningaríku ljóðum að birtast þar......það gæti nebblega leitt til misskilnings.
Núna ætla ég að fara að fá mér eitthvað í gogginn og massa svo greiningu eitthvað fram á kvöld, með smá world class pásu inn á milli samt. Adios Amigos.

21.4.02

Jæja, þetta verður víst ekki flúið lengur......er byrjuð að læra greiningu !!! Get ekki sagt að það sé neitt voðalega skemmtilegt en ég hughreysti mig stöðugt við að eftir þrjár vikur verður sumarfríið komið !!!
Já og svo tók ég prófin fyrir Viktoríu....útkoman varð...


Who's your Fellowship fella?

Tall, dark, and RUGGEDLY handsome!




What Condom Are You?


Ótrúleg tilviljun, ekki satt ???

17.4.02

Rétt í þessu lenti ég í miður skemmtilegri lífsreynslu....
Þannig er mál með vexti að ég á að mæta í efnafræði í dag og þar sem eðlisfræðin er búin var ég í eyðu á undan efnafræðitímanum. Til að nýta hann ákvað ég að fara niður í vinnu til pabba og ljósrita eitthvað dót sem mig vantaði. Það gekk bara vel og tók stutta stund. Svo þurfti ég að labba aftur upp í skóla og ekkert með það enda var bara búið að vera nokkuð gott veður í dag. En um leið og ég gekk út úr húsinu þar sem pabbi vinnur hófst pínan !!! Það byrjaði náttúrulega strax að rigna og ég var í sumarjakkanum mínum og ekkert spes búin. Svo þegar ég labbaði fram hjá Alþingishúsinu reyndi eitthvað fífl að bakka beint á mig og mér rétt tókst að stökkva í burtu. Síðan þegar ég var að labba Suðurgötuna þá keyrði strætó fram hjá mér og beint ofan í poll þannig að það frussaðist geðveikt á mig og ég hefði sko getað lamið bílstjórann í bræðiskasti !!! Ég ætla sko aldrei aftur að labba neitt og bókað ekki að taka strætó !!!

15.4.02

Já hérna hér....maður er bara svívirtur hægri vinstri í dag !! Hvers á ég eiginlega að gjalda ? Ég er búin að vera að læra í allan dag og ákvað svo að taka mér pásu og tékka hvort einhver væri búinn að blogga ...... hefði samt betur sleppt því !!! Egill bara getur ekki hætt að bögga mig á áladótinu og Haukur gerði bara grín að blogginu mínu frá því í morgun. Það er nokkuð ljóst að myndin af Hauki fær ekki lengur að vera á náttborðinu mínu heldur fer hún beinustu leið ofan í skúffu ef ekki bara á haugana og ef ég eignast einhvern tíman mynd af Agli mun hún fara sömu leið, skepnurnar ykkar !!!
En ég var líka að lesa dálítið ógeðslegt á mbl.is.... það á víst að fara að búa til kók með vanillubragði á næstunni !!! Oj bara, af hverju skyldi nokkru mannsbarni detta annar eins vibbi í hug ?? Þetta kemur sér kannski vel fyrir langt leidda kókista, þeir þurfa ábyggilega ekki annað en að drekka einn sopa af þessu vanillusulli til að missa alla löngun í kók það sem eftir er !!

Jæja.... ég var að lesa nokkurra daga gamalt blogg hjá Viktoríu og þar minnist hún á gjöf handa Sigga sem hún, Egill og Haukur voru að fixa. Ég veit nú samt ekki betur en ég hafi tekið fullan þátt í að gera gjöfina og krefst skýringa á því afhverju mínu nafni er bara alveg sleppt úr upptalningunni !! Ég verð nú bara að segja að lífið er allt annað en smákaka þegar manns eigin vinkona er farin að gleyma manni !!!

Úfffff maður !!!
Nýkomin af Blade II og hún var bara nokkuð góð. Reyndar voru þessi afbrigði af vampírum ekkert alltof geðsleg og þá sérstaklega ekki munnurinn á þeim. Að öllu jöfnu líður mér ekkert alltof vel á svona hryllings slash spennumyndum og mér til enn meira vanlíðunar nú áðan voru sumir svo vinsamlegir að benda mér á að fálmararnir í kjaftinum á stökkbreyttu vampírunum voru alveg eins og álar og aðrir bara gátu ekki hætt að benda mér á það í kjölfarið..... Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er að fyrir stuttu síðan var ég svo vitlaus að deila því með þessum svo kölluðu vinum að mér er ekkert alltof vel við ála og núna geta þau bara ekki hætt að stríða mér !! Þetta finnst mér þeim til háborinnar skammar, aldrei myndi ég leggjast svo lágt að gera grín að tilfinningum annarra !!! Þið fáið þess vegna aldrei aftur að skyggnast inn í mitt sálarlíf heldur mun ég halda því út af fyrir mig það sem eftir er. Góða nótt.

13.4.02

Til hamingju með afmælið Siggi !!!!
Það hefur bara svo til ekkert spennandi gerst síðustu daga, maður situr bara eins og aumingi alla daga að reyna að pína sig áfram í lærdómnum. En í dag eru einmitt akkurat 4 vikur í sumarfrí, sem betur fer. Hver veit nema eitthvað skemmtilegt verði gert í kvöld, það er undir afmælisbarninu komið. Annars er ég að pæla í að massa lík og töl í dag og á morgun, yesss maður !!
Svo vil ég líka senda Agli baráttukveðjur í veikindum hans, en greyið þurfti að fara í jaxlatöku í gær. Bara svo að þú vitir það Egill, þá ertu ekki bara líkami í okkar augum svo þó að þú bólgnir og verðir eins og hamstur í framan þá munum við ennþá elska þig !!

11.4.02

Mig langar bara að þakka öllum þeim sem mundu eftir afmælinu mínu (sem var í gær)......Þeir sem ekki mundu eftir því skulu vara sig !!!
Í tilefni dagsins var farið í bláa lónið og það var alveg eðal. Já og svo fékk ég náttla þvílíkt góða afmælisgjöf, moulin rouge sem er snilldarmynd en rúsínan í pylsuendanum og óumdeilanlega ein besta gjöf sem ég hef fengið var auðvitað myndin af Hauki. Ég er búin að koma henni fyrir á náttborðinu mínu, þannig að ef ég verð einhvern tímann einmana á köldum vetrarnóttum, þá get ég alltaf treyst á að hún muni ylja mér um hjartarætur. Það er orðið nokkuð ljóst að gjöfin hans Hauks þarf að kosta meira en 15.000 til að toppa þetta !!!!!

8.4.02

Vil bara láta alla vita af nýjustu uppgötvun minni: Egill er tilfinningalaus skepna sem lætur sig sko tilfinningar viðkvæmra sála ekkert varða heldur gerir hispurslaust grín að þeim. Þér mun hefnast fyrir þetta í næsta lífi......og ef ekki, mun ég hvort eð er ná mér niðri á þér á næstunni !!!

Það gleður mitt litla hjarta að einhver skuli hafa munað eftir afmælinu mínu og ég biðst innilegrar afsökunar á að hafa gleymt 20 og 1/2 árs afmælinu hans Hauks. Ég vil nú samt minna hann á að ég óskaði honum til hamingju með það einungis einum degi of seint (og ég leyfi mér að efast um að margir hafi verið fyrri til) og ég er ennþá að fleita að hinni fullkomnu afmælisgjöf.......það er dálítið erfitt þar sem hún má víst ekki kosta undir 15.000 krónum og fjárhagur minn er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir þessa dagana..... ætli ég endi bara ekki með að þurfa að selja mig til að geta keypt hana ?!? Síðan er auðvitað hugmynd að við Haukur komumst bara að samkomulagi um að hann kaupi mig í einhvern tíma sem er 15.000 kr virði og þannig værum við orðin kvitt..........
Í morgun kláraði ég svo verklega efnagreiningu sem er alveg eðal því nú þarf ég ekki að mæta aftur á mánudegi í skólann fyrr en bara næsta haust. Svo fékk ég líka 1700 kr af glertryggingunni endurgreiddar, fokkings fíflin tóku af mér 300 kr fyrir að hafa brotið eitt glas og týnt öðru......hvert er heimurinn eiginlega að fara ???
Svo lenti ég í alveg þvílíkt niðurdrepandi atviki á leiðinni heim: Ég ákvað að koma við í 10-11 og kaupa mér kók til að geta lært eitthvað í dag og þá kemur svona heyrnalaus maður og reynir að selja mér happdrættismiða, ég þurti auðvitað að segja nei þar sem ég á ekki mikinn pening (og þeir litlu sem ég á fara í afmælisgjöfina handa Hauki) en mér finnst bara svo leiðinlegt að neita fötluðu fólki að kaupa af þeim happdrættismiða, mér líður alltaf eins og verstu belju þá (vil samt taka fram að ég er engin belja). Þannig að ég ákvað að um leið og ég verð orðin rík ætla ég alltaf að kaupa happdrættismiða af fötluðu fólki !!!

7.4.02

Obbobobb !!!
Það virðast allir vera svo lurkum lamdir eftir páskafríið að þeir bara orka ekki að setjast við tölvuna og blogga smá..... þetta er nú meiri endemis letin í fólki. En talandi um leti þá fékk ég eftirfarandi málshátt í páskaegginu mínu: "Ástsæll er ólatur maður". Mér finnst þessi málsháttur orka nokkuð tvímælis en hann á samt nokkuð vel við mig þar sem ég get ekki talist löt (minni aftur á að ég fékk einungis 24% leti í gamla góða prófinu). Ég fór samt að velta fyrir mér hvað orðið ástsæll þýðir, er það svona eins og hamingjusamur eða kannski bara höstler ?? Ég vona bara að bæði sé rétt þar sem nú eru prófin á næsta leiti og maður er nú allt annað en latur þá svo að ég á greinilega von á höstli og hamingju eftir prófin......kannski eru þau ekki svo slæm eftir allt saman. En núna ætla ég að sökkva mér á kaf í efnafræðina, Júhúúú.
P.S. Mig langar að lokum að óska Magga góðrar ferðar og skemmtunar úti á Spáni :o)

3.4.02

Jæja, nú er þögninni lokið og því miður fríinu líka. Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekkert svakalega dugleg að blogga yfir páskana en hins vegar var ég mjög dugleg við ýmsa aðra hluti, lesendur geta fyllt í eyðurnar.... Mér til málsbóta get ég þó bent á að flestir voru í sama fíling og ég og þess vegna finnst mér enginn skaði skeður. En allavegna þá er skólinn byrjaður aftur og það eru einungis 3 og hálf vika í próf sem er ekkert voðalega gaman en á móti er óðum að styttast í sumarfríið.....YESSS !!! Ég hef á tilfinningunni að sumarið eigi eftir að vera alveg geðveikt skemmtilegt og ég bara get ekki beðið þangað til að þessi eilífi lærdómur hættir í meira en 3 mánuði !!!!
Hef ekkert annað merkilegt að segja í bili. Vil þó minna fólk á að afmælið mitt er á næsta leyti (nánar: næsta þriðjudag) svo að nú fer hver að verða síðastur að kaupa handa mér afmælisgjöf. Ekkert úr ótrúlegu búðinni takk fyrir.