!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
14.12.03

Nohh, það er bara búið að handsama Saddam... það hlaut að koma að því að Bandaríkjamönnum tækist að ljúka við einhver af þessum ætlunarverkum sínum. Reyndar voru það Kúrdar sem bentu Bandaríkjaher á hvar Saddam væri - go Kúrdar !

13.12.03

Skeit feitt á mig í straumfræðiprófinu ...
Er núna að læra undir hagverkfræði sem er án efa með leiðinlegri fögum sem ég hef þurft að taka í háskólanum. Fór áðan út í sjoppu og keypti mér bland í poka á 50% afslætti til að gera lesefnið þolanlegra. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema af þeim sökum að einn lakkríspeningur sem ég keypti var nákvæmlega eins á bragðið og gasið sem maður fær í gegnum grímu þegar maður er svæfður fyrir aðgerðir. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og henti lakkríspeningum beinustu leið í ruslið því ekki vildi ég hætta á að sofna ofan í hagverkfræðina mína. Annars fer ég í jólafrí næsta miðvikudag, nú þegar er ég búin að plana fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn... Sem sagt mikið grín og gaman framundan :0)

9.12.03

Núna eru 16 og 1/2 tími í straumfræðiprófið. Ósköp verð ég fegin þegar það verður búið þó ég stórefist um að ég eigi eftir að láta ljós mitt skína.

3.12.03

Jeij. Það er búið að skrá mig í geggjað spennandi kúrsa í DTU - tek einn um mengunir og hönnun á mengunarvörnum og tvo um pjúra efnaverkfræði. Þetta eru allt verklegir kúrsar svo það verður mikið grín og gaman í skýrsluvinnu. Er svo að spá í að taka einn danskan menningarkúrs ef það er boðið upp á það - svona til að kynnast danskri menningu frá öðru sjónarhorni en bjórnum...
Prófið nálgast óðfluga og þykir mér það miður, einkum í ljósi þess hvað ég er fokked í straumfræði. Gangi ykkur vel lömbin mín.