Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
30.7.04
Varúð: Eftirfarandi pistill er í alvarlegri kantinum svona rétt fyrir mestu skemmtanahelgi ársins. Viðkvæmir djammarar ættu því að geyma lestur hans þangað til eftir helgi. Ég sá í einhverju dagblaðann í gær að nýbúið er að dæma einstæða móður í hálfs árs fangelsi fyrir að stela fatnaði, að andvirði ca. 10 þús. króna, fyrir litla barnið sitt. Hún mun því sitja af sér um 1500 krónur á mánuði. Ég er nú ekki beint fylgjandi þjófnaði eða neitt þannig en mér finnst þetta nú dálítið harkalegur dómur - kommon eru ekki barnaníðingar að fá svipaða dóma ?!?... Miðað við þennan dóm hefði hinn alræmdi aðalgjaldkeri Símans átt að fá nokkra ævilanga fangelsisdóma en í staðinn fær hann að sitja af sér meira en 10 milljónir á mánuði. Þá er það bara stóra spurningin: Hvernig stendur á svona hrikalega misvísandi dómum? Þykir dómurum landsins virkilega jafnslæmt að stela fötum á litla barnið sitt og að misnota það??? Fokk 'ðat sko. Þetta afturhaldssama dómskerfi sem við búum við fer alveg endalaust mikið í taugarnar á mér.
20.7.04
Runnið hefur á mig gríðarlegt víðáttubrjálæði. Ástæðan er að ég er flutt tímabundið heim í Búland aftur á meðan mamma og pabbi eru í útlöndum. Skyndilega get ég valið um að sofa í 4 herbergjum, horft á sjónvarp á jafnmörgum stöðum og slegið upp útihátíð í garðinum. Ekki alveg það sem maður er búinn að venjast á Stúdentagörðum...
16.7.04
Muniði eftir gamla Prins-póló súkkulaðinu sem var í álbréfi? Mér fannst það sko miklu betra en nýja Prins-pólóið. Var að lesa á mogganum að nú eigi enn á ný að breyta því - vonandi stendur til að skipta aftur í gömlu uppskriftina. Mikið er svo gaman að það sé að koma helgi enn á ný.
15.7.04
Skuggaleg staðreynd Ég hef setið á skólabekk samfleytt í 17 ár og stefnir í fimm ára skólagöngu til viðbótar, eða samtals 23 ár af lærdómi. Ekki að það sé eitthvað slæmt - bara magnað hvað maður hefur hangið lengi yfir hvers kyns skruddum.
9.7.04
Eins og mörgum er eflaust kunnugt um þá vinn ég í nýjum höfuðstöðvum OR að Bæjarhálsi þetta sumarið (líkt og það síðasta). Litlu var til sparað við byggingu þeirra og er útkoman með miklum ágætum. Nú er svo reynt að hlúa að afkvæminu eins vel og hugsast getur, t.a.m. eru stólar ryksugaðir og þrifnir í hverri viku. Ég hef ekkert út á það að setja en hins vegar þykir mér lyktarfælnin sem ræður ríkjum hér frekar þreytandi. Á hverju einasta salerni hefur nefnilega verið komið fyrir einhvers konar sjálfvirkri ilmpumpu sem á u.þ.b. 5 mínútna fresti úðar afskaplega gervilegri og sterkri rósalykt yfir rýmið. Tilgangurinn er eflaust sá að koma í veg fyrir hvers kyns daunillan fnyk sem kemur fyrir að gjósi upp á salernum. Ég hef hins vegar ítrekað lent í því að lenda beint undir rósaúðanum og lykta eins og gervirósir það sem eftir líður dags. Ég er ekki alveg nógu sátt við það...
7.7.04
Í gærkvöldi hitti ég masters-hópinn minn í fyrsta skiptið. Það var mjög fínt en dálítið sláandi af því af 9 manna hóp er ég eina stelpan. Fram að þessu hef ég aldrei orðið sérstaklega vör við skort á stelpum í verkfræði og raunvísindum svo að þetta var dálítið skrýtið í fyrstu. Ég efast þó ekki um að ég eigi eftir að aðlagast þessum breyttu aðstæðum á lygilega skömmum tíma.
6.7.04
Nú er ákaflega undarlegu EM-móti lokið svo skyndilega hef ég algjörlega auðan tíma milli 7 og 9. Býst við að ég noti þann tíma til afslöppunar til að byrja með en eflaust nenni ég því ekki lengur en í u.þ.b. viku þar sem mér finnst ekkert gaman að eyða tíma í að afkasta engu. Eftir það hyggst ég demba mér í lestur tengdan meistaraverkefni mínu. Þess vegna skuluð þið ekki láta ykkur bregða, lömbin mín, þó að fljótlega byrji að dynja yfir ykkur alls kyns misgagnlegan og -skemmtilegan fróðleik er varðar vetni og nýtingu þess sem orkugjafa.
5.7.04
Mikið rosalega held ég að næsta áramótaskaup verði fyndið. Sama hvaða handritshöfundur verður fyrir valinu þá ætti honum að vera lífsins ómögulegt að klúðra því. Ég hefði aldrei trúað því að pólitík gæti leiðst út í aðra eins vitleysu og gerst hefur með hin margumræddu fjölmiðlalög sem allt í einu eru ekki lengur lög en verða það vonandi á miðvikudaginn aftur... Atburðarás síðustu vikna og mánuða líkist að mínu mati meira blöndu af grískri tragedíu og arfaslappri Adam Sandler mynd heldur en stjórnmálum. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst... Ég get a.m.k. ekki beðið eftir að sjá Skaupið!
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |