!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
31.5.04

Eg er komin med nog af proflestri. Mikid oskaplega hlakka eg til ad tessi oskøp klarist. Tad er buid ad aftengja tradlausa netid i byggingunni sem eg læri alltaf tvi tar ma vist mæta med fartølvur i prof - t.a.l. er miklu leidinlegra fyrir mig ad læra fyrir profin tvi eg kemst ekki a netid :0(

Anyhows, bara 5 dagar tangad til eg kem heim. Otrulega skrytid ad tetta se ad verda buid.

26.5.04

Prófið er búið. Er ekki alveg nógu sátt við frammistöðu mína - eyddi næstum því klukkutíma í að leita að villu í dæmi sem ég setti bandvitlaust upp af því að ég misskildi eitt danskt orð... Þegar loksins rann upp fyrir mér ljós hvurslags endemis sauður ég get verið var einungis korter eftir af próftíma - það var aðeins of lítið til að reikna þriðjung af prófinu á. Vonandi var þetta samt nægjanlega gott.

Nú er vika og einn dagur í næsta próf og þess vegna ætla ég að skella mér niður í bæ og hangsa þar í allan dag.

25.5.04

Sexfalt Sjitt
Sjitt. Of stutt í próf. Á eftir að læra alltof mikið. Varla búin að fara yfir nein dæmi. Sjitt sjitt sjitt sjitt. Best að hlaupa og kaupa kaffi. Afhverju tók ég ekki vindsæng með mér í skólann í morgunn - þá gæti ég verið hér í alla nótt og ekki eytt neinum tíma í strætóferðir fram og til baka. Prófið er á dönsku. Meira sjitt. Ég má svara á ensku. Hjúkk. Verð samt að læra dönsku heitin...

... Holding Time = Middelopholdstid
Equilibrium Conversion = Ligevægtsomsætningsgrad o.s.v o.s.v. ...

Semsagt - ekki gaman hjá mér í dag. Verð að ná prófinu til að geta útskrifast!!!

24.5.04

Þá er ég komin til Danmerkur á ný - í síðasta skiptið í bili. Ég verð nú að segja að ég hlakka mikið til að þessi önn klárist. Hún er búin að vera ansi strembin - bæði getur verið erfitt á tímum að vera einn í útlöndum og svo er námsefnið ekkert í léttari kantinum heldur. Er að fara í próf í "Chemical Reaction Engineering" á miðvikudaginn og því miður gengur ekkert alltof vel að læra. Fimmtudaginn 3. júní fer ég svo í próf í "Air Pollution & Air Pollution Control" og laugardaginn 5. er svo komið að því ... ég kem heim :0)

21.5.04

Skellti mér á Troy í gærkvöldi. Get ekki sagt að ég hafi verið neitt voðalega ánægð með hana. Brad Pitt var allt of mikil veimiltíta til að vera Akkilles og svo komst sagan bara einhvern veginn ekki nógu vel til skila. Samt hin ágætasta afþreying. Tvær og hálf stjarna.

Verð að koma því á framfæri að mér finnst hestafólk ekki nógu duglegt að taka tillit til okkar sem ekki stundum hesthús og útreiðatúra af kappi. Mér er t.d. ekkert voðalega vel við hestafýlu og mér finnst ég bara alltaf vera að lenda í því að finna hana á ótrúlegustu stöðum. Eins og t.d. í gær í bíó - var svo heppin að við hliðina á mér settist eldri maður sem svoleiðis stinkaði af hestafýlu að það hálfa hefði verið nóg. Hvernig væri nú að skella sér í sturtu eftir útreiðatúra?

19.5.04

Það er vangefið leiðinlegt að vera enn í prófum þegar allir aðrir hérna á Íslandi eru búnir. Var að ljúka við lokaverkefnið í Process Design og vá hvað það er ljúf tilfinning. Verst að nú bíður mín bara stífur próflestur í rúmar tvær vikur í viðbót. Samúð í formi peningagjafa er vel þegin...

17.5.04

Það verður nú bara að segjast að ég er alls ekki sátt við íslenskt fiðurfé þessa dagana. Það er nefnilega engu líkara en það hafi tekið höndum saman (eða vængjum) við það að miða skítnum sínum á nýja bílinn minn. Greyið hefur enn ekki náð vikualdri og er allur út í fuglaskít. Þykir mér þetta fuglum almennt til háborinnar skammar og vonast ég til að þeir láti af þessari hvimleiðu iðju hið fyrsta. Annars mun ég beita mér fyrir því að rjúpnaveði verði leyft á ný og skotdögum fyrir grágæs fjölgað. Og hananú!

13.5.04

Rétt upp hönd sem sá mig í fréttatíma RÚV í kvöld... Ég var þar umkringd á annað hundrað tölvum sem ég mun nota í útreikningum tengdum mastersverkefninu mínu. Þið voruð ýkt óheppin ef þið misstuð af því.

Ég á hann, ég á hann
Í gær gerðist ég svo fræg að fjárfesta í fyrsta bílnum mínum. Er hann ekki ógó fínn?




P.S. Lindi á hann audda líka.

12.5.04

Núna eru einungis 2 dagar í konunglega brúðkaupið í Danmörku. Það væri nú ansi gaman að skella sér inn í miðbæ Kaupmannahafnar og fylgjast með. Því miður get ég það ekki þar sem ég er á Íslandi. Læt það þó ekki á mig fá því fjölskyldan mín hér ætlar sökum dansks uppruna að halda daginn hátíðlegan með eigin bryllupsfest :0)

Á laugardaginn er það svo bara Eurovision. Mikið eru skemmtilegir dagar framundan...

11.5.04

Mikið rosalega hlýtur að vera gott að vera Davíð Oddsson og hafa milljón hunda í bandi sem segja bara já og amen þegar þeim er sagt að rúlla. Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur ef fjölmiðlafrumvarpið verður samþykkt fyrir helgi!

10.5.04

Áður en ég fór til Danmerkur tók ég ærlega til í fataskápnum mínum og henti/gaf heilan svartan ruslapoka af gömlum fötum sem ég hef ekki notað heillengi. Nú er ég að flytja allt draslið sem ég skildi eftir heima hjá mömmu & pabba upp á Eggertsgötu og ég bara er að drukkna í fötum, skóm, jökkum o.fl.

Hvernig stendur á því að ég tek ástfóstri við nokkrar flíkur, er alltaf í þeim og kvarta svo og kveina yfir hvað það væri gaman að geta keypt sér þessar buxur, þennan bol og þessa og þessa og þessa skó á meðan ég á barasta heilan helling inni í skáp?!?

Reyndar er mjög skiljanlegt að fjárfesta í amk 6 skópörum á ári. Stefni í að sú tala komist upp í 12 þegar ég hef lokið námi og fer að hala inn einhverjum aurum.

9.5.04

Ó mig auma
Próf eftir 14 klst. Verst að ég þarf víst að eyða hluta af þeim tíma í svefn - hef bara varla tíma fyrir þannig monkí bissness núna. Skrapp áða upp í skóla til að fá að vita hvað kennarinn sagði um prófið í aukatímanum sem hann gleymdi að láta mig vita af. Get ekki sagt að svörin hafi verið uppörvandi: ,,Prófspurningarnar verða sko ekki eins og dæmin í bókinni heldur þarf að beita kommon-sensi í varmaflutningsfræðum til að leysa þau". Hvar ég hef átt að ná mér í kommon sens í þeim efnum er mér hulin gáta...

8.5.04

Viðskiptavinir Landsbankans fá helmingsafslátt í Smárabíó um helgina. Námundað tómri buddunni minni finnst það alveg afskaplega freistandi, sérstaklega í ljósi þess að ég á eftir að sjá Kill Bill 2. Verst að &%$/() varmaflutningsfræðin er ekki alveg að smella nógu vel hjá mér. Það er spurning hvort ég eigi að skella mér líka í bíó í kvöld ofan á tvö afmæli og hugsanlegt matarboð... Hef svo engan tíma fyrir þennan leiðinlega próflesur.

5.5.04

I dag er ykt heitt. Helt eg myndi ekki meika hjolaturinn i skolann søkum vøkvaskorts og kroniskrar treytu i lærum. Sem betur fer var sma vindur sem bles mer afram sidustu metrana tegar mer var allri lokid. Keypti mer 2 litra af vatni og frostpinna til ad kæla mig nidur strax og eg steig af hjolinu. Sumir voru adeins stortækari en eg i kælingunni tvi 2 strakar keyptu ser kassa med 10 frostpinnum og spordrenndu teim øllum a ørfaum minutum.

Mer til gridarlegs ama er PRO-II ekki ennta ad skila rettum nidurstødum. Veit ekki alveg hvad eg a ad gera - er ad fara heim a morgun og kemst ekki aftur i forritid fyrir skiladag sem er 20 mai. Vill einhver gefa mer nokkra hundrad tusund kalla svo eg geti keypt forritid og hladid tvi inn a lappann minn?

Annars er greinilegt ad eg tarf ekki ad hafa ahyggjur af tvi ad verda of heitt a Islandi. Sa i bladi herna i dag ad hitinn heima er 3C. Brrrrr.... Lindi viltu vinsamlegast hækka i ofnunum?!?

4.5.04

Svaf yfir mig í morgun, klæddi mig og gerði nesti í einum grænum og stökk út án þess að horfa mikið í kringum mig. Steig beint ofan í risa skítaklessu sem einhver kattarfjandi hafði skilið eftir beint fyrir utan hurðina hjá mér. Skórnir mínir voru ekki mjög fallegir eftir það. Þegar upp í skóla var komið tókst mér að stíga ofan á svartan risaorm - hann var sko jafnstór og langatöngin mín og miklu feitari en hún. Skórnir mínir voru allir út í hvítu gumsi eftir það (kattaskíturinn var líka ennþá til staðar). Boðskapur: Ég þarf að fara að líta niður við hvert fótmál til að eyðileggja ekki skóna mína.

3.5.04

Rend mig i Pro-II
Nu har jeg siddet foran den samme computer i næsten 12 timer og simuleret et produktions-flowsheet for Acetaldehyde produktion i Pro-II (et computer program). Det går selvfølgelig ad helvede til...

Fandt en vældig ulækker og stor edderkop i mit værelse i gåraftes da jeg gjorde rent. Derfor tror jeg ikke at jeg vil gøre så meget af det indtil jeg tager hjem i juni.

Nu er der kun 3 dage indtil jeg kommer til Island. Viii.

P.S. Er bara med danskt lyklabord svo eg akvad ad blogga ørlitid a dønsku. Sa sem gefur mer retta tytingu a tvi fær tikall :0)

P.P.S Sa a mogganum i dag ad David Beckham hefdi gefid Victoriu sinni hring upp a 390 milljonir til ad hressa hana vid eftir ad sonur teirra datt og fekk skurd a høfudid. Mer finnst eg eiga miklu meira bagt en tad svo eg byst vid einhverri fallegri gjøf a næstunni. Hun ma samt alveg vera sma odyrari sko.

2.5.04

Mér leiðist sem aldrei fyrr. Úti er glaðasólskin og funhiti en inni situr Edda og reynir að troða mismunandi geislunarlögmálum inn í kollinn á sér með misgóðum árangri. Vildi að ég væri séní í varmaflutningsfræði og kynni þetta allt, þá myndi ég sko hjóla út á strönd, liggja þar í makindum og borða ís.

Vorkunn mín með gámafólkinu hefur skyndilega stigmagnast því nú er búið að koma fyrir rolluhóp á Campus Village (fína orðið yfir gámasvæðið). Er ekki alveg að sjá tilganginn með þessari sauðfjárrækt hérna á skólasvæðinu...

1.5.04

Skrapp aðeins niður í bæ í morgun því ég þurfti að stússast í búðum. Oft hefur nú verið margt um manninn á Strikinu en ég hef bara aldrei séð jafnmarga í bænum og í dag. Ekki nóg með að það er 1. maí - baráttudagur verkalýðsins með tilheyrandi kröfungöngum heldur eru 10 lönd að ganga í Evrópusambandið í dag og af því tilefni var efnt til þvílíkra hátíðarhalda í miðbænum. Fólk ætlaði greinilega að sletta verulega úr klaufunum því flestir voru orðnir ansi ölvaðir rétt upp úr hádegi. Ég þurfti þó að koma mér upp í skóla að læra varmaflutningsfræði svo ég þurfti að yfirgefa svæðið áður en mesta fjörið hófst.