Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
29.1.04
Það snjóaði helling í nótt og þess vegna var frekar erfitt að hjóla í morgun. Öllu verra var að sitja í strætónum upp í skóla þar sem að vagninn slædaði þvílíkt til í beygjum og ég verð nú að viðurkenna að á tímabili stóð mér ekki á sama... Sit í kynningarfyrirlestri um Danmörku og Dani núna (frekar tilgangslaus fyrir Norðurlandabúa) og stefni á IKEA ferð á eftir. Í kvöld eru svo Jagúartónleikar í Köben. Tölvan mín er að verða batteríslaus svo þetta verður ekki lengra í bili.
28.1.04
Er á bókasafninu í aðalbyggingunni núna og hugðist spjalla við eitthvað af liðinu heima í gegnum Skype en það var bara enginn online (taki þeir til sín sem eiga ;0)...). Ég var ekki fyrr búin að planta mér við borð þegar einhver ljósmyndari kom og bað um að fá að taka mynd af mér við tölvuna mína fyrir kynningarblað DTU. Það var svosem í lagi mín vegna og bjóst ég ekki við að þetta tæki langan tíma... en svo fór hann að færa til helling af dóti í kringum mig og nú er ég búin ad sitja hérna í eilífðartíma í hinum og þessum pósum við tölvuna... gaman eða hitt þó heldur. Maður ætti kannski bara að hætta í verkfræði og leggja fyrirsætustörf fyrir sig?!?
27.1.04
Jæja lömbin mín Haldiði að mín sitji ekki bara í tölvustofu í DTU, komin með aðganga að þráðlausu netinu og allt =0) Skólinn er á doldið mikið stærra svæði heldur en HÍ en vonandi lærir maður fljótt inn á þetta. Ég fór í gær og ætlaði að láta skrá mig á Lyngby Kommune til að fá kennitölu og svona en fékk þá að vita að ég bý víst ekki í Lyngby heldur í Gladsaxe svo ég mátti gjöra svo vel að fara í Gladsaxe Kommune. Þegar þangað var komið þurfti ég víst að vera með leigusamninginn minn svo ég þurfti að fara aftur heim og sækja hann... Semsagt - algjört vesen. Restinni af gærdeginum eyddi ég á Strikinu - fjárfesti í forláta Dyrberg & Kern skartgripum og ýmsu öðru. Nú er kynningarvika tekin við með nokkuð ströngu prógrammi. Mér til mikillar ánægju er ég skráð í rétta kúrsa svo ég losna við vesen tengdu öllu svoleiðis. Kennslan byrjar svo næsta mánudag. Ég er bara í skólanum 3 daga í viku svo maður ætti að hafa tíma til að skoða borgina á næstunni.
25.1.04
Er komin heilu og höldnu á áfangastað í Kaupmannahöfn. Verst að bloggerinn er eitthvað bilaður og neitar að birta það sem ég hef skrifað upp á síðkastið. Það er ískalt hérna en ég vona að það fari að breytast...
24.1.04
Brottför Ætlaði bara að kveðja ykkur Íslendinga að sinni - næst þegar ég blogga verð ég í Köben. Hafiði það nú gott og veriði dugleg að senda mér tölvupósta og láta mig vita af öllu því sem ég missi af hérna heima. Vi ses om et par maaneder. Hej hej.
23.1.04
Svo bregðast krosstré... Haldiði ekki að Ben Affleck og J-Lo séu barasta hætt saman. Vá maður, þetta er svakalegt - á dauða mínum hefði ég átt von frekar en á þessu... Er annars búin að bomba inn 2 myndaseríum (með dyggri aðstoð frá Sigga), tjékkit át :0)
Ég reif mig á lappir um 8-leytið í morgun með það í hyggju að mæta í varmaflutningsfræði. Þegar ég var komin upp í skóla fattaði ég þó að tíminn byrjar ekki fyrr en hálftíu og tók þá við miðlungsstórt pirringskast. Í staðinn fyrir að fara aftur að sofa ákvað ég þó að nýta tímann í ýmislegt stúss sem ég átti eftir... Vonandi lendi ég ekki í þessu oftar - ég þoli ekki að mæta of snemma í skólann, sérstaklega ekki á föstudögum.
20.1.04
Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá hefur útlit síðunnar tekið stakkaskiptum undanfarinn sólarhring. Breytingunum er þó ekki að fullu lokið þar sem enn á eftir að koma myndasíðunni í gagnið og jafnframt hyggst ég skipta um aðalmyndina efst. Finnst ykkur þetta ekki flott hjá mér??? Mín fékk svo bara síðustu einkunnina sína í dag og er því von á námslánum fyrir síðustu önn á allra næstu dögum. Jeij.
19.1.04
Haldiði að mín sé ekki búin að fjárfesta í digital myndavél fyrir Danmerkurferðina. Þannig geta allir heima á Fróni fylgst með ferðum mínum um framandi Kaupmannahafnarslóðir. Er líka búin að vera að vinna að glænýju lúkki á síðuna - smá snurfus eftir sem Siggi beibí ætlar að aðstoða mig við á næstunni...
14.1.04
Rokrassgat Ég er komin með áunnið rokofnæmi. Hvað er eiginlega málið með þetta andsk... ofsaveður hérna undanfarnar vikurnar. Ég vona að það verði logn og blíða í Danmörku, ég gjörsamlega höndla ekki meira af íslensku norðanáttinni. Ofsaveður síðustu vikna hafa því miður þó ekki einungis valdið mér ofnæmi heldur einnig þráhyggju því þessa dagana þrái ég fátt annað en að fá svar við eftirfarandi spurningu: Afhverju vaggar vatnið í klósettinu þegar það er rok úti? Ég vissi sko ekki betur en að það væri lás "undir klósettinu" sem héldi vatninu í skálinni þegar klósett eru ekki í notkun og þess vegna skil ég ekki hvers vegna vatnsyfirborðið ruggar í miklu roki. Hallast ég einna helst að því að þessi hegðun tengist þrýstingsbreytingum eða -bylgjum. Ef einhver hefur svar við þessari mjög svo áleitnu spurningu má sá hinn sami gjarnan svara mér - annars enda ég á því að senda spurninguna á vísindavefinn.
9.1.04
Vííí Ég fékk 2300 krónur endurgreiddar frá KB banka því þar er verið að endurgreiða helming færslugjalda síðasta árs um þessar mundir. Sikk að þurfa að borga hátt í 5 þús kall á ári fyrir að nota debetkort !
6.1.04
Oft hef ég nú verið löt að blogga áður en fyrr má nú vera... Get ég lofað þeim fáu lesendum sem nenna ennþá að detta hérna inn að mikil bót í blogg-málum mínum stendur fyrir dyrum þar sem nú eru ekki nema tvær og hálf vika þangað til ég mun halda á vit ævintýra í Baunalandi. Ég flýg út til Köben 25. janúar og er orðin bæði spennt og stressuð í senn. Stefni á að fjárfesta í digital myndavél og setja upp myndasíðu svo þið getið öll fylgst grannt með ferðum mínum alla önnina.
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |