Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
25.9.03
Gleymdi að segja að ég fór áðan með tölvuna mína í viðgerð. Eftirfarandi hlutir voru bilaðir: MSN opnast aldrei Explorer neitar að opna síður sem maður þarf að skrá sig inn á, eins og hi-póstinn, hotmail, heimilisbankann o.s.frv. Hibernate er dottið út DVD spilarinn virkar ekki Word orðið eitthvað fönkí Automatic update er dottið út Norton Antivirus er líka dottinn út Kalíbrerunin á batteríinu er líka dottin út Ég bilast ef tölvan verður ekki almennilega löguð í þetta skiptið!
Það er svo gaman að sitja og bíða eftir að geta skráð sig í vísindaferð - eða þannig! Maður lætur sig nú samt hafa það fyrir ókeypis bjór og fleira góðgæti. Ykkur að segja fer svo hver að verða síðastur að taka frá tíma til að heimsækja mig til Danmerkur eftir áramót því að helgarnar sem ég verð úti eru óðum að fyllast. Búið er að plana ferð til Lundar (djamma með Kristínu og Sindra), aðra ferð til Stokkhólms (heimsækja Helga og Magga), hitta Heiðrúnu og Hauk, mútta kemur, systa kemur, Arna kemur (vonandi) og ekki má gleyma öllum silljón fjölskylduboðunum sem ég á eftir að þurfa að mæta í... Áhugasamir sendi mér tölvupóst.
22.9.03
Hvers á ég eiginlega að gjalda... er alveg hrikalega bissí því það er svo mikið að gera í skólanum og svo er bara ráðist að manni með harkalegum kommentum um leti í bloggi... FussumSvei ! Af mér er það helst að frétta að ég byrjaði í nýrri vinnu í dag. Ég á að aðstoða nýnema í verkfræði við skiladæmi og annað sem þeir eiga í erfiðleikum með. Ég er sko orðinn algjör breini ! Leyfi ég mér að efast um að lesendur mínir hafi margir kennt við Háskóla Íslands...
20.9.03
Síðan mín var öll í fokki í gær - opnaðist bara í einhverjum debugger-glugga en núna er hún orðin venjuleg. Undarlegt... Ég verð nú reyndar að segja að mér finnst tölvur farnar að haga sér ansi illa á þessum síðustu og verstu tímum. Fíni lappinn minn er tam búinn að fara tvisvar í viðgerð upp á síðkastið og núna er hann allt í einu farinn að taka upp á því að neita að opna síður sem maður þarf að skrá sig inn á, eins og t.d. háskólapóstinn, hotmail og heimasvæði á HÍ-vefnum. Ofan á þetta þá neitar hann að opna msn... meira ruglið.
16.9.03
Ji hvað ég er búin að vera löt við að blogga... Þið haldið kannski að ástæðan sé sú að svo lítið drífi á daga mína að ég hafi ekkert til að blogga um. En neihei, sú er sko ekki raunin - mín er nefnilega búin að vera á silljón síðustu vikur... Hápunkturinn er þó án efa Parísarferð mín og Gyðu frá 10. til 14. september. Sú ferð innihélt allt annað en afslöppun. Á einungis 4 dögum tókst okkur nefnilega að skoða báða sigurbogana, Eiffelturninn (þorði samt ekki ofar en á annað þrepið sökum lofthræðslu), Notre-Dame (þar var ég svo heppin að fá blóðnasir), Versali, Louvre-safnið og Moulin Rouge. Ofan á þetta tókst okkur að versla slatta af fötum og skoða í gluggana á ógeðslega flottu ríka-fólks-búðunum. Ferðin byrjaði þó ekki vel því að okkur leist alveg afspyrnu illa á hótelið í fyrstu. Herbergin voru oggu lítil en rúmið ekki upp á marga fiska. Þegar við gengum út af hótelinu í átt að Metroinu varð okkur svo ljóst að hótelið var staðsett mitt í hóruhverfinu og hvert sem litið var sátu mellur úti í glugga að fiska viðskiptavini. Við létum þetta þó ekki á okkur fá og okkur fór smám saman að lítast betur á hótelið. Ég verð þó að ljóstra upp leyndarmáli - ég varð ástfangin í París... af flottasta skópari sem ég hef augum litið. Þetta voru Prada skór (í svona boxarastíl) og ómægod hvað þeir voru flottir. Ég bara get ekki hætt að hugsa um þá. Verst að ég er ekki aðeins ríkari en ég er - þá hefði ég sko keypt þá og verið algjör pæja... Adios í bili - er komin svo langt eftir á í skólanum að ég sé fram á lærdóm langt fram eftir næstu vikurnar...
5.9.03
Dem, ég er komin með vott að hálsbólgu... held að ég þurfi að fara að taka lýsi eða eitthvað. Meika ekki að vera eitthvað mikið veik og slöpp í vetur. Verst samt hvað lýsi er ógeðslega vont !
4.9.03
Bloggleti hefur veirð allsráðandi hjá mér frá því að skólinn byrjaði og hef ég mér ekkert til málsbóta í þeim málum. Allt er að komast á fullt í skólanum og ég þarf að finna mér verkefni til að vinna fyrir fyrirtæki úti í bæ fyrir klukkan 1 á morgun - einhverjar sniðugar hugmyndir ??? Annars hefst skólaveturinn ekki af alvöru fyrr en á morgun því þá er fyrsta vísindaferðin og ekki ómerkara fyrirtæki en OR ætlar að bjóða okkur vél-/iðn-/efnaverkfræðinemum upp á skemmtilegheitin. Að vísindaferðinni lokinni mun ég svo skunda í ammili-ammili-ammili hjá Agli, Huldu og Marinó og býst ég við að þar verði mikið stuð... Verst að ég þarf að mæta í kennslu klukkan 9 á laugardagsmorgninum - hvað er málið með það ???
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |