Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
31.7.03
Þá er ég búin að fara í ríkið fyrir helgina :0) Ég held að það verði massastuð í útileigunni !
Pirri pirr Sjálfstæðismaður dauðans settist við sama borð og ég í hádegismatnum svo ég þurfti að hlusta á hann rakka niður Þórólf Árnason, R-listann og allt sem einhvern tímann hefur haft eitthvað út á Sjálfstæðisflokkinn að setja. Ég var orðin svo pirruð undir lokin að það var farið að sjóða á mér. Samt sagði ég nú ekkert á móti honum, ég bara meikaði ekki að fara að lenda í einhverjum rökræðum við kallskarfinn. Þegar hann fór svo að tala um að það væri kominn tími til að aðrir (semsagt Sjálfstæðisflokkurinn) kæmust að í borgarpólitíkinni því R-listinn væri búinn að sitja of lengi við völd þar, og það byði sko bara upp á stöðnun þegar svoleiðis gerðist, gat ég ekki setið lengur á mér og hreytti í hann að sömu sögu mætti segja um ríkisstjórnina. Þá fór hann eitthvað að tuða meira svo ég meikaði ekki að vera þarna lengur og fór bara að vinna - mjög pirruð.
Ég er sko ekkert smá fegin að vera komin með þetta kolkrabbamál á hreint, þetta var farið að trufla mig allverulega, og vil ég þakka Braga "frænda" fyrir alveg framúrskarandi útskýringu á málinu. Núna er ég farin að glíma við annað vandamál: Hvert á ég að fara um helgina? Mér sýnist veðrið verða einna skást á Suðurlandi, amk á að vera sól og blíða þar á sunnudaginn... Haldiði svo ekki að mín sé bara á leið til Parísar í haust, ég hef aldrei komið þangað og hlakka mikið til. Þeir sem hafa komið þangað mega gjarnar benda mér á hvað sé skemmtilegast að skoða, hvar sé best að versla og hvar mesta djammstuðið er...
30.7.03
Veit einhver hvaða kolkrabbi þetta er sem er alltaf verið að tala um í sambandi við atvinnulífið. Ég bara skil ekkert hvað þetta er en hallast helst að því að þetta sé einhvers konar samsteypa fyrirtækja undir verndarvæng einhver stjórnmálaflokks eða eitthvað. Samt hef ég ekki hugmynd... Hjálp, vill einhver útskýra. Ég þoli ekki að vera útundan í svona !
Ég er að rembast við að velja mér gleraugu þessa dagana. Það gengur alveg ákaflega illa því að ég er alltaf að sjá nýjar og nýjar umgjarðir sem mér líst vel á. Ég þarf samt að ákveða mig í dag ef ég ætla að láta Dagnýju sækja gleraugun í fríhöfninni ! Efast reyndar um að mér eigi eftir að takast að velja...
29.7.03
Niður með Þjóðhátíð í Eyjum Ég hef misst allt álit á Vestmannaeyingum (nema Örnu). Að þeir skuli hafa barist fyrir því með kjafti og klóm að Árni Johnsen fái að stjórna brekkusöngnum á Þjóðhátíð afþví að þeim finnst það sjálfsagt fyrst þeir eru að borga 4 milljónir fyrir löggæslu og líka "afþví að hann hefur alltaf gert það"! Er ég ein um það álit að á meðan hann er að afplána dóm fyrir að stela hellings pening af ríkinu og ljúga að alþjóð þá eigi hann bara að hafa hægt um sig og a.m.k. þykjast skammast sín en ekki vera endalaust að skrifa greinar í Moggann og þaðan af síður að stjórna arfaslöppum söng á fylleríssamkomu ?!? Hann á samt víst rétt á "fríum" frá fangelsisvistinni (hvað er eiginlega málið með það) og finnst Eyjamönnum það víst réttlæta þetta allt saman. Þeir segja að hann hafi sama rétt og allir aðrir og að hann hafi þegar tekið út refsinguna sína. Ég vil nú bara benda á að hann hefur ekki sama rétt og allir aðrir því að hann er ennþá að afplána dóminn (og er þá að sama skapi ekki búinn að taka út refsinguna)! Íslenska dómskerfið er nú bara einn stór brandari ! Nauðgarar fá skilorðsbundna dóma og hlægilegar sektir og það þykir sjálfsagt að fangar skemmti alþjóð í "fríunum" sínum. Fussumsvei ! Ef ég hefði ætlað á Þjóðhátíð hefði ég nú bara ábyggilega hætt við af hneykslan. Hérna eru annars nokkuð fjörugar umræður um þetta mál.
Í gær fór ég upp í skóla til að fá ónefndan prófessor til að hjálpa mér við að finna út úr þessari blessuðu Danmerkurferð minni og einnig til að fá ráðleggingar um skóla í USA. Þegar ég kom upp í VR var umræddur prófessor úti að reykja og á miklu spjalli við mjög gamlan mann svo að ég beið bara kurteisislega fyrir utan skrifstofuna hans eins og góðri stúlku sæmir. Þegar prófessorinn kom þangað varð mér ljóst að hann hefði ekki bara verið að reykja heldur einnig taka í nefið eins og hnullungsneftóbaksklumpur í nösunum á honum gaf glögglega í ljós. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, ég gat ekki hætt að horfa á klumpinn því hann fór svo í taugarnar á mér en samt hafði ég ekki í mér að segja prófessornum frá honum. Ég á nefnilega ákaflega erfitt með að láta eldri menn vita af einhverju svona vandræðalegu, eins og að þeir séu með opna buxnaklauf eða með hor eða neftóbaksklessur fremst í nösunum. Mér til enn meiri ama sá ég svo allt í einu alveg geðveikt stóra könguló spígsporandi á skyrtu prófessorsins. Sökum mikillar fóbíu minnar út í áttfætt dýr píndi ég mig til þess að benda honum á köngulóna í von um að hann myndi drepa kvikindið. En hvað haldiði að prófessorinn hafi gert, hann bara setti köngulóna á gólfið svo hún gat allt eins komið spígsporandi upp lappirnar mínar. Þetta var semsagt erfið heimsókn sem reyndi ákaflega mikið á taugarnar !
28.7.03
Þessa stundina líður mér ákaflega undarlega því mér finnst ég vera bæði pakksödd og glorhungruð í senn ! Ég skil ekkert í mallanum mínum... veit ekkert hvað ég á að gera í stöðunni: borða hressilega eða fara út að hreyfa mig...
Hversu týpískt er að það eigi að vera rigning um allt land um verslunarmannahelgina ??? Ég myndi segja að það sé mjööög týpískt. Annars hef ég verið að spá í svolitlu upp á síðkastið. Er ekki heimilisfangi kvennaathvarfsins haldið leyndu svo að kallarnir sem lemja konurnar sem fara þangað geti ekki komið og leitað að þeim þegar þær loksins hafa farið frá þeim? En ef heimilisfangið er leyndó, hvernig vita þá konurnar hvert þær eiga að fara? Mér þykir þetta mál hið dularfyllsta og hef ég mikinn áhuga á að komast til botns í því.
25.7.03
Kallarnir á rannsóknadeildinni eru flestir dálítið léttgeggjaðir. Einn þeirra var t.a.m. rétt í þessu að sýna mér hvernig honum hafði tekist að pikka upp karíus & baktus lagið með því að hringja í símanúmerið 4646130. Þá hljóma takkahljóðin frá símanum næstum því eins og lagið. Greyið sá sem á þetta símanúmer því hann hringdi alveg nokkrum sinnum til þess að monta sig af uppfinningunni...
Híhíhí, þetta er eitthvað sem maður verður ekki vitni að á hverjum degi: Hrísgrjónaþingmenn í fínum fötum að slást.
Fór til augnlæknis í morgun og ég þarf barasta að fá sterkari gleraugu. Ef þessi þróun heldur áfram verð ég komin með flöskubotna um fimmtugt. Sem betur fer verður maður fjarsýnari með aldrinum svo ég fæ ábyggilega bara tvískipt gleraugu í staðinn fyrir flöskubotna. Yeah ! Annars er ég sérdeilis ánægð með þá staðreynd að í dag er föstudagur og ekki skemmir hádegismaturinn fyrir: Pizza og ís. Nammi namm. Á morgun verður bærinn svo málaður ljósrauður í kveðjupartýinu hjá Heiðrúnu. Að lokum vil ég svo benda ykkur á þennan magnaða markgildisbrandara (sem Gyða benti mér á). Takk & bless.
24.7.03
Smá pæling Afhverju heyrist hærra í tölvumúsinni þegar maður skrollar upp heldur en þegar maður skrollar niður ?
Hjálp ! Ef ég ætla að fara í mastersnám til Bandaríkjanna verð ég að fara að sækja um bráðum og ég hef ekki hugmynd um hvaða skóla ég ætla að sækja um, né heldur hvort maður eigi kannski bara að demba sér í doktor... Ekki nóg með það heldur er ég ekki enn búin að redda Danmerkurvistinni á næstu vorönn almennilega því ég á eftir að setja mig í samband við yfirmann efnaverkfræðideildarinnar í DTU og ákveða í samráði við hann hvaða fög væri best fyrir mig að taka. Ekki nóg með það heldur þarf maður líka að fara að sækja um styrki hægri vinstri. Og ég sem þoli ekki að skrifa þannig umsóknir. Er ekki sú besta í sjálfshóli. BuHu ... Ef einhver veit um skóla í Bandaríkjunum sem þykja góðir á orkusviðinu þá má sá hinn sami gjarnan setja sig í samband við mig. Ég er öll að stressast upp út af þessu. Svo er óneitanlega dálítið spúkí að ég eigi bara eftir að búa hérna í Íslandi fram að jólum og svo er maður bara farinn til útlanda að mennta sig !
23.7.03
Oj bara ullabjakk Eftirfarandi auglýsing birtist í fréttablaðinu í gær: Í fréttablaðinu í dag birtist svo viðtal við sendandann. Hann varð ekkjumaður fyrir u.þ.b. ári síðan og langar ekki að ferðast einn. Það er svosem vel skiljanlegt en mér finnst nú dálítið gróft að óska eftir ferðafélaga á aldrinum 18-34 ára. Kommon, hann gæti alveg eins boðið barnabarninu sínu... Svo virðist hann nú ekki stíga í vitið... þarf sérstaklega að taka það fram að sama símanúmer virki í öllum landshlutum, að ekki sé minnst á stafsetningarvillurnar og vægast sagt undarlega setningaskipan. Verst af öllu finnst mér þó að nú þegar hafa tvær stúlkur/konur svarað auglýsingunni. Hversu lágt er hægt að leggjast ?
22.7.03
Það er sko ekki á hverjum degi sem manni býðst að fara út að skokka með alveg extrím hönkisch listamanni. Þó gerðist það fyrir mig í gær þegar sjálfur Egill bauð mér með sér í skokktúr um Elliðarárdalinn... Ekki nóg með það heldur steig hann niður á plan almúgans í gærkvöldi og horfði með mér á Simpsons. Það myndu sko ekki allir listamenn vera tilbúnir að kyngja það miklu af listamannssnobbinu sínu...
21.7.03
Hingað var að koma maður með vatn úr krananum sínum í kókflösku og heimtaði að það yrði efnagreint. Hann sagði að það væri heitavatnsbragð af því og því hlyti blöndun að eiga sér stað milli kalda og heita vatnsins sem OR selur Reykvíkingum. Ég vildi nú ekkert vera dónaleg við manninn þannig að ég þorði ekki að segja honum að það væri ekki mögulegt þar sem að kalda vatnið kemur úr Gvendarbrunnum en heita vatnið frá Nesjavöllum eða Mosfellsdalnum og um sitthvort veitukerfið væri að ræða. Ég tók þess vegna bara við vatninu og sagðist mundu láta "sérfræðingana" vita... Ég þoli ekki þegar fólk sem veit ekki neitt, þykist vita allt...
Hversu dæmigert er það að á sama tíma og Bandaríkjamenn eru að þykjast koma á lýðræði í löndum á borð við Afganistan og Írak þá eru þeir að stofna einhvern alþjóðlegan hryðjuverkamannadómstól sem brýtur flest mannréttindi sem þeir eru sífellt að hreykja sér af að séu við lýði í USA. Eini réttur sakborninga sem koma fyrir dómstólinn er að þeir mega tjá sig. Þeir hafa ekki rétt á borgaralegum lögmanni, það má hlera öll samtöl milli sakbornings og verjanda og ákærði fær ekki aðgang að sönnunargögnum gegn sér, svo fátt sé nefnt. Verst af öllu er þó að einungis er hægt að áfrýja dómum sem falla í þessum dómstóli til utanríkisráðherra eða forseta Bandaríkjanna... og hvað ætli það séu miklar líkur á að þeir nenni að skoða þau mál ??? Úff hvað ég þoli ekki hræsnina í Bandaríkjamönnum. Þeir eru bara ekkert skárri en löndin sem þeir eru að ráðast inn í !
18.7.03
Garg Það er geitungabú fyrir utan húsið mitt og þykir mér það miður ! Annars sýnist mér allt stefna í að ég hætti snemma í dag í vinnunni... það er bæði föstudagur og líka alltof gott veður þannig að minnz ætlar bara í sólbað á eftir...
17.7.03
Vissuði að það er búið að setja reðursafnið á sölu ? Eigandinn hefur greinilega fengið nóg af því að vera innan um risahvalabelli daginn út og inn. Nokkrir starfsmenn Orkuveitunnar hafa tekið sig saman og hafið söfnun undirskrifta fyrir því að OR kaupi safnið og komi því fyrir í sýningarsalnum hér á 1. hæð. Mér finnst það frekar fyndið... Kannski myndi það laða að meira af kvenkyns starfsfólki. Það er nefnilega sjúklega lítið af konum hérna. T.d. bara 2 kvenkyns verkfræðingar. Spáiði í því ! Mér þætti ekki amalegt að hafa reðursafnið hér. Eftir góðan hádegismat gæti maður þá rölt um typpasalinn og safnað orku fyrir seinni törn dagsins :0)
16.7.03
Strætóraunir mínar virðast engan endi ætla að taka. Eins og dyggir lesendur þessarar síðu vita er búið að breyta tímaáætlun 7-unnar. Þess vegna kíkti ég á netið til að gá hvenær ég ætti að taka hana þegar ég var búin í vinnunni í gær. Hvað haldiði svo að hafi gerst þegar ég kom út á stoppustöðina ??? Ég skal sko lofa ykkur því að enginn getur getið upp á því... Stoppustöðin var nefnilega horfin !!! Einu verksummerkin um að þarna hefði einhverntímann verið strætóskýli var miði á stöng með þeim upplýsingum að næsta stoppistöð væri nú við Krókháls. Minnz labbaði sig þess vegna niður í Krókháls en þar var engin stoppustöð heldur... Fór örvæntingin nú að ná tökum á mér og þrátt fyrir mikla leit fann ég ekki eitt einasta strætóskýli sem 7-an stoppar í og endaði með því að labba alla leið heim :0(
Afhverju birtist bloggið mitt tvisvar? Fyrst koma síðustu 7 færslur eða eitthvað og svo koma þær bara aftur... Undarlegt.
14.7.03
Mér finnst frekar fyndið að nýji barinn í Keflavík sem kenndur er við Castro og heitir Castro-bar hafi mynd af Che Guevara á lógóinu sínu. Ætli þeir haldi að þeir séu einn og sami maðurinn ? Það væri svo sem eftir fáfróða landsbyggðarpakkinu... Álíka fyndið þykir mér nafið á nýja klósettpappírnum sem byrjað er að selja í Nóatúnum m.a. en hann heitir einmitt Festival. Greinilega ekki sandpappírsklósettpappír þar á ferð ...
Í morgun hélt ég að ég væri alveg að missa af strætó og hljóp þess vegna út á stoppistöð í einum spretti hvorki búin að fá mér vott né þurt í morgunmat. Haldiði að það hafi þá ekki verið búið að breyta tímatöflunni á 7-unni svo ég mátti gjöra svo vel að bíða í korter á stoppistöðinni. Afhverju má bara breyta tímatöflunni án þess að auglýsa það ? Ég var frekar pirruð sko...
13.7.03
Apparently er næstbest að búa á Íslandi skv. þessari könnun. Mér finnst greinilegt að veðurfar hefur ekki verið einn af þáttunum sem kannaðir voru. Er bara ómögulegt að hafa sól um helgi hér á höfuðborgarsvæðinu ?? "Fjöff" segi ég nú bara og vitna í Egil.
7.7.03
Mér finnst ákaflega dularfullt að alltaf þegar ég ákveð að bregða undir mig betri fætinum og skella mér í útileigu þá kemur rigning. Það mætti bara halda að veðurguðirnir hafi eitthvað á móti mér... Ég hef nefnilega bara 2 sinnum á ævinni farið í útileigu þar sem ekki rignir. Hvernig stendur eiginlega á þessu ?
3.7.03
Nammi namm Í dag var mexíkanskur matur í hádeginu og úff hvað hann var góður. Ég held svei mér þá að ég þurfi ekki að borða næstu fimm dagana ég er svo södd. Það er samt svo fyndið að fullorðna fólkið kunni ekkert að borða svona mexíkanskan mat og maður var bara í því að kenna þeim hvernig á að gera taco, buritos o.s.frv. Svo héldu sumir að sýrði rjóminn væri mayonaise... Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið :0)
1.7.03
Ég er nú aldeilis hissa... enginn hefur hrósað mér fyrir að finna stolna bílinn. Voða eruði eigingjörn ! Annars hefur þessi vinnudagur reynt ákaflega mikið á augun mín því ég er búin að stara á miður skemmtilegar teikningar af holutoppum (ekki rassholutoppum eins og Egill hélt heldur borholutoppum...). Ég held að leturstærðin á teikningunum sé í mesta lagi 4. Ég hyggst sækja um launahækkun vegna gífurlegs augnálags í starfi.
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |