Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
30.4.03
Díses... það bara kyngir niður snjó. Sumardagurinn fyrsti hefur greinilega farið framhjá veðurguðum landsins. Annars er veðurfarið hérna alveg hreint út sagt fáránlegt. Það voru rauð jól en hvítur baráttudagur verkamanna.
29.4.03
Jibbí... tölulega greiningin er búin og mér gekk bara sæmilega... Ákvað að læra ekki neitt í dag heldur skellti ég mér á línuskauta. Það var alveg ógeðslega hressandi... fór eftir Fossvogsgöngustígnum alla leið út í vesturbæ þar sem ég fékk ís og fór svo sömu leið til baka. Kvöldinu ætla ég að eyða með tærnar upp í loftið og leyfa alls kyns stærðfræðinálgunum að leka út úr heilabúinu.
28.4.03
Minnz á svo bágt í dag. Það gengur hörmulega að læra fyrir tölulegu greininguna. Loksins var ég búin að ná jaðargildisverkefnunum almennilega og þá fór ég að kíkja á jaðargildisverkefnin fyrir hlutafleiðujöfnur og þá var bara eins og botninn í tunnu visku minnar hefði sundrast í öreindir og viskan öll lekið út um víðan völl... Eftir sat ég með sveitt ennið á byrjunarreit... skildi ekki baun í bala. Til að jafna mig aðeins á þessu áfalli ákvað ég svo að skella mér út að hjóla. Það var sko hægara sagt en gert því hjólið var innst inni í geymslu og tók hátt í hálftíma að koma því þaðan út. Loksins þegar ég ætlaði svo að byrja hjólreiðatúrinn varð mér ljóst að annað dekkið var sprungið. Ef ég ætti ekki eftir að læra ógeðslega mikið myndu mér fallast hendur og byrja að háskæla !
27.4.03
Töluleg greining er steik !!!! Scheize hvað ég vona að mér gangi samt sæmilega í prófinu. Myndi ekki meika að lesa þennan hrylling upp í sumar... Pjúk !
26.4.03
Miður skemmtileg sjón blasir við mér út um herbergisgluggann... rass nágrannakonunnar. Hún er úti í garði að saga graskanta og beygir sig svona líka skemmtilega svo að afturendinn blasir við mér. Ekki nóg með það heldur er hún í alveg afspyrnuljótum buxum, kúkabrúnum með röndum. Fussususs... Ekki skemmtileg sjón það. Það væri mér meira að skapi ef einhver fjallmyndarlegur stæltur gæi væri að vinna ber að ofan í garðinum... þá myndi ég samt eflaust ekki læra mikið heldur bara glápa á hann :0)
24.4.03
Jæja, þá er maður búinn að taka þátt í kennslukönnuninni. Vonandi vinn ég 25 þús kr vinning í bóksölu stúdenta... Það myndi koma sér afskaplega vel næsta haust... Annars gengur tölulega greiningin svona sæmilega. Þetta er bara ekki eins leiðinlegt og ég hélt að það myndi verða...
Svindl og svínarí Mamma og pabbi eru að fara út að borða í Perlunni og við fengum bara vont pasta í matinn. Mér finnst lágmark að manni sé gefið eitthvað sæmilegt að éta á meðan þessi blessuðu próf standa yfir.
Við Dagný systir fórum að pæla í því í gær hvað samfélag barna hefði breyst frá því við vorum litlar. Við styttum okkur sko ekki stundir með því að glápa á berrassað fólk á Popp-tíví daginn út og inn heldur hlustuðum við á kasettur og settum á svið okkar eigin tónleika með þeim. Ég fór samt að pæla hvort allir hafi hlustað á jafnglataða tónlist og við. Við vorum nebbla alltaf að hlusta á Bítlavinafélagið, Ríó Tríó, GCD og fleiri í þeim dúr. Stundun eyddum við heilu dögunum í að syngja Dýrið gengur laust með Ríó Tríó... og okkur fannst það bara geðveikt kúl að mig minnir... Ég sæi sko litlu systur mína í anda hlusta á eitthvað annað en J-Lo, Britney eða Christinu Aguilera...
23.4.03
Haldiði að mín sé ekki bara að fara í móttöku út af opnun á nýja Orkuveituhúsinu... algjör pæja.
22.4.03
Oj barasta. Á morgun hefst formlegur próflestur... mín eina huggun er að eftir nákvæmlega þrjár vikur verð ég komin í sumarfrí.
21.4.03
Mikið ofboðslega hlakka ég til að klára lífrænu efnafræðina... þessir óteljandi hvarfgangar eru hársbreidd frá því að gera út af við mig. Annars fékk ég frekar skrýtinn málshátt í páskaegginu mínu. Var hann úr Gunnlaugs sögu og hljóðaði á þessa leið: "Veltur þangað sem vill vera". Ég bara skil merkinguna ekki alveg.
19.4.03
Samkvæmt þessu er stuðningur minn við stjórnmálaflokkana eftirfarandi: Samfylkingin - 79% Frjálslyndi flokkurinn - 57% Sjálfstæðisflokkurinn - 29% Vinstri grænir - 21% Framsóknarflokkurinn - 21% Á síðunni má einnig sjá að meðalfylgi sjálfstæðismanna við stefnu Samfylkingarinnar er 42% en meðalfylgi samfylkingarfólks við stefnu Sjálfstæðisflokksins er ekki nema 31%... Það gæti orðið skemmtilegt að sjá hvernig Haukur kæmi út úr könnun sem þessari.... Ætli hann sé jafnblár og hann þykist vera eða eru þetta bara einhverjir wannabedabbikóngur stælar ??? Úff hvaðmér leiðist að læra fyrst ég er farin að sökkva mér ofan í svona pælingar.... scheize.... hjúkket að það eru bara 3 og hálf vika í sumarfrí!
Græðgin náði tökum á mér áðan og ég tölti út í sjoppu til að kaupa mér bland í poka til að kjamsa á yfir lífrænu efnafræðinni. Fannst ég líka alveg eiga það skilið fyrst að ég borðaði ekki neitt nammi með lærdómi gærdagsins. Pantaði mér sterkt og lakkrís fyrir tvöhundruð kall en fékk svo áfall þegar afgreiðslustelpan rétti mér pokann... haldiði ekki að það hafi verið helmingsafsláttur af blandípoka í dag svo ég fékk nammi fyrir 400 kall !!! Mér leið eins og algjörum gámi á leið út úr sjoppunni með fullan poka... Verð ábyggilega orðin hnöttótt á mánudag eftir að hafa innbyrt blandið og eitt stykki páskaegg líka...
18.4.03
Ó nei, ég gerði mér ekki grein fyrir því að búðir eru lokaðar í dag og á engar nammibirgðir til að þrauka lærdóm dagsins... Hvernig á ég að komast í gegnum &%#"* orkuferlin ef ég á enga nammiorku ??? BuHu... spurning um að byrja að stelast í páskaeggið...
17.4.03
Vá hvað mér fannst auglýsingin með Ingibjörgu Sólrúnu sem birtist í dagblöðunum í dag kúl... Ef hún höfðar ekki til kvenna skal ég hundur heita. En þá er páskafríið gengið í garð og ég er að rembast við að lesa orkuferli... er ekkert alltof góð í túrbínum, eimsvölum og hvað þetta allt heitir. Samt frekar glatað að sitja inni og lesa þegar það er svona geggjað veður úti. Hvar er páskahretið þegar maður þarf á því að halda ???
14.4.03
Oj bara. Er opinberlega búin að fá nóg af skólaárinu '02-'03. Verst að öll prófin eru eftir... Get sko ekki beðið eftir að fá sumarfrí. Einungis mánuður mínus einn dagur þangað til !!
12.4.03
Í gær fór fram aðalfundur Vélarinnar og að sjálfsögðu var mikið um dýrðir og veigar þar :0) Ég skemmti mér amk konunglega en heldur tók gamanið að kárna þegar við töltum á leið út í rútu því þá þurftum við að ganga yfir einhverja mýri og pinnahælarnir sem ég var á soguðust alltaf fastir í henni svo ég gat ekki hreyft mig þangað til einhver gaur kom og togaði mig upp úr svaðinu... Í morgun var það svo bara harkan því við efnaverkfræðingarnir mættum kl 11 upp í skóla til að massa hluta af verkefnahrúgunni sem enn dynur á okkur.
10.4.03
Mr. Handsome, einnig kenndur við gull, er alveg eyðilegður maður eftir að hann komst að því að Arna pæja rakst á Viggo Mortensen í bíó. Hvernig gat almættið látið hann fara á mis við að hitta átrúnaðargoðið. Tvísýnt er um hvort hann muni nokkurn tímann ná sér að fullu... Hauki til huggunnar er rétt að geta þess að Viggo var víst í frekar lummó fötum og ekki í Aragorn-hamnum.
7.4.03
Camper Camper Camper Fór í dag í GS skó og fjárfest í afmælisgjöf frá mömmu og pabba til mín. Keypti þessa líka forláta Camper skó sem eru alveg ógó flottir en kostuðu því miður sitt svo ég get ekki óskað mér neins annars í afmælisgjöf frá fjölskyldunni þetta árið. En það er allt í lagi afþví að ég á líka Camper skó núna !
Ég er mjög örvingluð þessa stundina... Ég hef nefnilega alltaf staðið í þeirri merkingu að Ziggy Stardust hefði verið e.k. listamannsnafn hjá honum David Bowie þegar hann var á andlitsmálunar- og glimmertímabilinu sínu. Í fréttablaðinu í dag er svo lítil frétt um kominn sé út nýr mynd- og geisladiskur með verkum Ziggy's og að trúnaðarvinur hans David Bowie hefði staðið fyrir útgáfunni. Einnig var eitthvað talað um dularfullt brotthvarf Ziggy's úr poppbransanum, hugsanlega Marsferð hans og fleira í þeim dúr. Er ég algjör ljóska eða eru Ziggy og Bowie sami maðurinn eins og ég hef staðfastlega haldið fram allt mitt líf ? Plís vill einhver láta mig vita... þoli ekki að vera í rugling með eitthvað svona.
6.4.03
Jæja... Matlab er næstum búið, bara ogguponsu eftir og sjitt hvað það er notaleg tilfinning. Var búin að fá mig fullsadda af þessum ógeðslegu verkefnum. Kjáninn ég hélt samt að þegar síðasta Matlab-verkefnið væri að baki þá væru sko bjartir tímar framundan... þ.e. þá gæfist loksins tími til að vinna upp allt sem setið hefur á hakanum út af þessum Matlab-verkefnum dauðans. En sú er nú ekki raunin, haldiði ekki bara að aðrir kennarar séu að demba á okkur verkefnum sem við eigum að vinna í páskafríinu (sem er einmitt heilir 5 dagar)... Ég skil nú ekki hvað er að þessum prófessorum... Alltof stutt í próf til að vera að standa í svona monkíbissnes !
4.4.03
Viktoría var að benda mér á að hafmeyjunni minni svipar skuggalega mikið til Marilyn Monroe (fyrir utan hálft fiskeðli náttla)... Ég hafði ekki tekið eftir því en er ekki frá því að þetta sé bara hún. Algjör pæja amk :0) Annars var fyrsti í Matlab í dag. Komumst þokkalega langt áfram og með örlítilli heppni (og hjálp frá kennara) ættum við að geta klárað þetta um helgina.
2.4.03
Operation havfruen tilbage er forbi ! Tak skal du have Tóta.
Úff, ég fór heim í strætó áðan og ómægod hvað strætó getur stundum verið pirrandi. Þegar ég byrjaði að labba út á stoppustöð var vagninn auðvitað nýfarinn svo ég ákvað bara að rölta niður í miðbæ og taka strætóinn þar (þoli nebbla ekki að standa í strætóskýli og hangsa í alveg 10 mínútur). Haldiði ekki að ég hafi þá misst af næsta líka og þurfti þess vegna að lokum að standa í korter í strætóskýli og hanga ... Ekki skánaði þetta nú þegar inn í vagninn var komið. Þá var strætókellan að hlusta á Lindina (kristileg útvarpsstöð) og hafði greinilega mjög gaman af því hljóðkerfi vagnsins var alveg að gefa sig svo hátt spilaði hún... Í gangi var einhvers konar söfnunarþáttur svo að útvarpsstöðin þyrfti ekki að leggja upp laupana. Kvenkynshlustendur áttu að hringja inn og bjóða fram einhvern styrk (peninga sko) og verðlaunin fyrir feitasta stuðninginn voru sko ekki af verri endanum. Einhver Pétur prestur ætlaði nefnilega að bjóða hæstbjóðanda út að borða... Úff ég hélt ég myndi ekki lifa þessa strætóferð af. Það hefði samt verið fyndið ef hommi hefði hriingt inn og yfirboðið allar kellurnar... þá hefði Pétur prestur þurft að bjóða honum... híhí :0)
Djö... allt í fokki
1.4.03
Jæja, þá er 1. apríl runninn upp með tilheyrandi lygum og gabbi... Ég verð nú samt að segja að ég er nokkuð ánægð með hve systur mínar eru orðnar stórar... var búin að fá mig gjörsamlega fullsadda af "Edda sjáðu, það er fjólublár flóðhestur úti í garði.... hehehehe, nei bara djók, fyrsti apríl allt í plati..."-aprílgöbbum (believe me I've had my share). Annars leitaði ég út um allt í mogganum í dag að aprílgabbi en fann ekki neitt. Var að vonast eftir einhverju eins og fréttinni um að silfur Egils væri fundið hérna um árið þegar allir þustu upp í Borgarfjörð að skoða það.... hehe, auðtrúa fífl :0) Þetta gæti samt alveg verið aprílgabb sko.
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |