!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
28.2.03

Ég sit hérna tilbúin til þess að fara á árshátíðina og bíð eftir því að Viktoría sæki mig. Ég er með svo ógeðslega mikið af spennum í hárinu að ég efast um að ég myndi komast í gegnum svona málmleitartæki eins og er á öllum flugvöllum. Vonandi ber spennuþyngdin mig ekki ofurliði. Ef ég vakna með hálsríg á morgun þá veit ég samt hver ástæðan er...

27.2.03

Líkami minn er sem lurkum laminn og ég hef ekki hugmynd um afhverju. Er að drepast í bakinu, öxlunum og löppunum. Ætla að skella mér í heitt og langt bað í von um skjótan bata. Annars verð ég ekki til margra hluta nýtileg á dansgólfinu á Hótel Selfossi annað kvöld (þar er sko árshátíðin okkar...)!

26.2.03

Úff...
Er alveg búin á því eftir sleitulausan lærdóm frá því klukkan níu í morgun. Þessi skiladæmi eru gjörsamlega að fara með mig. Ljósglæta lífs míns þessa dagana er að ég á einungis tvær tilraunir eftir í verklegri lífrænni efnafræði... þegar verklegt klárast græðir maður nebbla aukadag á viku !!! Can't wait.
Hafiði annars tekið eftir því að hafmeyjan mín er berbrjósta ?!? Ég var bara að gera mér grein fyrir þessu. Ætli ég verði sökuð um að taka þátt í klámvæðingunni margumræddu ?

25.2.03

Ekki nóg með að mamma og pabbi eigi brúðkaupsafmæli í dag heldur voru turtildúfurnar Kristín og Sindri líka að kaupa sér íbúð rétt í þessu. Óska ég þeim hjartanlega til hamingju með hana og krefst þess að fá að vera heiðursgestur í innflutningspartýinu :0)

Í dag er afar merkilegur dagur. Foreldrar mínir eiga nefnilega silfurbrúðkaup (það þýðir sko að þau eru búin að vera gift í 25 ár). Mikið vona ég að ég eigi einhverntímann eftir að verða svo heppin að eiga silfurbrúðkaup....

24.2.03

Ætlaði að vera ýkt dugleg og vera uppi á bókhlöðu í allan dag. Hætti þó snarlega við í morgun þegar ég gerði mér grein fyrir að ég er enn með jafnmikið kvef og um helgina og hálsbólgan hefur lítið skánað. Ætla sko ekki að láta mér slá niður í fimbulkulda Hlöðunnar. Afhverju er annars alltaf svona kalt uppi í skóla ? Varla er það af fjárhagslegum aðstæðum því kynding gerist varla ódýrari en á Íslandi (þetta lærði ég sko í orkuferlum...).

23.2.03

Var að horfa á þátt í sjónvarpinu um umhverfisáhrif af Kárahnjúkavirkjun...
Ég skil ekki afhverju Íslendingar ætla að samþykkja samskonar virkjun og aðrar þjóðir sem eru í þessum virkjanabissness prufuðu fyrir um 30 árum og hafa allar komist að raun um að er bara prump. Alveg dæmigert Íslendingar. Hjúkket að ég er bara hálfur Íslendingur. Danir standa sko ekki í svona monkíbissness.

Díses...
Ég er með ógó mikið kvef og þarf alltaf að vera að snýta mér. Eitthvað virðast æðarnar í nösunum á mér ekki höndla allan þrýstinginn frá horinu því að í hvert skipti sem ég snýti mér þá fæ ég blóðnasir. Ég þoli ekki blóðnasir !!!

21.2.03

Úff... ansi margt hefur drifið á daga mína þessa vikuna. Fyrst var próf í Eðlisefnafræði svo var Matlab-verkefni (sem ég var að skila rétt í þessu) en átakanlega lítið var um svefn. Hápunkturinn náðist þó í gær þegar var ég bara næstum því í lífshættu í verklegu. Ég var að sjóða einhver massív efni saman og ekki fór betur en svo að hitamælirinn sem var ofan í þeim sprakk og kvikasilfrið úr honum fór út um allt... (Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er kvikasilfur stórhættulegt). Einhvern veginn tókst mér samt að taka ekki eftir því að mælirinn hefði sprungið og hélt áfram að vinna með efnablönduna sem var öll út í kvikasilfri. Þegar ég áttaði mig á mistökunum þurfti að henda allri glervörunni sem kvikasilfrið komst í snertingu við (þannig að þar fór glertryggingin mín) og ég er var ekkert smá hrædd um að það hefði eitthvað slest á mig og ég myndi líða út af eða eitthvað enn verra ...
Það gerðist sem betur fer ekki.
Anyways, núna ætla ég að leggja mig og fara svo í klippingu.

18.2.03

Er alþjóðlegur dagur beljuaksturs og svínerís ? Annar hver bíll sem ég mætti á leið heim úr skólanum áðan svínaði nefnilega á mér... Einn beljan var þó afburðagrófust og ætlaði ég sko að sýna henni í tvo heimana með frekjulegu bibi (bílflauti sko). Rétt í þann mund sem ég hugðist slengja hendinni á flautuna gerði ég mér samt grein fyrir því að þetta var eldgömul krúttleg kona á eldgömlum krúttlegum bíl svo ég hætti við bibið í snarheitum og brosti bara mínu breiðasta framan í gömlu konuna...

17.2.03

Eins og glöggir lesendur gera sér kannski grein fyrir þá er ég aðeins búin að fokka í útlitinu á síðunni. Er samt ekki alveg orðin sátt, reyni að klára þetta á næstu dögum. Get ekki sett inn kommentakerfið því það er eitthvað bilað. Þið verðið bara að bíða þolinmóð eftir því að geta haldið áfram að láta móðinn mása hér (ekki að þið hafið verið neitt voðalega iðin við það upp á síðkastið...)

Vá hvað mér líst vel á nýju survivor þættina. Ekkert smá gott á kallana að tapa fyrstu keppninni. Reyndar finnst mér það dálítið áhyggjuefni að konurnar eru ekki enn búnar að byggja skýli. Ekki myndi ég meika að sofa innan um tarantúlur, anakondur og fleiri álíka ógeðisdýr. Big ups fyrir heyrnarlausu stelpunni... ekki allir sem myndu þora að fara heyrnalausir í survivor. Ég vorkenndi henni samt ótrúlega mikið þegar allar stelpurnar sátu við varðeldinn og voru að kjafta en hún gat ekki lesið af vörum því það var svo dimmt. Og hinar gellurnar algjörar píkur að fatta það ekki !!

Í kvöld byrjar ný Survivor-sería og er ég að velta því alvarlega fyrir mér að fylgjast með henni (hef ekki fylgst með síðustu 2...). Ástæðan fyrir því að mér finnst þessi einkar spennandi er að ættbálkarnir eru kynjaskiptir og eru kallarnir víst að deyja úr sigurvissu. Ég hef hins vegar tröllatrú á konunum og er forvitin að vita hvernig þeim mun vegna.
Hvað er annars málið með veðrið þessa dagana... það er ekki einu sinni hundi bjóðandi.

Þessi vika á eftir að verða ömurleg... próf í eðlisefnafræði á miðvikudag og matlab-skil á föstudag. Ullabjakk. Þegar þetta matlab-verkefni er búið eru samt bara 3 eftir.
Annars er ég ekki nógu ánægð með niðurstöðuna í Eurovision, hefði viljað sjá Botnleðju vinna þetta... Alltaf gaman að vera öðruvísi í svona keppnum.

15.2.03

Múahahahahahaha...... ekki eru þetta slæmar fréttir.
Kíkti á djammið í gær og það var bara þrusustuð. Er svo á leiðinni að glápa á Eurovision í einhverju teitinu nú á eftir.

13.2.03

Ég er farin að halda að Bloggerinn sé að hefna sín á mér fyrir fádæma bloggleti upp á síðkastið með því að neita að birta allt sem ég hef að segja...
Í gær horfði ég á hinn margumrædda Michael Jackson þátt og ég verð að segja að ég skil fullkomlega að það sé búið að kæra þáttastjórnandann. Hann getur ekki verið þekktur fyrir að segjast ætla að gera hlutlægan þátt um líf Poppkóngsins en lauma svo alltaf bullandi hlutdrægum og niðrandi kommentum að áhorfendum og reyna þannig að hafa áhrif á afstöðu þeirra til málsins. Ég get ekki annað en vorkennt grey Jackson. Hann á alveg óttalega bágt greyið og er lýsandi dæmi hvað getur gerst ef foreldrar leyfa ekki börnunum sínum að vera börn í friði. (Úff... væmin setning...)
Annars var allt að gerast í verklegu í dag hjá mér. Eterinn minn sprakk og allt. Ég fékk næstum hjartaáfall og gargaði af lífs og sálar kröftum...

12.2.03

Ætla ekki örugglega allir að fara í vísó á föstudaginn ?? Það er amk partý hjá verk- og hagfræðinni eftir ferð í Landssímann og ég verð sko þar ! Maður verður að vinna upp slappleika síðustu helgar :0)

11.2.03

Bloggerinn er andsetinn. Þegar ég ætla að publisha eitthvað (sem gerist reyndar sjaldan þessa dagana...) þá kemur bara upp error og ekkert birtist á síðunni. Svo allt í einu þegar ég kíki næst þá er barasta búið að publishast af sjálfu sér. Dularfullt með meiru.
Svo veit ég afhverju DVD-spilarinn og geisladiskabrennarinn virka ekki í tölvunni minni... það vantaði sko bæði. En tölvan fór í viðgerð í dag svo nú vantar barasta ekki neitt í hana lengur :0) Geggjað !

8.2.03

Það er með ólíkindum hvað ég hef haft lítið að segja upp á síðkastið. Þessi helvítis skóli er alveg að ganga af manni dauðum. Það er þó bót í máli að nýjasta Matlab forritið okkar er alveg magnað og sætti ég mig ekki við neitt annað en 10 fyrir það ! Þessa stundina er ég að bagsla við að setja saman hvarfgang fyrir beckmann umröðun oxíms. Það versta er að ég veit bara ekki hvernig hvarfefnin líta út. Ef einhver veit byggingu á hydroxylamine hydrochloríði og sodium acetate trihydrati þá má sá hinn sami gjarnan láta mig vita :0)

5.2.03

Ja hérna, fékk loksins lykilorð að íslendingabók í dag en þá liggur síðan bara niðri. Alveg hreint dæmigert. Það er vísó í Marel á föstudaginn, held það verði svaka stuð sko :0)

3.2.03

Þá er HM í handbolta búið og maður getur aftur farið að snúa sér aftur að hversdagsleikanum... þ.e. stöðugum lærdómi. Annars er svo ógeðslega kalt þessa dagana að mér finnst veðrið varla mönnum bjóðandi og þaðanaf síður námsmönnum sem hírast á ísköldum lesaðstöðum Háskólans. Spáiði í hvað það væri næs ef Ísland væri á svipaðri breiddargráðu og Mallorca. Það væri sko munur !!!
Já og bæðevei, ég er ekki enn búin að fá lykilorðið mitt í Íslendingabók og er óþolinmæðin aðeins farin að segja til sín...