Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
31.1.03
Hvernig geta landsliðsmenn kiknað jafnmikið undan pressu og nokkrir af "strákunum okkar" gerðu í landsleiknum gegn Spáni í gær. Ég hélt að þetta væri ekki hægt. Þeir vinna við að spila handbolta og klikka svo trekk í trekk í þýðingarmestu leikjunum. Í alvöru, á köflum í gær hefðu þeir alveg eins geta hafa verið í brennó eða rúlluleik eða eitthvað. En hvað um það, eins gott að þeir nái að halda sér meðal efstu 7 liðanna, annars komast þeir ekki á Ólympíuleikana. Svo er ég komin með vibbaleið á virkjanaumræðum ! Ef það eru ekki Kárahnjúkar þá eru það Þjórsárver. Á endanum á líklega að virkja Þingvallavatn og Gullfoss !
29.1.03
Í gær sótti ég um aðgang að Íslendingabók íslenskrar erfðagreiningar og bíð nú óþreyjufull eftir að fá leyniorðið mitt sent heim. Það verður spennandi að komast að hverjum maður er skyldur... ekki að þetta sé svo merkilegt fyrir mig, ég er nebbla hálfdönsk og á þess vegna miklu minna af ættmennum hér á fróni en almennt gengur og gerist. Viktoría er samt ein af útvöldum því hún er frænka mín, og ekki einu sinni neitt voðalega fjarskyld.
28.1.03
Ég er búin að vera svo duglega að læra síðustu daga að það jaðrar við geðveiki. Samt er ég enn ekki byrjuð að læra í 2 fögum. Skil ekki hvernig þetta er hægt !! Annars var kominn tími til að Egill breytti útlitinu á síðunni sinni, hann er sko búinn að vera með gamla útlitið í alveg 2 næstum því tvo mánuði... ekkert smá glataður gaur !! Ljósakortið mitt rennur út á föstudaginn svo ég verð að grilla mig það sem eftir er vikunnar. Ekki láta ykkur bregða þó þið sjáið glóandi eldhnött sem svipar dulítið til mín í útliti....
26.1.03
Ef einhver veit um sniðuga leið til að redda sér húsnæði í Kaupmannahöfn yfir sumatíma má sá hinn sami gjarnan láta mig vita.
25.1.03
Tölvan mín er svo tæknileg að ég ræð bara ekkert við hana. Í gær ætlaði ég að prenta út matlab-verkefnið, tengdi hana því við litaprentarann og ýtti á print. Haldiði ekki bara að hinn prentarinnn byrji að prenta (og hann var sko alveg langt langt í burtu og ekkert tengdur við tölvuna)... Ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið og varð alveg ýkt ringluð. Málið er víst að það er einhver innrauð tenging við prentarana sem sendir bara á þá það sem á að prenta... ég veit ekkert hvernig ég get valið milli prentara þá.
24.1.03
Yess, námslánin eru komin. Þá get ég farið að lifa einhverjum vott af lífi aftur. Ástandið var orðið svo slæmt að í morgun laumaði mamma að mér þúsund kalli í nestispening...
23.1.03
Úff, þessi dagur er búinn að vera svo erfiður. Mætti í skólann klukkan átta eftir frekar stuttan nætursvefn. Skrópaði í tímum til hálftvö til að freista þess að klára Matlab forritin (sem á að skila á morgun). Fór þá í verklegt, kom heim klukkan korter í sjö, fór beint að sækja Auði systur og er nú á leið til Kristínar til að halda áfram með Matlab. Í mikilli sjálfsvorkunn óskaði ég einskis heitar en að það væri eitthvað gott í matinn því það hefði glatt mitt litla hjarta ákaflega mikið. Mér varð því miður ekki að ósk minni... það var nefnilega örbylgjað Tofu í matinn !! P.S. Góðu fréttirnar eru þó að öll Matlab forritin okkar virka, eigum bara eftir að svara hinum og þessum dæmum.
21.1.03
Obbobobb !! Allt í einu fattaði ég að ég er ekki skráð í Lífræna II. Ástæðan er sú að námskeiðisnúmerið er vitlaust í kennsluskránni svo ég var skráð í einhvern bandvitlausan áfanga. Hjúkket að ég fattaði þetta því það er víst síðasti séns að skrá sig í nýja áfanga á morgun... Svo eru allar einkunnirnar mínar komnar svo námslánin ættu að fara að skila sér í hús á allra næstu dögum :0)
20.1.03
Úje, það er loksins búið að tengja tölvuna mína við þráðlausa netið hérna heima. Svo er Matlab líka komið í lag. Samt er ennþá bögg á dvd-spilaranum og svo finn ég barast ekki cd-brennarann... Frekar undarlegt finnst mér sko. Afhverju er alltaf eitthvað bög á nýjum tölvum ? Afhverju geta þær bara ekki verið tilbúnar fyrir mann svo maður geti byrjað að leika sér í þeim um leið og maður fær þær ? Landsleikurinn við Ástrali sökkaði svo feitt. Ég skammaðist mín svo mikið fyrir hönd Ástralanna að ég meikaði ekki að horfa á hann...
19.1.03
Ég er búin að vera ýkt löt um helgina. Lærði ekkert í gær og er eitthvað að rembast við tölulega greiningu núna. Það gengur því miður ekkert alltof vel. Eintóm sannana-dæmi og ég nenni ekki hálf að reyna við þau. Sný mér bara að matlab. Yess.
18.1.03
Ég er sem lurkum lamin eftir djammið í gær... Með kúlu á hausnum og marin á annarri öxlinni. Ástæða áverkanna er að ég hrundi beint á hausinn af einhverjum sófa. Hvernig það gat gerst er mér hulin ráðgáta...
17.1.03
Komið helgarfrí og ég er á leiðinni í vísindaferð í Íslandssíma á eftir. Vonandi verður vel veitt, nóg af bjór og ekki myndu pizzur eða eitthvað í þeim dúr skemma fyrir... Um helgina er það svo fyrsta forritunarverkefnið í Matlab, sjitt hvað það á eftir að verða leiðinlegt og erfitt.
16.1.03
Ja hérna, haldiði ekki bara að ég hafi fengið einkunn í dag... þá er bara ein eftir.
15.1.03
Svei mér þá ef nýja lagið með Justin Timberlake er ekki bara nokkuð gott... Annars er ég með kenningu um ástæðu sambandsslita Justins og Britney. Eins og flestir vita á Britney að hafa haldið framhjá honum með einhverjum sameiginlegum vini þeirra og í kjölfar þess gat Justin litli ekki treyst henni og þess vegna hættu þau saman. Eitthvað hlýtur samt að hafa hrakið Britney út í framhjáhald og ég held að orsökin sé getuleysi Justins. Kommon, það er ónáttúrulegt hvað hann getur náð háum tónum og því hallast ég að því að hann hafi verið geldur í Mikka-Mús klúbbnum forðum daga. Tilgátu minni til stuðnings get bent á að Britney er ekki sú eina sem haldið hefur framhjá honum... Úff, spáiði annars í því hvernig það er að vera geldur, það er ábyggilega lítið fjör ! P.S. ég er búin að fá tölvuna mína og hún er svoooo fín.
14.1.03
Eins og einhverjir vita er ég að fara að fjárfesta í tölvu. Ákvað í gær að skella mér á þessa hér sem er nokkuð flott sko. Hins vegar var karl faðir minn að tilkynna mér rétt í þessu að hann hefði fengið tilboð á aðeins dýrari tölvu, nebblega þessari hérna og hef ég ákveðið að fá hana frekar. Þetta er alveg geðveikt og ég er í skýjunum. Fæ tölvuna í fyrramálið og áhugasamir mega koma og dást að henni, bara láta vita hvenær von er á ykkur...
13.1.03
Mér finnst ógeðslega fyndið að gaurinn sem rappar í Betu-rokk-rapplaginu (sem er ömurlegt bæðevei) sé ekki í myndbandinu heldur einhver annar gaur sem þykist vera að rappa. Reyndar skil ég það mjög vel, ekki myndi ég fyrir mitt litla líf gera nokkrum manni það mögulegt að bendla mig við þetta hryllingslag, hvað þá koma fram í myndbandinu...
12.1.03
Ég þarf víst að fara upp í nemendaskrá til að fá staðfest námsyfirlit svo ég geti sótt um DTU. Úff ég er strax farin að kvíða fyrir samskiptum við beljurnar sem ráða þar ríkjum. Ég sver það sko, alltaf þegar ég hef farið þangað hafa þær verið með einhvern dónaskap. Þær hljóta að vera á eilífum frussutúr allar saman... og eflaust á þörfinni í þokkabót.
Var ýkt dugleg í morgun. Vaknaði klukkan ellefu og skundaði beinustu leið í World Class þar sem ég tók þvílíka lyftingaræfingu. Stefnan er að fara aftur í fyrramálið og helst fimm sinnum í viku alla önnina...
11.1.03
Kíkti aðeins til Hauks í gærkvöldi þar sem hann sat að drykkju ásamt Agli, Manna og Magga. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafnmiklum barnaskap og fíflalátum og efast ég um að sameinaður hrekkjasvínaklúbbur grunnskóla landsins myndi komast í hálfkvisti við þá. Ótrúlegt hvað sumir geta hlegið lengi að sömu bröndurunum. Sem betur fer var Siggi edrú mér til samlætis og héldum við uppi málefnalegum umræðum í von um að hinir sæju að sér. Því miður rættist sú ósk ekki...
10.1.03
Bömmer að vera ekki Reyðfirðingur í dag. Það á nefnilega að slá upp hörkudjammi á Reyðarfirði í kvöld í tilefni þess að eitthvað merkilegt var ákveðið um Kárahnjúkavirkjun álverið sem Alcoa ætlar að reisa þar í dag. Það væri bókað gaman að vera fluga á vegg í því teiti... A.m.k. skemmtilegra en að fara á Astró í vísindaferð. Annars er úr mér allur máttur því ég stefni að því að hefja lestur á nýjan leik á morgun. Grey ég.
9.1.03
Díses... Nú fer að styttast allverulega í að sumir prófessorar sem ekki hafa skilað inn einkunnum megi hoppa upp í óæðri endann á sér. Við Viktoría rákumst á Reyni Axels á vappi um VR2 í dag og vorum að velta því fyrir okkur hvort við ættum að hræða hann með nokkrum illkvittnum kommentum til þess drullast til þess skila einkunnunum. Ákváðum samt að gera það ekki...
Á morgun er víst vísindaferð á Astró... Veit ekki alveg hvernig sú ferð á eftir að vera. Ætla astrógaurarnir að halda fyrirlestur um hvernig þú getur orðið tjokkó á 10 dögum eða hvaða aflitunarefni er best ?!? Fyrst hélt ég sko að þetta væri grín, kommon maður fer í vísindaferðir hjá svona fyrirtækjum úr atvinnulífinu og svo eftir það er í lagi að fara á skemmtistaði. Amk efast ég stórlega um að ég fari. Hyggst chilla annað kvöld, hver veit samt hvað laugardagskvöldið ber í skauti sér...
8.1.03
Ég er víst í eyðu alla miðvikudagsmorgna milli hálftíu og ellefu. Hugðist stefna á að nýta hana í lærdóm... Það gekk í fimm mínútur í dag því haldiði ekki að sóðapjakkarnir Haukur og Egill séu akkurat í pásu á sama tíma. Það er nokkuð ljóst að pásan sú arna verður ekki nýtt í margt skynsamlegt þessa önnina... Ætli ég endi ekki yfirleitt á að láta þá leiða mig út í einhvern subbuskap.
7.1.03
Það er greinilegt að megn óánægja er meðal okkar HÍ-nemenda út af slökum einkunnaskilum og engum námslánum... Annars óx enn frekar á óánægju mína í dag. Mætti semsagt í fyrsta skipti í skólann í morgun og átti að vera í 4 fyrirlestrum fyrir hádegi. Haldiði ekki bara að prófessorinn í tölulegri greiningu hafi ákveðið að hafa auka fyrirlestur eftir hádegi svo ég var ekki búin í skólanum fyrr en fjögur. Mér finnst þetta algjör dónaskapur. Annars held ég að þessi tölulega greining verði hell.... bókað fallfag annarinnar.
6.1.03
Úff jólafríið er senn á enda og ég er ekki búin að gera næstum því allt sem ég ætlaði að gera í því. Annars finnst mér það vera háskólanum til háborinnar hneisu að það skuli vera byrjað á nýrri önn áður en það er búið að fara yfir próf síðustu annar. Skilur skrifstofufólkið ekki að það er dálítið erfitt að kaupa bækur og svona þegar það er ekki búið að borga út námslán ?!?
Oj barasta. Þetta lofar ekki góðu. Verklegt eftir hádegi á föstudögum (athugið að þá eru vísindaferðir) ... nokkuð ljóst að ég mun leggja mig alla fram við að fá þessu breytt.
5.1.03
Ég get ekki beðið þangað til vísindaferðirnar byrja aftur. Það er óþolandi að þurfa að borga öll djömm sjálfur... Miklu betra að láta einkafyrirtækin borga hluta. Annars var svaka stuð í gær þótt að ég hafi eytt aðeins meiri pening en ég ætlaði mér.
4.1.03
Gott ef maður skellir sér bara ekki á djammið í kvöld... Annars sé ég fram á miður skemmtilegar vikur á næstunni. Hún móðir mín var nefnilega að handleggsbrjóta sig og er í gifsi frá öxl niður á putta og má þar af leiðandi ekki gera neitt... Ofan á það að skólinn sé að byrja bætast því milljón heimilisverk. Buhu.
2.1.03
Ég vann mér inn sexþúsund kall í dag. Ekki er það amalegt svona þegar bókaskammtur næstu annar fer að grafa undan skemmtanasjóði vetrarins. Annars finnst mér ósanngjarnt að ég fæ miklu styttra jólafrí heldur en fólk sem er ekki í verk- eða raunvísindadeildum.
1.1.03
Ég vil að alþjóð fái að vita hvurslag skíthæll hann Egill getur verið. Fyrr á þessu ári gerðum við heiðursmannasamkomulag um að ef ég myndi borða ál þá fengi ég að spjalla við hinn úglenska Justin. Ég stóð við minn hluta samningsins á annan dag jóla þegar ég píndi ofan í mig ál og það voru meiraðsegja fjögur vitni viðstödd. Egill neitar þó að trúa mér og sakar mig um lygar í þessum efnum... Mér finnst svona framkoma alveg óforborganleg og krefst viðbragða lesenda.
Gleðilegt ár öllsömul :0) Gærkvöldið var með eindæmum fínt, eyddi ekki krónu (fyrir utan það sem ég keypti í ríkinu sko...) og verður það að teljast góður árangur á nýársnóttu. Annars er ég búin að vera í hörkuchilli í allan dag og fixaði meiraðsegja síðuna svona oggupons. Samt er ennþá eitthvað fokk á tripod svæðinu mínu því gamla bloggið mitt er allt týnt. En ég nenni nú ekki að pæla í því núna. Farin í sturtu til að skola af mér sukkfýlu gærdagsins.
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |