!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
30.9.02

Harpa óskar eftir fleiri nördasögum í gestabókinni. Því miður getég ómögulega látið mér detta neitt í hug núna þar sem ég var að vinna með lífræna leysa inni í loftskáp í allan dag. (Fyrir þá sem fatta ei samhengið er rétt aö úrskýra: Er pínu skrýtin í hausnum eftir að hafa andað að mér eiturgufum í samfleytt sex klukkustundir.)
Mun þó reyna að verða við bóninni fljótlega, Harpa mín :0).

Fyrst að myndabirtingar eru komnar í tísku á ný þá gat ég ekki staðist freistinguna við að birta þessa líkar snilldarmynd af Sigga. Er þetta annars ekki hann ??

Slött
Ég vil koma því á framfæri að Egill er álkynhneigð drusla. Skyndilega er orðið alls óvíst um hvort að ég komi til með að kenna honum efnafræði.

29.9.02

Ja hérna. Mér finnast ásakanir Tótu koma úr hörðustu átt og þá aðallega í ljósi þess að hún er í læknisfræði og ekki veit ég betur en þeir séu nördar nördanna. Ok, kannski slá þeir ekki um sig með skemmtilegum kommentum eins og að orka alheimsins sé fasti (sem bæðevei er kúl) heldur húka þau uppi á hlöðu öllum stundum og sleppa sko næstum alltaf að fara í bíó :o)
Ég verð samt að viðurkenna að ég fell fullkomlega að skilgreiningu Tótu um nörda, en reyndar held ég að flestir í kringum mig geri það líka svo ég sætti mig barasta við það.
Annars var tekið hressilega á því á föstudagskvöldið... fórum í vísó í Europay og þar var gríðarlega mikið stuð. Held að það sé best að láta bara myndirnar tala sínu máli. [1, 2, 3, 4, 5, 6]. Alltaf stuð í verkfræði.

25.9.02

Síðastliðið laugardagskvöld var lambahryggur í kvöldmatinn heima og eins og flest sómasamt fólk þá skerum við alltaf fituna burt og setjum á svona sérdisk því spik er vont á bragðið (og óheyrilega fitandi náttla líka). Svo þegar allir voru búnir að skera fituna sína í burtu kom í ljós að fitumagnið var nánast jafnmikið og kjötmagnið og þá fór mamma að býsnast yfir að hafa borgað jafnmikið fyrir fituna og ketið. Í sakleysi mínu benti ég henni þá á að fitan væri eðlisléttari en kjötið og því hefði hún borgað miklu minna fyrir hana. Haldiði ekki bara að allir reki þá upp þennan roknahlátur æpandi og emjandi hvílíkur nörd ég sé.
Í gær sátum við svo enn á ný að snæðingi og ræddum um köngulær (og þá aðallega svörtu ekkjuna) af því litla systir mín hafði verið að læra um skordýr í skólanum. Þá mundi ég allt í einu eftir þeirri undarlegu en merkilegu staðreynd að karlkyns býflugur eru bara einlitna og án umhugsunar skellti ég þeim fróðleiksmola eins og ískaldri vatnsgusu framan í fjölskyldumeðlimina og enn á ný tóku hlátrasköll völdin. Í kjölarið var mér svo tjáð að ég væri nörd. Ég vil hér með koma því á framfæri að mér finnst ég ekki vera nörd.

22.9.02

Fór á xXx á föstudagskvöldið og óboj óboj hvað vin Diesel er flottur. Úff... ég er liggur við ennþá eftir mig. Annars er ég bara búin að vera róleg um helgina enda er þetta vinnuhelgi hjá mér og því var ekkert kíkt út á lífið.
Á föstudaginn komst ég hins vegar að þeim miður skemmtilegu fréttum að ég hef lifað í blekkingu síðastliðin 2 ár. Þannig er nefnilega mál með vexti að pabbi mældi hvað ég væri stór fyrir ca 2 árum og í ljós kom að ég var 179 cm og Dagný systir átti að vera 1og hálfum cm minni. Svo fór hún til læknis um daginn og haldiði að hún sé ekki bara 176 og þar af leiðandi er ég bara 177 og hálfur. Svekkjandi maður...

20.9.02

Hann faðir minn var að koma frá Kanada og í farteskinu hafði hann 9 DVD myndir mér og öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillar gleði. Þar af voru snilldarmyndirnar Pretty Woman, Traffic, Shawshank og síðast en ekki síst Full Metal Jacket sem er tær snilld. Það var því með nokkrum biturleika sem ég fór í vinnuna í gærkvöldi því óneitanlega trekkti DVD-spilarinn.
Því miður lítur út fyrir að kvöldið í kvöld verði eitthvað magurt skemmtanalega séð amk frá mínum bæjardyrum séð. Er víst að fara að vinna en hvur veit hvort maður mæti á Astró eftir það til að sýna sig og sjá aðra.
Annars hef ég ákveðið að herma eftir Agli og flokka tenglana mína eftir bloggiðni. Þeir sem hafa ekkert bloggað í vikutíma eða lengur hljóta hér eftir titilinn lufsur (sem er víst nýjasta háðsyrðið í rappbransanum, skv minni ástkæru systur) en hinir iðnu eru auðvitað flotta fólkið.

19.9.02

AS IF
Keypti Cluless á DVD úti í Glasgow og var að enda við að horfa á hana. Þessi mynd er alveg hreint gargandi snilld og mér finnst hún bara verða betri og betri í hvert skipti sem ég horfi á hana. Síðasta laugardag horfum við Viktoría svo á Dirty Dancing heima hjá Kristínu (hún var audda með líka) og ég bara var búin að gleyma hvað hún er góð. Ætla sko líka að eignast hana á DVD.
Annars er ég ýkt fúl. Kemst ekki í vísó á morgun því það fylltist í hana á nótæm. Ég sem var búin að fá frí í vinnunni og allt. FöCk ! Hef hugsað mér að bæta mér þetta upp með því að fara á XXX og slefa yfir flottum kroppi.

17.9.02

Rödd letinnar (þ.e. Egill) hringdi í mig í gær og spurði hvort ég vildi ekki fara í bíó. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema að klukkan var að verða tíu og ég sat og stritaði við lærdóm gjörsamlega úrvinda eftir langan og strangan dag (vaknaði sko hálfsjö og fór í WC, var svo í skólanum til 5 og fór beint á landsleikinn) svo ég afþakkaði pent. Haldiði ekki að röddin fari bara að suða í mér... það var eins og sjálfur satan væri að seiða samviskusemi mína í burtu og skilja í hennar stað eftir sóðaskap og undarlegar tilfinningar í garð Jóns Leifs. Ég gaf þó ekki undan og neitaði bíóferðinni (svona er ég viljasterk). En hvað haldiði annað en að röddin hafi lagt á mig bölvun og yfirfært hluta af gríðarlegri leti sinni yfir á mig með þeim afleiðingum að ég hef ekkert lært frá því klukkan hálftíu í gærkvöldi. Þetta er náttúrulega hin argasta hneisa og krefst ég þess að bölvuninni verði aflétt hið fyrsta. Annars fer ég að finna eglísku-vúdú-dúkkurnar mínar og fara í dúkkuleik með þeim.

13.9.02

Ekki er öll vitleysan eins
Eins og flestir vita þá er mér ekkert sérstaklega vel við Keikó. Mér finnst bara út í hött að eyða mörgum milljörðum í að venja einhvern háhyrning við "frjálst líf" eða hvað þetta er sem Kanarnir vilja honum. Það er svo ekki á málið bætandi að í svo til hverjum einasta fréttatíma þá fær maður fréttir að afdrifum grey hvalsins. Fyrir nokkrum vikum var hann staddur í Færeyjum og höfðu þjálfarar hans miklar áhyggjur af að hann væri bæði áttavilltur og svangur. Svo í síðustu vatt hann sér til Noregs, Norðmönnum til mikils ama því allir fiskarnir í firðinum sem hann dólar sér í eru hræddir við hann og þora ekki að vera þar. Nokkrir fiskunnendur voru í þann mund að miða nokkrum haglabyssum á hann (þrátt fyrir áköf mótmæli Birgitte Bardot) þegar í ljós kom að greyið er með kvef og blóðsjúkdóm. Núna er hann því kominn á pensilínkúr.

Mér fannst allar þessar fréttir íslenskum fjölmiðlum til háborinnar skammar en ég held að nýjasta Keikó-fréttin slái þeim öllum út. Á mbl.is má nefnilega lesa að norskur dýratúlkur hafi átt langt hugsanaflutningssamtal við Keikó og segir hann kvarta sárlega undan makaleysi. Hér á eftir mun ég vitna í greinina: "Astrid Moe segir í samtali við norska blaðið Adresseavisen, að Keikó segist vera að leita að maka en efist um að sú leit beri árangur. Hún segir að Keikó hafi verið mikið niðri fyrir. Hann finni fyrir togstreitu milli tveggja heima og sé í tilvistarkreppu. Þess vegna gangi honum illa að samlagast öðrum háhyrningum. Þetta hafi líka haft þau áhrif að hann virtist vera veikur í síðustu viku því hann skorti orku. Þá fari bátafarganið á Skálavíkurfirði í taugarnar á honum en honum finnist mjög gaman að horfa á fólkið á bryggjunni." Ekki nóg með þetta heldur klæjar hann líka í bakið út af sendinum sem er búið að planta í hann. Greyið Keikó, ég segi nú ekki meir.
Þeir sem hafa áhuga á að lesa greinina í heild sinni gjöri það hér.


Úje, var að koma af Quarashi tónleikunum og ÓMÆGOD hvað þeir voru góðir. Ég hef bara sjaldan upplifað jafn kröftuga og flotta tónleika. Kaupi mér sko diskinn strax á morgunn. Travis tónleikarnir voru sko bara skítur á priki miðað við þessa. Kostaði bara 3200 kall (reyndar þurfti ég ekki að borga því ég fékk ókeypis... liggaliggalái) og þetta var þriggja tíma prógramm. Annað en á Travis-smavis þegar maður borgaði 5þúskall fyrir skitna tvo tíma !!! Allavegana eruð þið sem misstuð af þessu sjói ýkt óheppin og beini ég þeim tilmælum til ykkar að láta það ekki gerast aftur.

10.9.02

Komin aftur á klakann, þónokkrum þúsundköllum fátækari en með 40 kg í farteskinu (þ.e. í farangri sko). Í Glasgow var mikið um grín og gaman en óneitanlega mest um búðir. Er ennþá þreytt í fótunum eftir allt búðarápið. En engu að síður mjög skemmtileg ferð ekki síst í ljósi þess hvað ég keypti mér fína hluti. Annars gerði ég nú ýmislegt annað en að versla (samt ekki mikið....), settist inn á pöbba og veitingastaði, fór í svona sight-seeing-tour í opnum strætó (og þá komu audda þrumur, eldingar og hellidemba) og síðast en ekki síst fór ég í 13 hæða bíó að sjá The Importance of Being Earnest. Þetta er sko ekki gamla útgáfan heldur glæný með Colin Firth, Rupert Everett og Reese Witherspoon í broddi fylkingar en það er líka fullt af öðrum frægum leikurum í myndinni sem ég man ekki alveg hvað heita. En ómægod hvað þetta var góð mynd, ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel í bíó. Þessi fer sko í DVD safnið um leið og hún kemur út.
Svo var eitt geðveikt kúl.... við Dagný vorum í einhverri rosa stórri bókabúð að skoða okkur um þegar við allt í einu tókum eftir því að það var verið að spila Sigurrós í hljóðkerfi búðarinnar. Mér fannst þetta geðveikt kúl og þjóðerniskenndin kom óneitanlega upp í mér. En nú er ég farin að læra eðlisefnafræði 1 og 2. Fyrir ykkur sem ekki vita það þá fara fyrirlestrarnir í þeim áföngum fram á ensku og krefst ég þess að fá mikla vorkunn og umhyggju frá ykkur öllum sökum þess. BuHu !!

5.9.02

Adios amigos...Glasgow here I come
Jæja, nú er einungis hálfur sólarhringur í að ég fari til Glasgow, og ég er hvorki byrjuð að pakka né redda gjaldeyri. Var að koma heim úr skólanum en ég er búin að hanga í tölvuveri okkar efnaverkfræðinga frá hádegi að reyna að finna kóða fyrir eitthvað grafadót. Semsagt mikið grín og mikið gaman. En vindum okkur að öðrum og meira spennandi hlutum... veðurfar í Glasgow hentar einkar vel til verslunarleiðangra, um tuttugu stiga hiti og nokkuð heiðskírt. Það er mjög gott, því þá er maður í passlega miklum fötum til að vera enga stund að vippa sér í og úr í mátunarklefunum. Anyways, sí jú leiter gæs... góða skemmtun um helgina.

3.9.02

Ég er búin að læra afar mikið af nýjum hlutum í dag. Notaði makka í fyrsta skiptið á ævinni (það var frekar skrýtið, er of vön PC-tölvum og lyklaborðum) og svo var ég líka að læra á forrit sem heitir Mathematica (minnir mig) og er bara hreint út sagt algjör snilld... er meira að segja að pæla í að fjárfesta bara í svoleiðis þótt það kosti heilar 10 þús krónur.
Áðan var ég svo að skoða íþróttablað morgunblaðsins og hvur haldiði að tjái sig þar um leik FH og Keflavíkur í gær annar en Magnús Ingi Einarsson (svo er meiraðsegja ýkt flott mynd af honum þar við). Hátíðleikinn var í heiðri hafður í máli Magga og verð ég að segja að ég held að sjaldan hafi nokkrum tekist að lýsa knattspyrnuleik með jafn fáguðum, listilegum og hnitmiðuðum orðum.
Svo legg ég til að allir hrópi þrefalt húrra fyrir Viktoríu gellu sem náði tölvunarfræði :0)
Hún lengi lifi... Húrra, húrra..... húrraaaaa

2.9.02

Úff, ég er að reyna að massa skiladæmin í stærðfræðigreiningu og það gengur svosem ágætlega... samt er ég ekkert í skýjunum yfir að vera farin að skila dæmum á ný sko. En eins og venjulega þá er þetta vont en það venst.
Annars er hún móðir mín farin að hafa miklar áhyggjur af tilvonandi brottför minni af heimilinu (sem verður eftir hvorki meira né minna en tvö ár þegar ég hyggst setjast á skólabekk í DTU) því hún heldur að ég muni svelta til dauða því ég kann ekkert að elda. Þess vegna hefur verið ákveðið að ég eigi hér eftir að elda amk einu sinni í viku (og þá helst eitthvað ódýrt því mamma er sannfærð um að ég muni líka vera við það að deyja úr fátækt og eigi þess vegna ekkert að vera að bruðla með péninga í matarinnkaupum). Ég er nú ekkert alltof ánægð með þetta hlutskipti mitt af því að mér finnst alveg ógissla leiðinlegt að elda. Buhu, aumingja ég.
Annars rakst ég á ansi hreint skemmtilega síðu í gær, haldiði ekki bara að hann Bragi sé kominn með heimasíðu. Það er alveg geðveikt því nú hef ég enn aðra síðu til að skoða þegar ég nenni ekki að læra :0)
Bragi fær að sjálfsögðu sæti í tenglunum mínum.

1.9.02

Oj bara hvað ég er búin að vera ódugleg að blogga. Þetta er bara hin argasta hneisa. Ég var þó með eindæmum upptekin í síðustu viku af því að ég þurfti að klára að þýða allt draslið upp í vinnu fyrir föstudaginn (þá var sko útgáfupartý) og sjitt hvað það munaði litlu að ég hefði ekki náð því. Eins og glöggir kunningjar mínir hafa kannski tekið eftir fór ég alltaf beint eftir skóla upp í vinnu og var þar svona smá fram eftir kvöldi. Á fimmtudeginum átti ég þó ósköpin öll eftir og ofan á það bættist að einhverju af textanum sem ég var búin að þýða var breytt (bæðevei... hvað er eiginlega málið með það) svo ég þurfti að dúsa þar til að verða eitt um nótt. Sökum þess var ég handónýt á föstudeginum (NB. þurfti samt að fara að vinna eftir skóla) og ef ég hefði ekki náð að leggja mig í þrjúkorter hefði ég bókstaflega lognast út af annaðhvort í vinnupartýinu eða í vísindaferðinni í VSÓ. Hjúkket að ég gerði það ekki því það var massagaman :0) Astró kom meira að segja á óvart: Stór bjór á 300 kall og fullt af öðrum tilboðum líka sem ég nýtti mér þó ekki. Svo sá ég heldur ekkert til FM-hnakka, Fjölnis eða Þórs Jósepssonar og jók það enn meira á gleði mína.

En Edda var sko ekki lengi í paradís því auðvitað þurfti eitthvað að gerast sem skyggði á hreintóna gleði mína... í eitt skipti sem oftar var ég nefnilega stödd á dansgólfinu og haldiði ekki bara að það vindi sér upp að mér einhver strákur sem fer að dansa við mig. Mér var nú svosem sama um það því svoleiðis vill nú brenna við á öldurhúsum borgarinnar og því dansaði ég bara við hann. Skyndilega greip hann þó um höndina mína og fór að strjúka henni eftir rassinum á sér, ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og enn síður hvað ég átti til bragðs að taka. Þess vegna stóð ég bara eins og mongó og leyfði honum að misnota hönd mína. Þegar hann hugðist færa hana á annan og mun dónalegri stað (typpið á sér fyrir þá sem ekki fatta) þá féllust mér samt gjörsamlega hendur og ég hljóp veinandi og æpandi til Viktoríu.