Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
29.3.02
Frí er tákngervingur alls sem gott er í heiminum AHHH........ frí er gott. Núna þegar maður er aðeins kominn með nasaþefinn af því hvernig það er að vera í fríi (gleymdi jólafríinu fyrir allavegana 2 mánuðum) þá hlakkar maður óneitanlgega til sumarsins. Verst að ég er ekkert á leiðinni til sólarlanda, sem er skandall af því að ég hef ekki farið í almennilega sól síðan í útskriftarferðinni eftir 5. bekk (fór samt til Danmerkur síðasta sumar en það telst ekki með af því að hitinn fór ekki upp fyrir 30 stig). Það er þó örlítil bót í máli að við Viktoría (og etv Haukur) erum að pæla í að fara í verslunarferð í haust. Síðustu dagar eru allavegana búnir að vera geðveikt notalegir og kvöldið í kvöld verður vonandi ekki síðra en við ætlum öll á djammið í fyrsta skipti í langan tíma. Rock on baby !!! Svo er ég sammála Hauki, fariði að blogga þarna letingjarnir ykkar !!! P.S. Ég vil þakka Agli fyrir að hafa sett þessa yndislegu mynd af systur minni inn á netið. Hún var ekki sátt en ég skemmti mér konunglega að sýna fjölskyldunni og vinum hennar hana.
26.3.02
Til Hauks Elsku Haukur, þú ert að misskilja big time, það var engin reiði fólgin í umfjöllun minni um Óskarsverðlaunahátíðina og LOTR. Þið karlmenn skynið bara reiði, pirring og tuð úr öllu sem við kvenfólkið segjum. Ég vildi einungis benda þér góðfúslega á að e.t.v. ættir þú að endurskoða eitthvað af þessum yfirlýsingum sem þú ert alltaf að gefa um að LOTR sé besta mynd allra tíma og fleira í þeim dúr. Þegar yfirborðskenndu Kanarnir hafa komist að hinu sanna í þessu máli held ég að það sé kominn tími til að þú hugsir þinn gang. Ég vona því að þú gerir þér grein fyrir að ég skrifaði þennan litla pistil einungis með velferð þína og hamingju að leiðarljósi og það særir mig að þú skulir halda að ég hafi á einhvern hátt ætlað að setja út á þig. Þó vil ég benda lesendum á að í blogginu hans Hauks kemur glögglega fram hvert sterkara kynið er.
25.3.02
Ég hef sagt það áður og segi það enn að Óskarinn er og verður kjaftæði !!!! Núna hefur hin "bráðsnjalla" akademía greinilega ákveðið að ár svertingjanna væri komið eftir að gengið hafði verið framhjá Denzel Washington og fleiri blámönnum í nokkuð mörg. Það er svosem kominn tími til að negrarnir fái einhver verðlaun líka en kommon, Halle Berry ...... hvað er það ??? Nicole Kidman átti SVO að vinna. En ég er samt ánægð með að Lord of the Rings hafi ekki fengið fleiri verðlaun og vonandi fer Haukur að sætta sig við að þrátt fyrir að bækurnar séu mjög góðar þá þýðir það ekki að myndin sé ólastanleg. Þvert á móti hefði hún getað verið miklu betri þó að sumir vilji ekki viðurkenna það (ég nefni þó engin nöfn). En mér sýnist svo að spantilraunin í eðlisfræði og skiladæmin í greiningu keppi um titilinn FÖKK vikunnar þar sem ég skil hvorki upp né niður í báðum tveimur. Ég nenni samt ekki að velta mér upp úr því þar sem að núna er einungis EINN dagur í páskafrí.
24.3.02
Mig langar bara að hrósa strákunum fyrir alveg frábært matarboð, maturinn var geðveikt góður og greinilega eldaður af mikilli ástúð. Þið eruð algjörar dúllur !!!
23.3.02
Obbobobb...... er ég að missa af einhverju ? Er fólk í keppni um hver getur bloggað minnst eða ???? Ef svo er þá vil ég biðja ykkur um að hætta þeim leik, hann er ekkert skemmtilegur heldur þvert á móti drulluleiðinlegur. Síðan má einhver kenna mér að setja inn myndir !
Ég er bara farin að halda að strætó hafi eitthvað á móti verkfræðinemum !!! Við vorum barasta þrjú sem lentum í einhverju strætóveseni í gær. Sigga lýsir á afar hjartnæman hátt samskiptum sínum við eitthvað ofsatrúarfólk sem réðst að henni, saklausri stúlkunni, og reyndi að pranga upp á hana einhverjum vibba. Ég lenti líka í smá óhappi sjálf því að ég ákvað að nenna ekki að mæta í fyrsta tíma (og fékk þar af leiðandi ekki far með pabba). En ég skaut mig svo sannarlega í fótinn með letinni því að ég barasta gleymdi að dingla og fattaði það ekki fyrr en ég var komin alla leið niður á torg og þurfti að labba alveg geðveikt langt (alla leið í Háskólabíó) og kom illilega of seint í eðlisfræði....... það voru bara 20 mín eftir af seinni tímanum. En þrátt fyrir að bæði mín saga og Siggu séu með eindæmum áhrifamiklar þá verð ég nú að segja að við komumst ekki með tærnar þar sem Egill hefur hælana. Honum tókst að missa af strætó á aumingjalegasta hátt sem um getur !!!! Ég held að ég þori bara ekki að lýsa aðstæðunum þar sem að hann mun pottþétt buffa mig og fara að kalla mig ljótum þýskum nöfnum aftur. Í ljósi hve illa strætó kom fram við okkur öll í gær þá bara þori ég ekki að setjast aftur upp í þessi gulu ferlíki .... vonandi skilur fólk angist mína og verður duglegt að sækja mig og skutla mér hvert sem mér hentar, þegar mér hentar. Já maður, síðan vann MR náttlega Gettu betur ...... ég verð nú samt að segja að það vottaði fyrir dálítilli biturð hjá nokkrum fyrrverandi Verslingum þegar það kom í ljós enn einu sinni hverjir eru bestir og það féllu nokkur orð um að það væri kominn tími til að eitthvað annað lið ynni. Ég kippti mér þó ekkert upp við það enda erum við MR-ingar vanir hvers kyns öfund, því miður geta bara ekki allir verið bestir. Eftir að Gettu betur var búið átti að massa greiningu en það fór eitthvað fyrir ofan garð og neðan og stefnir þess vegna allt í afar skemmtilegt mánudagskvöld. Kvöldið í kvöld lofar einnig góðu en þá ætla listakokkarnir í hópnum að töfra fram dýrindis mat en The Foxy Chikas ætla að horfa á enda búið að lofa okkur nöktum kokkum.
22.3.02
Já og ég gleymdi að minnast á að í kvöld munu MR-ingar rústa ms-ingum í gettu betur !!! Sjitt hvað við erum best ..... ég held að þetta sé 11. árið í röð sem að við vinnum !! Síðan er Madonna líka ógeðslega kúl, ég ætla að verða eins og hún þegar ég verð stór.
Jæja, nú styttist óðum í páskafríið..... og vá hvað það á eftir að verða ljúft. Stefnir samt allt í að það verði lítið um afslöppun þar sem að allir eru á fullu að skipuleggja eitthvað að gera og það er náttlega bara hreinn dónaskapur að mæta ekki þegar elítan er búin að plana eitthvað. Kláraði síðustu verklegu tilraunina í eðlisfræði í dag og er alveg geðveikt ánægð með það. Reyndar þurfum við Kristín að mæta á mánudaginn og gera einhverjar mælingar aftur af því að tækin sem við notuðum í síðustu viku voru eitthvað biluð..... GRRR.... hvaða rugl er það eiginlega að láta það bitna á okkur ??!!?? Ef kennarinn ætti ekki eftir að gefa mér einkunn sem gildir 1/3 myndi ég pottþétt buffa hana. Síðan í miðri tilrauninni var mamma svo yndisleg að hringja og segja mér að hún væri komin í páskafrí...... þetta finnst mér vera hámark ósvífninnar...... þar sem ég fæ ekki frí fyrr en á miðvikudag. En nóg af þessu kjaftæði, best að fara að gera eitthvað af viti !!! Vil svo benda á að þar sem ég er með eindæmum góð manneskja í dag þá er ég búin að breyta tenglunum mínum svo að nú heita allir eitthvað fallegt !! ....... samt er ég ekki ennþá til í að breyta tenglunum á sigga og siggu af því að þau eru og munu ávallt verða yfirsóðar og þeirri staðreynd er bara ekki hægt að breyta.
20.3.02
Ég hef hér með tekið ákvörðun um að hætta þessari dæmalausu leti. Ég get barasta ekki verið þekkt fyrir þetta þar sem að ég er einingis 24 % löt samvæmt letiprófinu alræmda (sem bæðevei er miklu miklu minna en (næstum) allir hinir sóðarnir til samans). Hér eftir mun ég þar af leiðandi vera ofvirk að öllu leyti og líka ávallt viðbúin ..... af því að það er svo kúl. En ég er bara miður mín eftir að hafa lesið nýjasta bloggið hans Magga, aumingja Egill er bara í eitthvað voðalega ósátt við sjálfa sig þessa dagana og það kom líka glögglega í ljós í eðlisfræði í dag þegar hann bara brást næstum í grát út af einhverju dónalegu kommenti frá mér, ég sé auðvitað geðveikt eftir því að hafa sært Egil og vona að hann hafi nógu stórt hjarta til að fyrirgefa mér. Fór að sjá Black Hawk Down í gær og hún var bara nokkuð góð. Mér fannst samt dáldið skrýtið að það var bara einn svartur Kani, en kannski voru allir bandarísku hermennirnir hafði hvítir svo að áhorfendurnir myndu ekki ruglast á góðu og vondu gæjunum (Sómalarnir voru náttlega svartari en svart !!!). Mér finnst það svosem skiljanlegt þar sem flestir sem áhorfendanna stíga nú ekki í vitið (sérstaklega ekki Kanarnir) en ég tók þessu nú sem hálfgerðri móðgun. Ég var líka að sjá einhverja frétt á moggasíðunni um síamstvíbura og vá hvað ég er fegin að vera ekki þannig, ég myndi pottþétt brjálast ef t.d. Dagný (systir) væri alltaf föst við mig.
19.3.02
Leti, leti og aftur leti Ég bara veit ekki hvað er að verða um mig. Ég bara afkasta námundað ekki neinu þessa dagana. Eins og t.d. núna, ætlaði að vera geðveikt dugleg í eyðunni fyrir lík og töl og reyna að læra eitthvað smá......... en ég bara orkaði ekki einu sinni að taka bækurnar upp úr töskunni heldur fór ég bara beint í tölvurnar. Þetta fer að verða áhyggjuefni !!! En VÁ hvað ég gat ekki hætt að pæla í þessu súpermandóti í gær ........ velti þessu fyrir mér fram og til baka allan daginn og á endanum var þetta farið að fara svo mikið í taugarnar á mér að ég fór á netið og leitaði að svörum........ og viti menn: Efnið sem drepur súperman heitir kryptonite og er ekki það sama og frumefnið Krypton. Kryptonite er nefnilega geilsavirkt gler sem er búið til úr úraníum. Það er meira að segja hægt að kaupa svoleiðis mola hér. Mér leið miklu betur eftir að hafa komist að sannleikanum í þessu máli og vonandi eru lesendur á sama máli. Það væri kannski hugmynd að koma upp svona vikulegu fræðsluhorni þar sem ég miðla af visku minni til hinna fáfróðari.......... En nóg um þetta. Shit hvað nærföt eru dýr..... ég keypti mér sett í gær og það kostaði bara 8000 kall ........ ef einvherjir vilja styrkja mig í þessum kaupum tek ég fúslega við framlögum. Með fyrirfram þökk.
18.3.02
Vá hvað gærkvöldið var ljúft !! Moulin Rouge og pottur, gerist ekki betra og það veitti sko ekki af því að litla systir mín var að halda upp á afmælið sitt og bauð öllum bekknum og Ó MÆ GOD hvað þau höfðu hátt !!! Þannig að ef að Viktoría hefði ekki boðið okkur heim til sín í þetta eðalchill þá veit ég ekki hvað hefði orðið um mig. Ég kann henni bestu þakkir fyrir. Reyndar þurfti ég að fórna miklum svefni þar sem ég var ekki komin heim fyrr en 2 og þurfti að mæta í verklega efnagreiningu klukkan 8:00 en ég lagði mig bara í staðinn í 3 tíma um leið og ég kom heim...... geðveikt ljúft. En núna ætla ég að fara að gera lík og töl. En ég var líka að pæla....... það er eitthvað eitt efni sem getur drepið súperman og það heitir cryptonite eða eitthvað þannig. Ætli það sé það sama og frumefnið krypton ?? Ef svo er finnst mér það afar undarlegt þar sem krypton er eðallofttegund og ætti ekki að geta gert flugu mein....... hvað þá drepið súperman !!!! Ef einhver veit eitthvað um þetta mál þá má viðkomandi gjarnan láta mig vita svo að ég geti hætt að pæla í þessu.
17.3.02
Killer Queen !!! Jæja, nú eru Queen-tónleikarnir yfirstaðnir og þeir voru alveg geðveikt skemmtilegir. Reyndar fannst mér ekki heyrast nógu mikið í sinfóníuhljómsveitinni inn á milli þar sem einhver athyglissjúkur rafmagnsgítarleikari stal alltaf senunni. En fyrir utan það voru þetta í alla staði góðir tónleikar og ekki spillti fyrir hvað einn söngvarinn var mikill hönk. Hann var bara svo mikill hönk að ég stóð bara næstum því upp og öskraði yfir allan salinn FÖKKKK ....... me........ semsagt afar flottur. En því miður alveg ábyggilega hommi.
16.3.02
Alles ist im Fökkkk !!!!! Já vá hvað allt er í fokki á síðunni minni. Annaðhvort birtist það sem ég skrifa tvisvar eða þá að það birtist bara ekki neitt!!! Mér finnst þetta vægast sagt undarlegt. Annaðhvort er tölvan mín andsetin eða þá að þekking mín á tölvum er eitthvað að bregðast........sem mér finnst afar ólíklegt þar sem ég er nú MR-ingur í gegn og MR er náttlega annálaður fyrir framúrskarandi tölvukennslu. En nóg um það. Allt stefnir í hreing út sagt frábæran dag... Flotta fólkið er á leiðinni á Queen-sinfóníutónleika og ég hlakka geðveikt til. Síðan verður farið eitthvað út að borða og svo heim til Sigga að chilla þannig að ég er bara vægt til tekið í ágætisskapi núna. Greiningin var líka mössuð í gær (reyndar átti ég engan þátt í því þar sem heilasellurnar mínar voru allar úti að aka eftir afar erfiða æfingu í verklegri eðlisfræði um Hall-hrif, sem ég hef ekki hugmynd um hvað er þó að ég sé búin að gera tilraunina). Okkur til mikillar mæðu var svo uppselt á Back hawd down en að sjálfsögðu létum við það ekki slá okkur út af laginu heldur leiguðum við The Graduate, gamla óskarsverðlaunamynd með Dustin Hoffman og ég mæli alveg óhikað með henni og tónlistinni í henni. Eftir að hafa horft á hana skil ég líka afhverju Dustin Hoffman telst vera hönk.......
15.3.02
Jæja, þá er enn annar dagur búinn og ég verð bara að segja að þessi var vel yfir meðallagi skemmtanalega séð. Fór sko bæði út að borða og í bíó (og bæði ókeypis meira að segja, geri aðrir betur!!!). Við Viktoría fórum á Café Victor og síðan á The Royal Tenenbaums (eða eitthvað þannig) og ég get sko óhikað mælt með henni, alveg eðalmynd..... ég gef henni 4 stjörnur af 5 mögulegum. Já og svo til að kóróna kvöldið þá fórum við heim til Sigga að klára lík og töl. Þess má einnig geta að í dag gerðust undur og stórmerki.... ég fór og keypti mér blý.... já mér fannst ég vera búin að níðast nógu mikið á reiknifélugum mínum og ákvað því að arka út í griffil. Þannig að ef einhver er sár eftir blýviðskipti við mig þá getur viðkomandi krafist skaðabóta á næstu dögum!!
12.3.02
Endelig !!!!!! Loksins, loksins kom einhver mér til bjargar og hjálpaði mér að laga síðustu vankantana á síðunni svo að nú er mér ekkert að vanbúnaði en að byrja að blogga. Hef að vísu ekki mikið að segja í dag, er búin að vera alveg afspyrnulöt (fyrir utan eitt stykki world class ferð) og mér sýnist allt stefna í mikið letikvöld líka. En mér finnst ég hafa verið svo dugleg undanfarna daga að ég hef ekki vott af samviskubiti. En allavegana...... lítið í fréttum í dag nema bara að ég var að lesa að Britney og Justin væru bara hætt saman....... Ætli það hafi verið Egill sem tók hann frá henni ?!?! En nú nenni ég ekki að skrifa meir, kominn tími fyrir nokkra friends þætti ...... eða efnagreiningu ....... hmmm, tough one..... nei, frekar friends. Að lokum, smá fróðleikur fyrir fróðleiksfúsa: What Sex Toy Are You? P.S. Mér líkar ekki vel að ganga undir nafninu "Eddan" á linkum hjá öllu sóðapakkinu, vinsamlegast BREYTIÐ því !!!
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |