Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu |
... beðist er afsökunar á nördaskap ... |
30.6.04
Hjúkketíhjúkk að ég er ekki á leið á Hróarskeldu þetta árið. Ég hefði sko orðið brjál yfir að David Bowie þurfti að afboða komu sína. Sá annars Eternal Sunshine of the Spotless Mind í gær og mæli eindregið með henni. Afhverju ætli að poppið í Regnboganum sé alltaf svo saltað að það er nærri því óætt?
29.6.04
Í gær var eins og mér væri kippt úr sambandi við nútímann og hent allavegana 20 ár aftur í tímann: Á sama degi og ég gleymdi gsm-símanum mínum heima hrundi nefnilega internetið í vinnunni svo ég var gjörsamlega sambandslaus við umheiminn allan daginn. Þetta var ákaflega einmanaleg lífsreynsla og óska ég þess heitt og innilega að lenda ekki í svona steinaldaraðstæðum aftur. Hvers á manneskja sem hefur lifibrauð sitt undir vinnu við tölvu að gjalda þegar hún getur ekki gluggað í netútgáfur dagblaðanna, skoðað tölvupóstinn sinn og kíkt á heimasíður félaganna?!?
25.6.04
Eftir vinnu ætla ég að skella mér í World Class. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ég fæ ókeypis í baðstofuna. Hversu ljúft er að taka vel á í tækjasalnum og fara svo í fullkomna afslöppun í 6 mismunandi gufuböðum, heitum pottum, fótalaugum svo ekki sé minnst á slökunarherbergið. Mmmmmm... get ekki beðið.
24.6.04
Á meðan ég var úti í Danmörku settist ég einungis tvisvar upp í fólksbíl en hjólaði annars milli staða, tók lest eða strætó. Nú þegar ég er komin heim og farin að nota eðlilegri fararmáta (þ.e. bíl) er ég orðin ofur-paranoid undir stýri og held að allt og allir séu að fara að keyra á mig. Í gær á leið heim úr vinnunni lenti ég t.d. á milli tveggja kennslubifreiða sem voru ansi óstöðugar á veginum og ég hélt bara að það myndi vera mitt síðasta. Hvernig væri að setja kvóta á hversu margar kennslubifreiðir megi keyra um götur bæjarins svo að sem fæstir þurfa að lenda í bílasamloku milli þeirra?!?
23.6.04
Eitt af verkefnum mínum í sumar er að búa til vinnskuskýrslur fyrir nýju jaðarveitur OR aftur í tímann. Af þeim sökum hef ég verið að blaða í gegnum bókina "Auður úr iðrum jarðar - Saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi". Þar rak ég augun í grein úr Morgunblaðinu frá 1975 sem greindi frá hugmyndum sem uppi voru þá um að Hitaveita Reykjavíkur myndi hefja útflutning á umframmagni af heitu vatni til Svíþjóðar. Í Svíþjóð átti að nota vatnið til húshitunar í Gautaborg, Malmö og fleiri borgum. Til stóð að flytja um 20 milljón tonn af heitu vatni með tveimur risaskipum (!!!) sem færu 50 - 80 ferðir ár hvert. Það sem okkur Íslendingum dettur í hug...
22.6.04
Bongóblíða Mikið rosalega er gaman að lifa þegar úti er svona gott veður. Pant fara beint út eftir vinnu og gera eitthvað skemmtilegt í góða veðrinu. Vonandi verða góðviðrisdagarnir sem flestir í sumar - þá þarf maður ekki að svekkja sig á því að hafa ekki efni á sólarlandaferð...
18.6.04
Hversu fyndið er að Madonna ætli að skipta um ímynd og vilji hér eftir láta kalla sig Ester. Maybe it's just me en mér finnst bara ekkert Esterar-legt við hana. Svo vil ég minna alla jafnréttissina á að bera bleikt á morgun, 19. júní.
16.6.04
Að útskrifast eða ekki útskrifast - það er spurningin Vaknaði í morgun við gleðilegt sms frá Danmörku - ég hafði náð prófinu sem var á dönsku og ég þóttist hafa klúðrað. Þá vantaði að pína út staðfestingu á að ég hefði líka náð hinum tveimur kúrsunum sem ég tók úti og þá gæti ég útskrifast á laugardaginn. Svo til allur dagurinn er búinn að fara í tölvupóstsendingar, heimsóknir upp í VR, símtöl og fleira í þeim dúr í von um að málinu yrði reddað. Á endanum var ég búin að troða deildarforseta verkfræðideildar, skrifstofustjóra, alþjóðafulltrúa HÍ og helling af dönum inn í málið. Niðurstaðan er að staðfestingarnar liggja báðar fyrir - og nú á einungis eftir að fá formlega staðfestingu á að einkunnin sem hangir uppi á vegg í DTU og ég fékk í morgun sé rétt. Það stefnir því allt í að ég útskrifist á laugardaginn. Ég er í nettu spennuáfalli út af þessari geysihröðu atburðarás og býst fastlega við að þetta klúðrist allt einhvern veginn á endanum. Það væri bara svo týpískt...
15.6.04
GEISP Mikið er ég sybbin í dag. Held ég verði að fara að fjárfesta í vítamínum... Gærdagurinn var einkar skemmtilegur þar sem Danir stóðu sig með eindæmum vel gegn Ítölum. Það fór samt ýkt í taugarnar á mér hvað það skein rosalega í gegn hvað gaurinn sem lýsti leiknum hélt mikið með Ítölum. Mér finnst nú lágmark að ætlast til að íþróttafréttamenn sjónvarpsins geti haldið því fyrir sjálfa sig - a.m.k. á meðan að á leik stendur. Þetta á að sjálfsögðu ekki við þegar Ísland er að spila eða ef þeir halda með sama liði og ég. Nei djók. Smá pæling í lokin: Afhverju þarf fræga fólkið alltaf að skýra börnin sín fáránlegum nöfnum? Eins og börnin eigi ekki nógu erfitt út af því einu að foreldrar þeirra séu ýkt fræg... held þau lendi oftar í ruglinu en önnur börn. Nei nei, þá eru þau líka skýrð glötuðum nöfnum...
14.6.04
Þá er fyrsta helgarfrí sumarsins að baki og ég verð nú að játa að mér fannst það ganga ansi fljótt yfir. Get þó huggað mig við að þessi vinnuvika er einungis fjórir dagar :0) Gamla góða elítu-gengið hittist í góðum gír á laugardagskvöldið. Ég skemmti mér konunglega og vona að það sama sé uppi á teningnum hjá öðrum - einkum ónefndum aðila sem fór í fýlu út af ekki ómerkara máli en hvernig best sé að haga uppsetningu á tónlist í Winamp. EM er komið á fullt og mætti ég klukkan hálfátta í vinnuna í dag til að vera komin heim fyrir klukkan fjögur - en þá mæta galvaskir Danir liði Ítala sem óneitanlega er sterkara á pappírnum. Ég hef þó tröllatrú á mínum mönnum og spái þeim 2:1 sigri.
11.6.04
*Pirri pirr* Upp á síðkastið hef ég lent óvenju oft í því að vera búin að skrifa tölvupóst sem gufar svo bara upp þegar ýtt er á ,,send". Þetta er alveg óstjórnlega pirrandi því það er ekkert leiðinlegra en að skrifa sama tölvupóstinn tvisvar. Lenti m.a. í þessu með póst sem ég var að senda á prófessor í DTU - var búin að vanda mig über mikið við að skrifa hann og svo bara hvarf hann út í buskann og ég mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt. Hvað er svo líka málið með heimasíður sem maður skráir sig inn á, eins og t.d. blogger eða háskólapóstinn. Bendillinn er alltaf að færast til á þeim. Maður er kannski búinn að skrifa notendanafn og er að skrifa passwordið en þá pommsar bendillinn allt í einu til baka yfir í notendanafnsdálkinn með þeim afleiðingum að maður skrifar bæði vitlaust username og password. Bögg.
10.6.04
Da Vinci lykillinn Fékk þessa metsölubók í afmælisgjöf. Ákvað að bíða með að lesa hana þar til verkefnum og prófum væri lokið. Las ca. 10 blaðsíður í háttinn í fyrrakvöld og sagan var strax orðin svo spennandi að í gær brunaði ég heim beint eftir vinnu og las í einni striklotu til að verða tvö. Gerði mér þá fyrir þeirra skelfilegu staðreynt að 5 klukkutímar væru í morgunræs. Núna á einungis örfáa kafla eftir og get ekki beðið eftir að komast heim og klára bókina. Þetta er sko alveg mögnuð spennusaga. Skyldulesning.
9.6.04
Þá er dvöl minni í landi Bauna lokið að sinni og komið að uppgjöri. Eins og lesendur hafa eflaust orðið varir við var dvölin ekki tekin út með eintómri sælu því að mínu mati hefði margt mátt betur fara og þá einna helst atriði varðandi húsnæðismál og aðstöðu. Það var því með mikilli gleði í hjarta sem ég lokaði dyrunum á eftir mér í síðasta skiptið og nú hef ég svarið þess eið að í framtíðinni mun ég aldrei... ... fara í kalda sturtu ... vaska upp í bala ... sofa í herbergi með hitastigi undir 15°C ... hafa einungis 2 hellur til matseldar – pönnusteiktur matur er þreytandi til lengdar ... hafa köngurlær sem sambýlinga Danmerkurdvölin var þó síður en svo alslæm því maður hefur alltaf gott af því að kynnast nýjum aðstæðum og standa á eigin fótum. Ég kynntist líka helling af ættingjum sem ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti og tala núorðið dönsku námundað jafnvel og innfædd. (Reyndar er ég innfædd, en það er önnur saga...). Jafnframt er gaman að segja frá því að kynni mín af H&M voru endurnýjuð með stæl... En anywho... Í heildina litið var þetta hin ágætasta ferð. Niðurstaða hennar er: Ísland – bezt í heimi.
8.6.04
Eru konur frá Venus? Eins og lesa má á mbl.is í dag gengur reikistjarnan Venus fyrir sólina í fyrsta skipti í 122 ár í dag. Þetta þykir merkur atburður hérna uppi á OR og liggur fólk á gluggunum haldandi fyrir annað augað og með tvöfalda filmu fyrir framan hitt í von um að berja herlegheitin augum. Ég fylgdi að sjálfsögðu fordæminu og hafði gaman af. Nokkrum af samstarfsmönnum mínum þykja þetta svo merk tímamót að í framtíðinni munu þeir vitna til atburða á þann hátt að þeir hafi annaðhvort átt sér stað áður eða eftir að Venus gekk fyrir sólu...
7.6.04
Jæja. Þá er ég bara alkomin á klakann og mætt í vinnuna. Soldið skrýtið en samt voða fínt. Verst að líkurnar á útskrift eftir tæpar tvær vikur eru ekki of góðar - það virðist sem kennarar í DTU skili ekki einkunnum næstum því strax og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná í þá til að láta mig amk vita hvort ég hafi náð gengur ekkert í þeim efnum. Dem.
2.6.04
Forseti lýðveldisins frestaði undirritun fjölmiðlaganna og vísaði þeim til þjóðaratkvæðis. Vá, þetta er rosalegt. Hvað ætli gerist i framhaldinu... þetta er ekkert smá spennandi. Er ekki alveg að meika að vera föst í próflestri í Danmörku þegar jafnmerkur atburður á sér stað í Íslandssögunni.
Danir eru miklar félagsverur - einkum þegar kemur að lærdómi. Þeir hópa sig saman nú sem aldrei fyrr sökum próflesturs. Í sjálfu sér væri það í fínu lagi, ef ekki væri fyrir hina gríðarmiklu tjáningarþörf þeirra. Þeir gjörsamlega tala út í eitt og stelpurnar flissa eins og þær séu nýkomnar með unglingaveikina. Heima á Íslandi myndi þetta ekki skapa vandamál þar sem venja er að þögn ríki á bókasöfnum og lesstofum. Á bókasafni DTU má hinsvegar allt nema reykja og koma inn með hunda. Þar af leiðandi er oft á tíðum ólíft hér sökum láta. Þegar allt er að keyra Danina um koll taka útlendingarnir sig samt til og sussa ærlega á þá... með misjöfnum árangri. Er að pína mig í próflestri. Bara einn dagur eftir. Öll ósköpin eru búin að dynja á mér síðastliðnu viku. Er búin að vera með kvef dauðans, hálsbólgu, heyrnarlaus á hægra eyra, dúndrandi hausverk og nú er endajaxlinn minn tekinn að bólgna. Hvers á maður eiginlega að gjalda. Mér þykir nóg á mann lagt að vera bara í prófum svo allt hitt bætist ekki ofan á. En best að snúa sér aftur að Air Pollution & Air Pollution Control. Sjáumst á laugardaginn, eða eitthvað.
|
Bakhliðin Hver: Edda Sif Hvar: Reykjavík Hvaðan: ½ Dani & ½ Íslendingur Hvað: Meistaranám í eðlisefnafræði Hvernig: Leit að hentugri vetnisgeymslu með kenni-legum reikningum á málmhýdríðum Hvenær: Haust '04 - Haust '06
Skólinn
Verkefni, skýrslur o.fl. Meistaraverkefni.
Myndir
Skoðaðu myndirnar mínar
Bloggarar
Lindi Dagný Egill Kristín Sigga & Maggi
Gamalt
03/01/2002 - 03/31/2002
04/01/2002 - 04/30/2002 05/01/2002 - 05/31/2002 06/01/2002 - 06/30/2002 07/01/2002 - 07/31/2002 08/01/2002 - 08/31/2002 09/01/2002 - 09/30/2002 10/01/2002 - 10/31/2002 11/01/2002 - 11/30/2002 12/01/2002 - 12/31/2002 01/01/2003 - 01/31/2003 02/01/2003 - 02/28/2003 03/01/2003 - 03/31/2003 04/01/2003 - 04/30/2003 05/01/2003 - 05/31/2003 06/01/2003 - 06/30/2003 07/01/2003 - 07/31/2003 08/01/2003 - 08/31/2003 09/01/2003 - 09/30/2003 10/01/2003 - 10/31/2003 11/01/2003 - 11/30/2003 12/01/2003 - 12/31/2003 01/01/2004 - 01/31/2004 02/01/2004 - 02/29/2004 03/01/2004 - 03/31/2004 04/01/2004 - 04/30/2004 05/01/2004 - 05/31/2004 06/01/2004 - 06/30/2004 07/01/2004 - 07/31/2004 08/01/2004 - 08/31/2004 09/01/2004 - 09/30/2004 10/01/2004 - 10/31/2004 11/01/2004 - 11/30/2004 12/01/2004 - 12/31/2004 01/01/2005 - 01/31/2005 02/01/2005 - 02/28/2005 04/01/2005 - 04/30/2005 05/01/2005 - 05/31/2005 06/01/2005 - 06/30/2005 09/01/2005 - 09/30/2005 10/01/2005 - 10/31/2005 11/01/2005 - 11/30/2005 12/01/2005 - 12/31/2005 01/01/2006 - 01/31/2006 03/01/2006 - 03/31/2006 04/01/2006 - 04/30/2006 |