!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
23.11.03

Úff
Það er hádegi á sunnudegi núna og ég er búin að vera að læra í einn og hálfan tíma. Það er með eindæmum ókristilegt að vera að læra sjálfvirk stýrikerfi á þessum hvíldardegi Drottins ég segi bara ekki annað...
En hjá þessu verður víst ekki komist þar sem það er ALLT of mikið að gera í skólanum og prófin nálgast óðfluga en ,,sem betur fer" setja kennararnir það ekkert fyrir sig og halda ótrauðir áfram að leggja fyrir alls kyns tímafrek heimaverkefni. Ég veit bara ekki hvað maður gerði án allra skilaverkefnanna...
Af Danmerkurferð minni er það helst að frétta að ég þarf að taka varmaflutningsfræðikúrsinn utanskóla frá HÍ svo ég verð bara í þremur kúrsum í DTU. Er að pæla í að skrá mig í einhvern próflausan kúrs um danska sögu eða bókmenntir því ekki meikar maður að hafa hellings frítíma - iss piss nei, frítími er bara fyrir kellingar og homma.

22.11.03

Ég lenti í átakanlegri lífsreynslu í dag þegar ég ætlaði í öllu sakleysi mínu að nýta mér salernisaðstöðu í Þjóðarbókhlöðunni. Ég rölti í hægðum mínum í átt að klósettunum og þegar þangað var komið sá ég mér til mikillar gleði að kvennaklósettið var ólæst. Ég gerði því það sem sérhvert mannsbarn hefði gert, þ.e. opnaði hurðina á klósettinu en þá blasti við mér miður geðsleg sjón. Inni á salerninu stóð stúlka með gyrt niður um sig og að tala í síma... Ég vissi ekki hvaðan á mig og þaðanaf síður drengurinn sem stóð á bak við mig og var einnig að tala í símann. Mér varð a.m.k. svo um og ó við þessa sýn að ég barasta þorði ekki á klósettið fyrr en klukkutíma seinna. Hvað fær fólk til þess að sleppa því að læsa á almenningssalernum sem þessum ?!?

20.11.03

Fékk miður skemmtilegan tölvupóst frá DTU í gær þar sem mér var tilkynnt að varmafræðikúrsinn sem ég átti að fara í eftir áramót verður ekki kenndur. Það er ekkert alltof hressandi þar sem ég finn engan svipaðan kúrs til að taka í staðinn - samt er ég búin að finna helling af ósvipuðum kúrsum sem eru miklu skemmtilegri en varmafræði eins og kúrs um mengunarvarnir og annan um vetni sem orkugjafa. Ætla að reyna að þvinga skorarformann vélaverkfræðiskorar til að samþykkja einhvern þeirra í staðinn fyrir leiðinlegu varmafræðina (sem mér finnst ég vera búin að læra nóg af). Wish me luck ...

14.11.03

Eru ekki ábyggilega allir búnir að sjá Hauk á batman.is??? Þetta myndband hans er búið að ganga kaupum og sölum uppi í VR öllum til mikillar skemmtunar.
Það er farið að styttast í jólafrí - aldrei þessu vant klára ég prófin 17. desember. JúHú.

9.11.03

Aðvörun
Ekki sjá Matrix 3 - hún er viðbjóður. Glataður söguþráður, enn verri samtöl og endirinn er svo lélegur að orð duga ekki til að lýsa honum.

8.11.03

Ég horfði á Matrix Reloaded í gærkvöldi til að geta farið á nýjustu myndina í bíó og ómægod hvað hún er leiðinleg. Ég bara meika varla að sjá þriðju myndina ef hún er jafnleiðinleg og korní. Dansatriðið sló samt allt út í hallærislegheitum.
Fór svo að pæla hvort öllum strákum þyki Trinity geðveik gella - mér finnst hún nefilega ekkert spes.

7.11.03

Úff. Búin að vera of upptekin síðustu daga en sé nú loksins fram á bjartari tíð.
Átti fullkomið ljóskumóment um daginn þegar ég var að panta flugfar til að geta komið heim í ferminguna til systur minnar eftir áramót. Ákvað að vera snemma í því að panta (eða réttara sagt mamma ákvað að ég ætti að vera það) áður en flugferðir fyrir páskana fara að fyllast. Mér tókst þó ekki betur en svo til en að ég pantaði far út þegar ég átti að koma heim og öfugt. Ég hef barasta aldrei pantað stutta ferð heim til Íslands svo þetta var dæmt til að mistakast hjá mér...
Pabba tókst að suða í Iceland Express þangað til 5000 króna breytingagjald á miðanum var fellt niður...