!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
29.5.03

Haldiði ekki að Fréttablaðið hafi ákveðið að hætta birtingu á "stellingu dagsins"-auglýsingunum frá Durex. Ástæðan er víst að lesendur hafa kvartað yfir að auglýsingarnar særi blygðunarkennd þeirra. Teprur !!!

28.5.03

Vá hvað ég er komin með ofnæmi fyrir orðinu stöðugleiki... Fylgismenn ríkisstjórnarflokkanna eru svoleiðis búnir að nauðga þessu orði að það hálfa væri nóg.
Hafiði annars tekið eftir durex-auglýsingunum í Fréttablaðinu síðustu daga? Á forsíðunni og út um allt blað er mynd af "stellingu dagsins". Í gær var það eitthvað fiðrildi minnir mig og í dag trúboðinn... Mér finnst þetta hálfhallærislegt ! Ætli salan á smokkum aukist við þessar auglýsingar ???

Samkvæmt þessu mun ég deyja föstudaginn 16. júlí 2083. Ekki plana neitt með mér þann dag...
Þið náið ábyggilega ekki öll 102 ára aldri eins og ég :0)

Afhverju er bloggerinn svona glataður... það birtist aldrei neitt af því sem ég hef að segja.

Spáiði í því að Árni Þór og Kristján Ra komust bara svona langt í viðskiptaheiminum af því að stela peningum frá Landssímanum. Þetta er alveg rosalegt. Flestir hafa eflaust litið á þá sem voða sniðuga athafnamenn sem ættu eftir að láta mikið að sér kveða í athafnalífinu í framtíðinni. En svo eru þeir bara ekkert svo sniðugir, alveg stórskuldugir og flottu þakíbúðirnar þeirra eru veðsettar fyrir mikla mikla peninga. Annars veit ég ekki hvort hluta af gríðarlegum peningasjóðum Landssímans sé betur varið í að bjóða landsmönnum ókeypis upp á Practice, Survivor, Boston Public, Batchelor o.s.frv. eða í starfslokasamning über-kalla sem hafa þegar grætt milljónir á milljónir ofan í allskyns bílastyrkjum og bónusum.
Það er samt svakalegt að þetta hafi ekki komist upp fyrr... hversu mikinn pening á Síminn eiginlega ???

26.5.03

Fróðleiksmoli dagsins
Vissuð þið að í einum rúmmetra af steypu er 1 tonn af sementi ?
... Annars er templatið mitt horfið, ætlaði að breyta linkunum hjá mér en template-skjárinn er bara auður. Sem er frekar skrýtið af því síðan birtist alveg rétt... Alltaf sama vesenið á bloggernum.

25.5.03

Haldiði að litla systir mín sé ekki bara búin að koma sér upp heimasíðu með bloggi og öllu :0)
Allir að skoða síðuna hennar Auður.

23.5.03

Í dag ákvað ég að taka strætó heim úr vinnunni svona til að læra hvaða strætó væri best að taka og sonna... Ég sá fram á langa og leiðinlega strætóferð þar sem ég þyrfti eflaust að skipta um strætó og ábyggilega líka labba ýkt langt út á strætóstoppustöð. Fór svo á bus.is til að gá hvaða strætó væri best að taka og þar er ekkert smá kúl kerfi. Þú slærð bara inn staðsetningu og áfangastað og hvenær þú vilt vera kominn og svo bara birtist hvar og hvenær þú eigir að taka strætó. Alveg hreint magnað. Ég fékk þær niðurstöður að best væri að taka 7-una sem stoppar beint fyrir utan Orkuveithúsið og fer svo beina leið (eða nokkuð beina leið) niður á Bústaðaveg. Algjör snilld.

21.5.03

Hey, allir að skoða Eurovision-blogg Gísla Marteins og Loga frá Riga ! Egill fann það sko (eða amk sá ég það á síðunni hans) og ég er búin að skemmta mér konunglega við að skoða þetta í vinnunni í dag. Hlakka til að sjá þennan austurríska... hann tekur mömmu sína með sér upp á svið !

Gleðifréttir
Loksins, loksins, eftir meira en viku stífelsi, sjá nasaholurnar mínar fram á bjartari og súrefnisríkari tíma. Ég er farin að geta andað smávegis með nefinu. Jeij. Ég nefnilega þoli ekki að anda með munninum.
Annars lenti ég í frekar leiðinlegri lífsreynslu í gær. Ég var í sturtu og haldiði ekki að á mig hafi ráðist ógeðsleg hrossafluga. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, mér fannst ég eitthvað svo berskjölduð gagnvart vágestinum... Greip ég þó til þess ráðs að skvetta á hana sjampófroðu og var hún þá ekki lengi að flýja af hólmi.

Afhverju eru prófessorarnir svona lengi að skila einkunnum ??? Það er óþolandi að bíða eftir þeim !!!

Þá er Beckham kominn með nýja klippingu og ég verð nú að segja að ég er ekki alveg viss um að Haukur verði eins fljótur að apa eftir henni eins og hanakambinum hér forðum daga. Það verður samt spennandi að sjá hvort strákar muni láta sig hafa það að vera með fastar fléttur til að vera kúl... (já og svo er líka spurning hvort þetta sé kúl)

20.5.03

Vildi bara láta ykkur vita að þið sem vinnið ekki hjá Orkuveitunni eruð ýkt óheppin. Svei mér þá, mér líst svo ógeðslega vel á sumarvinnuna mína að ég hef bara ekki vitað annað eins... Til að byrja með verð ég að grúska í gögnum um allar borholurnar á Nesjavöllum (og nýju holurnar á Hellisheiði líka). Það á nefnilega að fara að vistferilgreina allar háhitavirkjanir á landinu og til þess að það sé hægt þarf að finna allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar um allar fóðringar í holunum, allar leiðslur, túrbínur og svo mætti lengi telja.
Svo verð ég líka helling á flakki uppi á Hellisheiði þegar það verður byrjað að bora nýju holuna þar til að taka vatns- og gassýni. Ekki má svo gleyma gæðaeftirlitinu á Nesjavöllum en ég fæ líka að taka mælingar þar til að gá hvort það sé ekki ábyggilega allt í lagi með vinnsluna þar. Úje, vinnan mín er svo kúl :0) (finnst mér að minnsta kosti...)
P.S. Mötuneytið hérna skemmir sko heldur ekki fyrir, það er það allra flottasta sem ég hef séð. Dúndurhlaðborð á hverjum degi fyrir einungis 4000 kall á mánuði.

17.5.03

Dísös !
Fróðleiksþorsti minn um orsakir þess að SARS heitir HABL á íslensku bar mig ofurliði svo ég fór að leita að ástæðunni á netinu. SARS stendur fyrir Severe Acute Respiratory Syndrome og hvað haldiði annað en að fasistarnir í íslenskri málstöð hafi fundið sig knúna til þess að þýða þessa skammstöfun yfir á HABL sem stendur fyrir heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Ég sver það sko ! Ætli það sé ekki betra að nota eina alþjóðlega skammstöfun yfir þennan sjúkdóm (sem samkvæmt sóttvarnarlækni á eftir að verða að heimsfaraldri)... Hvað ætli læknar í útlöndum segi við Íslendinga í sumarleyfum sem mæta í spítalaskoðun vegna ótta við HABL - smit ???
Þessi árátta Íslendinga yfir að þýða allt yfir á hið ástkæra ylhýra fer stundum langt út fyrir velsæmismörk... Svona myndu Danir sko aldrei gera...

Smá pæling
Afhverju heitir bráðalungnabólgan sem tröllríður heiminum um þessar mundir HABL á íslensku en SARS á útlensku?

16.5.03

Ja hérna, það er bara allt að gerast þessa dagana. Grísinn búinn að gifta sig, Dabbi og Dóri ætla að skipta kjörtímabilinu bróðurlega á milli sín sem forsætisráðherrar (það var svo búið að plana þetta fyrir kosningar !), ég er búin að fá Erasmus styrk og svo mætti lengi telja...
Mér finnst forsætisráðherraplottið samt hálfglatað ! Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega að þakka Framsókn fyrir dyggan stuðning síðustu árin... týpísk íslensk pólitík.
Merkilegustu fréttir dagsins eru þó án efa að ég fór í maraþon-klippingu áðan: frá 11 til að verða hálf þrjú !! Fyrir vikið er ég komin með allt öðruvísi klippingu en ég var með :0) Ég var að pæla í að skipta um hárlit líka en hey... Blondes have more fun, so why bother !

15.5.03

BuHu. Ég er orðin geðveikt lasin og þurfti að hringja mig inn veika fyrsta vinnudaginn. Ekki byrjar það vel...

13.5.03

Þrefalt húrra fyrir sumarfríinu: Húrra, húrra, húrraaaaa !!!!!
Samt er alveg dæmigert að ég er komin með hálsbólgu og fullt nef af hori. Ég verð alltaf svona slöpp þegar ég klára próf.
Ojjj... áðan var ég svo að snýta mér og tók greinilega ekki nógu mikinn snýtipappír því að horið fór út um pappírinn og lak á peysuna... Ógeðslegt ! Sem betur fer var ég samt í flíspeysunni hans pabba... híhí.
En ég er farin í grillpartý efnaverkfræðinema. Jíha.

12.5.03

Gubbi gubb
Síðasta kvöld próflesturs er gengið í garð og ég er svo ekki að nenna því að læra. Held að ég sé örugg með titilinn yfirsóði dagsins sökum leti...
Annað kvöld er það svo bjór og grill hjá okkur efnaverkfræðingum. Je !

Kosningarnar eru yfirstaðnar og ég er nú ekkert alltof ánægð með niðurstöðuna, en þetta hefði samt getað farið miklu verr...
Ég skemmti mér samt konunglega á laugardagskvöldinu á alveg hreint magnaðri kosningavöku foreldra minna :0) Kosningasjónvarpinu var varpað með skjávarpa upp á vegg og alles. Hápunktur kvöldsins var án efa þegar Arna ætlaði að skipta yfir á stöð 2 en ekki vildi betur til en svo að hún stillti yfir á sýn þar sem einhver erótísk mynd var í gangi ættmennum mínum til mikilla vandræðalegheita.

7.5.03

Apparently þá er einhver japanskur verkfræðingur búinn að finna upp leið til þess að vinna rafmagn úr pandaskít. Ég verð nú bara að segja að það hefði kannski verið sniðugra að vinna rafmagn úr einhverju öðru en úrgangi dýra í útrýmingarhættu. Greyið þessi örfáu pandadýr sem eru lifandi... Þau verða kannski látin nærast á laxerolíu til þess að sjá fátækum héruðum í Japan fyrir ódýru rafmagni.
Þá bið ég frekar um vetnisrannsóknir.

6.5.03

Í prófinu í dag leið mér bara eins og ég væri komin aftur í MR. Var í lítilli stofu með helling af gömlum bekkjarfélugum (OK, bara Ásu og Heiðdísi) en hitti líka Fríði og sonna fyrir utan prófið...
Það var doldið skrýtin tilfinning. Annars er ég sóði. Er ekki enn byrjuð að læra og þarf að vera búin að fara yfir hellings helling fyrir aukatímann á morgun !

Jeij, 3 próf búin. Samt leiðinlegt að enn eru tvö eftir... Þar á meðal Orkuferli. Ó boj Ó boj.

5.5.03

Týpískt... ég fæ aldrei túrverki nema þegar ég er í prófum.

1.5.03

Ó mig auma
Sjálfur Egill hefur heltekið mig og heldur lærdómsfýsn minni fanginni á óþekktum stað. Ég veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. Árangurslaust hef ég reynt að ákalla hana í von um að hún rati af sjálfsdáðum til baka í heilabú mitt en án árangurs. Ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs til að reka letidýrið úr mér ! Ráðleggingar eru vel þegnar (sem og gos- og nammistyrkur).

Gleymdi víst að óska verkalýð landsins til hamingju með daginn.

Ég er einhvern veginn búin að hafa það á tilfinningunni í allan dag að það séu ennþá tveir lesdagar í næsta próf. Var samt að fatta að prófið er á laugardaginn svo ég hef bara kvöldið og morgundaginn til að læra... Afhverju þurfti ég að vera svona löt í gærkvöldi og morgun ??? Nú get ég ekkert slappað af í kvöld og mig langar að horfa á slúðurþáttinn í Bachelorette.
En talandi um þessa Bachelorette þætti þá held ég að enginn heilvita karlmaður myndi haga sér eins og þáttakendurnir gera. Kommon.... þeir þykjast vera yfir sig ástfangnir eftir örfá stefnumót og sumir urðu ástfangnir áður en þeir fóru á stefnumót. Kanafífl !!!