!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
30.11.02

Í kvöld ætla ég að leyfa mér að líta upp úr námsbókunum sem virðast vera að festast við nefið á mér, ég er svo sokkin ofan í þær, og skella mér á Bond. Ég var að heyra að um fjórðungur myndarinnar ætti að gerast hér á landi og finnst mér það í meira lagi kúl. Ætli það verði jafntilgangslaus nektarsena með Halle Berry í þessari mynd og var í einhverri annarri mynd sem ég man ekki hvað heitir ? Ef svo er krefst ég tilgangslausrar nektarsenu af Pierce Brosnan, það væri sko ekki amalegt...

Ég er búin að vera að pæla dáldið í rauðsokkum upp á síðkastið. Ekki af því að ég ætla að ganga í Bríet eða neitt þannig, Oj nei. Ég skil samt ekki hvað knýr stelpur til að verða þannig... þær eru nefnilega svo öfgakenndar. Allt í gúddí með að krefjast kynjajafnréttis en mér finnst þær frekar krefjast einhvers konar einveldis þar sem karlarnir eru auðmjúkir þrælar okkar. Ég get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegt...
Svo eru þær líka á móti öllu snyrtidóti, háreyðingum o.s.frv. Sjitt hvað það er ábyggilega leiðinlegt að vera rauðsokka. Þú getur ekki málað þig eða litað á þér hárið... heldur ertu í meiri metum hjá félaginu eftir því hve mikið hár þú ert með undir höndunum og í klobbanum. Frekar skrýtið fólk...

28.11.02

Var að koma af leikritinu um Rómeó og Júlíu sem var frumsýnt í síðustu viku í Borgarleikhúsinu. Þetta var alveg hreint mögnuð sýning og hvet ég ykkur öll til að fara á hana... þó sérstaklega ykkur stelpurnar þar sem mikið er um fallega karlmannskroppa sem margir hverjir eru berir að ofan... Yummi Yumm.
Annars eru ógeðslegir dagar framundan... er á eftir áætlun í því sem ég ætlaði að vera búin að gera og ég hef þrjá daga til stefnu til að klára allt gumsið því frá og með mánudeginum hefst próflestur opinberlega.
Að lokum er vert að geta þess að hinn fjallmyndarlegi íbúðareigandi Haukur hefur verið náðaður af lufsu-titlinum. Hann mun þó hljóta hann á ný ef hann dettur aftur í einhvern sóðaskap í blogginu.

27.11.02

Skýrslugerð þessarar annar er lokið !!! Yesssssss........

26.11.02

Eyddi hálftíma af dýrmætum tíma mínum í gær í þessa blessuðu kennslukönnun... frekar pirrandi að vera í áföngum sem eru settir saman úr verklegum tímum, dæmatímum og fyrirlestrum því þá þarf maður að gefa þrisvar einkunn fyrir sama kúrsinn. En anyways, ég vann ekki í happdrættinu mér til mikillar óánægju, 25þús kall í bókastyrk hefði komið sér vel. Í sárarbætur fékk ég þó ókeypis miða á Sigurrósartónleikana þann 13. desember... JúHú :0)

Afhverju í ósköpunum þarf maður að eyða allt upp í 7 - 8 tímum af hverjum degi í svefn. Spáiði í hvað afköstin aukast svakalega ef maður þyrfti bara ekkert að sofa. Það myndi einmitt koma sér afskaplega vel þessa síðustu daga fyrir próf... alltof mikið að gera og alltof stuttur tími. Í dag er samt mínus tuggugasti og fimmti (eða eitthvað álíka) í jólafrí svo það fer að styttast í letilíf dauðans...

25.11.02

Ég er að taka þátt í einhverri rannsókn á nýju bóluefni gegn HPV, sem er einhver kynsjúkdómaveira sem getur valdið leghálskrabbameini, og fór í annað skiptið í dag til að fá bóluefnið. Ég var sko búin að búa mig undir full-physical (þ.e. andargogginn og allt sem tengist honum) en mér til mikillar ánægju fékk ég að sleppa við það í þetta skiptið. JúHú. Ég varð svo yfir mig glöð út af þessu að ég er ekkert búin að læra í dag og hyggst ekki læra neitt í kvöld heldur.
Fyrir ykkur strákana er kannski rétt að geta þess að andargoggurinn er e.k. rifjaglenna nema bara að hann er sko notaður á leggöng í staðinn fyrir rifbeinin... Semsagt mjög skemmtilegt tæki.

24.11.02

Mér finnst ýkt fyndið Ástþór Magnússon, framkvæmdastjóra Friðar 2000 hafi verið handtekinn fyrir að gefa út þá yfirlýsingu um að samtökin hafi haldbærar upplýsingar um að flugvélar íslenska flugflotans yrðu næsti skotspónn hryðjuverkaafla sökum afskipta okkar Íslendinga af deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Mér finnst ýmislegt kaldhæðið og fyndið við þessa staðreynd. Í fyrsta lagi að friðarsamtök séu nokkurn veginn að hóta hryðjuverkum, og það á Íslandi. Í annan stað sú staðhæfing að Íslendingar hafi einhver áhrif á deilu Ísraels- og Palestínumanna (þar sem Ísraelar sökka og Palestínumenn rokka bæðevei)... við getum ekki einu sinni haft áhrif á afstöðu Svía til hvalveiða heldur leyfum þeim að druslast með okkur inn og út úr alþjóðahvalveiðiráðinu. Hvað er svo eiginlega málið með að samtökin heiti ennþá Friður 2000...

23.11.02

Yeah !!
Við Kristín mössuðum síðustu eðlisefnafræðiskýrsluna með trukki í dag. Þar af leiðandi eigum við barasta ogguponsu eftir af lagfæringum og þá er skýrslugerð þessarar annar lokið. Uppskeran er 9 lífrænar skýrslur og 9 eðlisefnafræðiskýrslur fyrir utan öll yndislegu Mathematica dæmin... It's a wonderful life !!
Æi já svo ætlaði ég að koma með smá komment út af pistlinum sem Vikkí skrifaði um hvernig hún sá líf 20 ára einstaklinga þegar hún var sex ára... Þegar ég var sex ára ætlaði ég nú barasta að giftast pabba mínum og var lítið farin að huga að barneignum.

Hvernig stendur á því að ég er búin að vera með Barbapabba-lagið á heilanum núna í að verða tvo daga ?? Og afhverju í ósköpunum man ég lagið ennþá, ég þoldi ekki Barbapabba þegar ég var lítil...

Fór á nýju Harry Potter myndina áðan og ég mæli alveg hiklaust með henni. Miklu betri en fyrri myndin og bara alveg ýkt spennó... ég var alveg búin að gleyma hvað gerðist í bókinni (kannski afþví að ég las hana uppdópuð á spítala) og þar af leiðandi var atburðarásin sífellt að koma mér á óvart. Annars ráðlegg ég öllum frá því að fara á myndina á "fjölskyldutíma". Það var allt morandi í smákrökkum þarna sem skildu ekkert í textanum og foreldrarnir þurftu að útskýra allt sem var í gangi. Reyndar er það alveg allt í lagi... fjölskyldan fyrir aftan mig var bara svo ýkt í þessu. Allir kölluðu í kapp við annan og enginn pældi í að öðrum bíógestum þætti það kannski pirrandi... Ég reyndi að horfa grimm á þau en þau bara létu eins og þau sæju mig ekki.

22.11.02

Bíddu hvað varð eiginlega um gamla góða blogtrackerinn... ég bara skil ekkert í þessu. Hann var alveg venjulegur í gær og svo í dag er bara komið eitthvað rugl á síðuna... Týpískt að þetta gerst rétt fyrir próf þegar maður hefur minnstan tíma til að vera að fletta í gegnum allar síður bara til að gá hvort það er búið að updeita þær. Í ljósi þessa krefst ég að þið lufsurnar farið að blogga af miklum móð á ný svo að ég sói ekki tíma mínum til einskis...

Foreldrar mínir eru í einhverju voða stuði að bjóða mér á ýmis skemmtileg tilefni. Mamma hringdi í gær og bauð mér í leikhús á Rómeó og Júlíu næsta fimmtudag. U.þ.b. klukkutíma seinna hringdi svo pabbi og spurði hvort ég vildi ekki koma með hele familien á Harry Potter í kvöld. Ég var náttla ekki lengi að þakka þessi góðu boð. Í morgun bauð pabbi mér svo líka á Sigurrósartónleika sem verða í desember einhverntímann... Svei mér þá ég gæti bara vanist þessu !!

21.11.02

Var alveg hreint mongó-dugleg í dag (ásamt Vicks) ! Við vorum uppi á hlöðu frá 9 um morgun til 10 um kvöld að læra eins og bavíanar. Fyrir vikið er ég nærri því búin að rifja upp stærðfræðigreiningu annarrinnar sem er alveg magnað. Það er samt ótrúlega fyndið að fylgjast með fólkinu sem er í kringum mann þarna á bókasafni allra landsmanna. Fyrrihluta dagsins var ég umkringd einhverjum uppgjafa kókaínfíklum sem sugu af áfergju upp í nefið u.þ.b. einu sinni á fimm mínútna fresti. Í kjölfarið fylgdu svo alltaf einhvers konar hryglur sem lýstu einhvers konar depurð yfir því að ekkert kók fengi nebbalingur í þetta skiptið. Á móti mér sat svo einhver stúlkukind sem var einstaklega mikið á þörfinni. Þörfin lýsti sér einkum í því að í hvert skipti sem sæmilega myndarlegur karlmaður gekk framhjá þá stundi hún alveg þvílíkum frygðarstunum að annað eins hef ég ekki heyrt... Það var í alvöru eins og hún væri að reyna að tæla strákgreyin til að bjóða sér með sér á klósett lostans eða eitthvað...
Allavegna... mjög fyndið, annað en nefsugurnar sem voru massapirrandi !!

20.11.02

Hey jú, hún virkar... geðveikt

Helv... bloggerdrusla virkar ekki !!!

Úff... er alveg hreint örmagna eftir óhóflega mikinn lærdóm síðustu daga. Við Kristín eyddum deginum í VR1 að klára eðlisefnafræðiskýrslur og á morgun er stefnan tekin á hlöðuna frá morgni fram á kvöld :o(
Maður verður víst samt bara að líta á björtu hliðarnar og telja niður dagana fram að jólafríi (akkurat mánuður í dag...)
En núna ætla ég að taka mér pásu frá lestri og láta systur mína lita á mér hárið. Keypti einhvern voða spes lit í þetta skiptið sem þarf ekki að bíða í heldur setur maður bara hárþurrku á hann eða fer út í sólina. Þar sem ekki er mikið um sólarglætu þessa dagana verð ég að notast við hárþurrkuna...

18.11.02

Egill fer hamförum í kommentakerfinu út af skorti af umræðu um líkama sinn. Egill min... þó þú sért búinn að vera veikur í viku (hvaða aumingjaskapur er það annars bæðevei...) þá þarftu ekki að láta það bitna á öllum í kringum þig. En off the record þá er Egill með alveg ógó flottan líkama og hann er bara hönk hvernig sem á það er litið. Og hættu svo að böggast !!!

17.11.02

Húrra, ég vissi að nördismi væri bara af hinu góða og það sannaðist svo sannarlega í gær þegar claususnemar í læknisfræði þreyttu próf úr almennri þekkingu. Þar var spurt um eitthvað í sambandi við skammtafræði og haldiði bara að hún Tóta skvís hafi ekki bara munað eftir einhverri nördaræðunni minni um Schrödinger og alla þá kalla, svo þá vissi hún á hvað átti að giska. Í tilefni af því birti ég annan nördabrandara sem í þetta skipti er af efnafræðisviðinu, gjöriði svo vel...
Q: What do you do when you find a dead chemist?
A: Barium.


Veturinn gekk opinberlega í garð í dag með tilheyrandi skammdegisþunglyndi, nístingskulda, kvefi og pestum... Yesss !! Annars er ég að byrja á að rifja upp stæ.gr. misserisins þrátt fyrir að mér finnist það með eindæmum leiðinlegt. Hversu gaman verður eiginlega að ganga út úr síðasta stærðfræðigreiningarprófi ævinnar þann 18. desember (að því gefnu náttla að maður nái, en ég er nú nokkuð viss um það... 7 9 13 samt til vonar og vara) ?!? Held að fátt jafnist við þá tilfinningu. En svo get ég bara ekki orða bundist með skipulag prófa í verk- og raun. Hvað er eiginlega málið með að setja upp nýja próftöflu á hverju einasta ári þegar stokkar og kennsluskrár breytast ekki neitt ?? Þessi fáránlega árátta skrifstofubeljanna hefur leitt til þess að fyrsta árið klárar á undan hinum eldri og reyndari. Show some respect til okkar sem höfum nú þegar þjáðst í heilt ár og leyfiði okkur að klára fyrst !

16.11.02

Jæja, þá er maður orðinn maður með mönnum í netheimum og kominn með svona kommentakerfi. Eins gott að þið lufsurnar notið það því annars tek ég það bara út aftur. En anyways, þá eru fáránleikarnir um garð gengnir og því miður stóð mitt lið ekki uppi sem sigurvegari. Það var þó bót í máli að lið sauðdrukkinna sem þeir Siggi, Helgi, Danni og Stebbi skipuðu rústuðu gjörsamlega úrslitunum og óska ég þeim innilega til hamingju með það. Við stelpurnar unnum ekki nema 3 greinar af 7 en við áttum samt að vinna drykkjukeppnina... einhver helv... aumingi sem var að keppa á móti okkur hellti nefnilega öllum sínum bjór niður á gólf í stað þess að hella honum niður kokið. Algjört svindl og svínarí. En annars var þetta alveg hreint magnað kvöld, skundaði heim á leið um 3-leytið sökum þess að ég átti að mæta til vinnu klukkan tíu í morgun sem ég og gerði.

15.11.02

Hvað er eiginlega í gangi. Á netinu stendur að það eigi að frumsýna the importance of being earnest í dag en svo er hún bara hvergi sýnd. Þetta er líka í meira lagi dularfullt. Er kannski alþjóðavika dularfullra atburða í gangi eða .... ?

Í gær gerðist nokkuð dularfullt... var að vinna og var þar af leiðandi ekkert voða mikið að fylgjast með símanum mínum. Skyndilega sá ég svo að ég hafði fengið "2 missed calls" og ákvað að kíkja á hver hafði verið að hringja. Þá voru barasta "3 new numbers". Ef þetta er ekki spooky þá veit ég ekki hvað.

13.11.02

Jæja, þá erum við stelpurnar búnar að skrá okkur í fáránleikana og stefnir allt í alveg hreint magnað kvöld. Búnar að finna búning sem okkur finnst alveg hileríus (veit samt ekki hvernig hann kemur til með að falla í kramið hjá öðrum) og nafnið er ekki af verri endanum... það verður samt ekki gefið upp hér. Annars komst af þvílíkum gleðifréttum áðan. Um helgina á að byrja að sýna stórmyndina "The Importance of Being Earnest" eftir skáldsögu Oscars Wilde. Eins og glöggir lesendur muna kannski eftir sá ég þessa mynd í Glasgow fyrr í vetur og átti vart orð til að lofsama hana. Nú gefst ykkur hinum loksins tækifæri til að berja þetta meistaraverk augum og fella ykkar eigin dóm. Allir í bíó um helgina !!!

12.11.02

Fleehh !!
Búin að vera lokuð inni í tölvulabbi í VR1 frá því á hádegi og er alveg gjörsamlega búin á því. Get ekki beðið eftir að mæta þangað aftur á morgun og halda áfram á gleypnirófs-skýrslunni og byrja svo á næstu joðskýrslu. Mér finnst það alveg hræðilegt af því að venjuelga hafa þessar tilraunir verið framkvæmdar í eðlisefnafræði 4 en ekki eðlisefnafræði 2 svo ég kann bara ekki rass í þessu dóti. BuHu, aumingja ég.
Til að bæta gráu ofan á svart er ég svo að vinna næstu 6 kvöld eða eitthvað (fyrir utan föstudaginn.... þá eru FÁRÁNLEIKAR).

11.11.02

Í dag fór ég í Kringluna að klára að kaupa afmælisgjöf handa Viktoríu og hvað haldiði, ég varð bara vitni að ráni. Var á leiðinni niður rúllustigann hjá Hagkaupum þegar allt í einu viðvörunarbjallan í Skífunni fer í gang og út hleypur ungur drengur með Playstation 2 undir hendinni. Ég hef aldrei séð neinn hlaupa jafn hratt og afgreiðslufólkið fattaði ekki neitt fyrr en um seinan. Öryggisverðirnir í Kringlunni voru heldur ekkert vel með á nótunum, komu á þönum fimm mínútum seinna með hálfétinn hádegismatinn í vasanum.
Núna er ég farin að lúlla eftir viðburðarríkan dag. Góða nótt dúllurnar mínar.
Já og til hamingju með afmælið Viktoría þó að ég sé löngu búin að óska þér til hamingju sko...

9.11.02

Sá orðrómur tröllríður nú höfuðborg vorri að hinn ógurlegi Goldfinger sé kominn á stjá á ný. Engin stelpa getur staðist hann. Kynþokki hans er þvílíkur að maður kiknar bara í hnjánum við tilhugsina um hann eina saman. Hver skyldi hafa verið sú heppna í gær? Og hver verður sú heppna í kvöld?

8.11.02

Í hádeginu í dag var fundur um jafnréttismál kynjanna í verk- og raunvísindadeildum. Þar var einhver Rósa sem er í jafnréttisráði HÍ að segja að það væri algjört möst að breyta námi í verk- og raun. Öll þessi stærðfræði væri alltof erfið fyrir stelpur og það væri ástæða þess að hlutfall stelpna væri ekki nógu hátt. Hún vildi þess vegna henda út einhverju af þessum hard-core fögum (s.s. stærðfræði og eðlisfræði) og setja félags- og hugvísindagreinar inn í kennsluskrá þeirra í stað. Annað eins kjaftæði hef ég nú bara ekki heyrt á ævinni. Hvernig dirfist hún í fyrsta lagi að halda því fram að stelpur séu heimskari en strákar þegar kemur að raungreinum og í öðru lagi afhverju í ósköpunum ætti maður að velja verkfræði í háskóla ef maður þarf svo bara að læra félags- og hugvísindi. Ég er ekki að segja að það séu eitthvað slæm fög, en kommon... ef ég hefði áhuga á þeim myndi ég eflaust fara í hagfræði eða sálfræði eða eitthvað. Svar: Afþví að það er út í hött! Ef þessari aðferð væri beitt í öllum fögum þá yrði allt að einum hrærigraut og engin myndi fá haldbæra menntun í einu eða neinu.
Ég er amk alveg organdi reið og þessi Rósa skal sko fá að éta þessi orð ofan í sig.
Hún var svo spurð að því hvort það væri ekki líka áhyggjuefni að í öllum öðrum deildum háskólans eru strákar í þónokkrum minnihluta (t.d. bara 5 í hjúkrun) og hún hváði að auðvitað væri það líka vandamál. Afhverju er þá ekki hent einum bílaáfanga í hjúkrun og kannski eins og pínku skammtafræði eða forritun í viðskiptafræði.
Það eru eintómir fordómar að stelpur geti ekki lært stærðfræði og það sökkar feitt að jafnréttisfulltrúi skuli láta nokkuð svoleiðis frá sér !!
P.S. ef það eru stafsetningavillur í þessum pistli er það af því hann var skrifaður í bræðiskasti.

6.11.02

Ég er svo sannfærð um að nördabrandarinn minn hafi vakið gríðarlega lukku að ég ætla að birta annan:
Einu sinni voru merkustu vísindamenn allra tíma í feluleik á himnaríki. Einstein átti að leita og byrjaði að telja upp á hundrað. Allir hlupu í felur og kepptust um að fá besta felustaðinn. Newton stóð hins vegar einn eftir og faldi sig ekki neitt heldur stóð bara kyrr rétt fyrir aftan Einstein og teiknaði kassa í kringum sig. Þegar Einstein var búinn að telja sneri hann sér við og sagði strax: "Hahaha, Newton er fundinn!" Þá kom þessi líka sóðasvipur og Newton og hann sagði: "hehe, neinei, ég er ekki Newton, ég er Newton á fermetra = Pascal."

5.11.02

Heyrði alveg hreint maganaðan nördabrandara í dag og er hann á þessa leið:
Heisenberg var eitt sinn að keyra í bílnum sínum og ók frekar greitt. Löggan stoppaði hann og spurði: "Heyrðu vinurinn, veistu á hvaða hraða þú varst !?!" Þá hnussar í Heiseinberg: "Nei, en ég veit hvar ég er...." MuHaHaHaHa...
Þeim sem ekki fatta brandarann bendi ég á að kynna sér óvissulögmál Heisenbergs eða spyrja mig um málið.
Vissuði svo að Kári Stefáns var að kaupa sér nýtt hús. Hann hefur greinilega gefist upp á öllum lögsóknunum sem hrúgast yfir hann vegna hugsanlegra byggingarframkvæmda hans í Skerjafirði... Nýja húsið er þó ekki af verri endanum, það er kennt við Jónas frá Hriflu og var teiknað af sjálfum Guðjóni Samúelssyni (þessum fróðleiksmola var beint til Egils Listó).

4.11.02

Jibbý, ég gat sönnunina í stærðfræðigreiningu... Hins vegar nenni ég ekki að vaka lengur til að gera skiladæmin í eðlisefnafræði, geri þau bara á morgun í stærðfræðigreiningu eða eitthvað. Já, svo fær Lísa líffræðingur auðvitað tengil undir bloggurum, hún er sko engin lufsa, og hvet ég aðra til þess að taka hana sér til fyrirmyndar Þakka svo Tótu falleg orð i minn garð, ég bara roðnaði við lesturinn... Gute Nacht.

Ja hérna, hún Emelíana Torrini á bara lag í Turnunum tveimur (nýju LOTR-myndinni). Íslendingar eru bara almennt að meika það í úglöndunum. Svo eru Sigurrósarmeðlimir bara ofarlega á vinsældarlistum með nýju plötuna sína... Way to go...
En ómægod... var að lesa svolítið í gær sem ég bara kemst ekki yfir: Mesta refsing fyrir kynferðisafbrot er 12 ára fangelsisvist fyrir gerendur sem tengjast ekki fórnarlambi en bara 10 ár fyrir gerandur sem eru skyldir fórnarlömbum !!!! Hvað er að íslensku dómskerfi.... eins og það sé eitthvað skárra að nauðga dóttur eða frænku sinni (eða syni eða frænda...) heldur en einhverjum sem þú þekkir ekki neitt. Díses sko!!!

3.11.02

Fór í Kringluna í dag og sá ýkt flotta kápu sem ég er að pæla í að kaupa. Reyndar er hún mikið mikið dýr en mamma ætlar að styrkja mig :0) Morgundagurinn verður hins vegar hræðilegur þar sem ég er í skólanum til kvöldmats og á þá eftir að gera skiladæmi í eðlisefnafræði og stærðfræðigreiningu. Plís allir vorkenna mér...
Annars get ég nú bara ekki orða bundist með þessa ofurtímanlegu jólaskreytingar í Kringlunni. Mér finnst þær sökka feitt. Í fyrsta lagi á ekki að skreyta fyrr en í byrjun Desembers og svo er þetta bara ógeðslega gervilegt drasl sem skreytt er með. Ég segi nú bara Laugavegurinn: Já Takk fyrir jólainnkaupin.
Að lokum verð ég svo að segja ykkur frá smá tilfinningakreppu sem ég er í. Þannig er mál með vexti að Dagný systir keypti sér eins skó (Diesel sko) og ég var að pæla í að kaupa mér. Ég get ekki ákveðið hvort það er gott eða vont. Það er gott afþví þá spara ég pening en hræðilega vont af því þá get ég ekki verið í svona ógillega flottum vetrarskóm. BuHu.

2.11.02

Viktoría var boðin í mat hjá mér í kvöld og hverju haldiði að við höfum komist að við matarborðið... við erum frænkur !!! Mér finnst það alveg ýkt gaman enda ekki á hverjum degi sem maður eignast nýja 21 árs frænku :0)
... já svo virðist Haukur hafa misst allt veruleikaskyn á hverju á að deila með öðrum og hverju ekki. Sumt er bara einfaldlega betur látið ósagt.