!
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
Hugleiðingar forða- og eðlisefnafræðistúdínu
... beðist er afsökunar á nördaskap ...
31.10.02

Fyrr í kvöld hringdi dyrabjallan og ég fór til dyra. Um leið og ég opna hurðina þá blasir við mér krakkaskari sem hrópaði "GRIKK EÐA GOTT" af lífs og sálar kröftum. Mér brá svo hrottalega við þessi ósköp að það tók mig um 10 sekúndur að átta mig á hvað væri á seyði... fór svo niðrí geymslu og fann nammi handa þeim. Mér fannst þetta bara nokkuð sniðugt hjá krökkunum og brosti lúmskt út í annað eftir að ég hafði snúið mér að stærðfræðigreiningunni á ný. Eftir ca korter hringdi dyrabjallan hins vegar aftur og ég skundaði til dyra á ný (orðin pínku pirruð á þessari eilífu truflun) og hvað haldiði en að þar standi annar krakkafans að betla nammi. Enn á ný tölti ég niðrí geymslu og fann handa þeim gotterí. Nú hafði ég hins vegar fengið mig fullsadda af þessu rápi eftir nammi og slökkti þess vegna öll ljós í húsinu svo allir hinir krakkarnir héldu að það væri enginn heima... Það virkaði :0)
(Ef einhver fattar ekki, þá er sko Halloween í dag)

Ég er víst með 136 í greindavísitölu samvkæmt þessu prófi hans Egils... Annars var ég ýkt utan við mig í gær, gleymdi barasta að gera skiladæmi sem átti að skila í dag. Veit ekki hvernig ég fór að því þar sem að við skilum ALLTAF dæmum í eðlisefnafræði 1 á fimmtudögum. Best að demba sér bara í þau núna...

30.10.02

Ég keypti mér stærstu skólatösku sem fyrirfinnst á föstudaginn. Hún er breiðari en bakið mitt (samt hefur mér alltaf fundist ég vera með breitt bak sko) og svo er hún feitari en ég frá brjóstum að rassi (sem ætti að vera mesta þykktin). Semsagt það er eins og ég sé með aðra Eddu á bakinu.
Annars eru mamma og pabbi komin frá New York og þau gáfu mér alveg rosa fín Calvin Klein nærföt (sett og allt sko). Ég var ýkt ánægð en hvað haldiði... vitlaus stærð!!! samt skrifaði ég rétta stærð á miða fyrir þau og allt. Svo eru þau meiraðsegja og lítil þannig að ég get ekki stöffað brjóstahaldarann svo hann passi. (OK, ég veit að það er lásí að gera það en kommon... maður verður nú að fórna sér fyrir almennilega merkjavöru).
Svo stefnir allt í að við efnaverkfræðingar fjölmennum á grímuball efnafræðinga sem haldið verður á Astró næsta föstudag. Allir að mæta og djamma með okkur !!! Við verðum í ýkt fínum búiningum...
Vil svo minna ykkur gimpin á að frá og með föstudeginum verður byrjað að sekta fyrir það að tala í síma án handfrjáls búnaðar.

28.10.02

Þetta er í senn fyndið og ógeðslegt... setningar sem hafa heyrst á húð og kyn í úglöndunum.

27.10.02

Sökkí helgi líður senn undir lok og get ég ei beðið eftir því að sú næsta gangi í garð. Ástæða þess hve leiðinleg þessi helgi var er að ég er búin að vera að lesa undir próf í eðlisefnafræði 2 og það er bara ekkert svo skemmtilegt fag. Reyndar var gærkvöldið með eindæmum viðburðaríkt... fór fyrst að vinna, svo í útskrifarveislu til Elmars lögfræðings (og hann og Svandís eru búin að trúlofa sig... Jibbý !!!) að lokum var förinni svo heitið í afmæli hjá Helga efnaverkfræðingi og þar var mikið um glens og gaman þótt fáir hafi verið sólgnir í bolluna hans (sökum prófsins náttlega). En óboj óboj hvað ég ætla mikið í vísó næsta föstudag. Eins gott að vel verði veitt þá... ég er nefnilega ekki búin að djamma síðan í haustferðinni.
Svo er eitt ýkt fyndið... mamma og pabbi eru í New York og pabbi fór víst í dag og ætlaði að kaupa sér einn kaldan úti í búð en þá má víst ekki selja áfengi í henni Ameríkunni fyrr en klukkan tvö svo engan fékk pabbi bjórinn. Þessir kanar eru nú alveg magnaðir...

25.10.02

Við Egill vorum að pæla í því í gær hvað orðið lufsa þýðir í raun og veru. Ekki var komist til botns í því máli og gróf ég því upp íslenska orðabók frá menningarsjóði. Skv. henni merkir orðið lufsa: tuska, drusla, tötraleg flík; tötralega klædd manneskja. Þar hafið þið það !

23.10.02

Áðan var ég að labba út í strætóskýli frá Vr2 og það var ógeðsleg fiskifýla. Ég þoli ekki þegar það er fiskifýla úti, þá líður mér nefnielga alltaf eins og ég sé stödd í einhverju sökkí sjávarplássi úti á landi...

Nú hefur Haukur sko gengið of langt... að gefa í skyn að ég sé sóun á plássi... Skíthælseðli hans kemur sífellt oftar í ljós og ljóst er að hann getur ekki skýlt sér á bak við skepnuímyndina mikið lengur. Þetta kallar á stríð !!!
Annars gat ég bara dæmin í stærðfræðigreiningu þessa vikuna og það er kærkomin :0)

20.10.02

Áðan í vinnunni varð mér litið á forsíðu nýjasta tölublaðs Séð og heyrt. Þar mátti meðal annars sjá mynd af Mel B. og ef hún er ekki búin að troða amk jafngildi tveggja lítra af sílikoni í barminn á sér þá skal ég hundur heita.

18.10.02

Vá... ef þetta er ekki fyndnasta síða sem ég hef rekist á... Búið til ræðu fyrir Bush og látið hann flytja hana. Þið getið meiraðsegja látið hann gefa frá sér ýmis skemmtileg búkhljóð.

Hvernig stendur á því að þegar einhver slær inn leitarorðið "rass" á Google kemur síðan mín í 9. sæti? Ég hef ekki tjáð mig mikið um rassa í netheimum... Ekki nóg með þetta heldur í sætinu fyrir neðan mína síðu er einhver sorasíða sem fjallar um rassaríðingar og tott. SubbuGoogle að flokka mína síðu með þeim. Hnuss og aftur hnuss.

Setning: Börn + Orgel = Pirringur
Sönnun: Augljós

17.10.02

Er búin að sitja sveitt yfir eðlisefnafræðinni í dag því ég er að fara í próf á morgun. Búin að vera svo dugleg að ég nafna mér hérmeð titlinum "Master of Fourier expansions and Schrödinger equations" sem er náttúrulega síður en svo bagalegur titill.
Annars hef ég komist að dálitlu sniðugu síðustu daga. Einhver nágranni minn virðist hafa það fyrir venju að hlusta á sömu sinfóníuna klukkan fjögur á hverjum einasta (virka) degi. Ekki halda að ég sé eitthvað að snuðra um nágrannana... ég komst einfaldlega að þessu vegna þess að ómarnir berast inn um gluggan hjá mér. Mér finnst þetta amk nokkuð sniðugt, að lifa svona skipulögðu lífi. Enn hef ég þó ekki náð að fatta hvaða sinfónía þetta er en ef til vill býð ég meistara Agli í heimsókn við tækifæri og læt hann um greiningu hennar. Hins vegar mun ég ekki bjóða Hauki þar sem hann er með niðurgang...

16.10.02

Held ég hafi gleymt að minnast á að ég kemst í jólafrí 20. desember eða á nákvæmlega sama tíma og í fyrra. Þetta finnst mér hreinasta hneisa í ljósi þess að fyrsta árið klárar fyrr núna en eins og allir vita ætti annað árið að fá að njóta meiri forréttinda en fyrsta árið. Það er þó huggun harmi gegn að þeir sem eru á öðru ári í véla- iðnaðar- um- og bygg klára ekki fyrr en 21. des en almenna efnafræðin er einmitt þá. Hí hí, ég er sko löngu búin með hana....
Er annars að fara á fund í hádeginu á morgun um skiptinemasumarstörf fyrir verk- og raunvísindanemendur því við Vicks stefnum á að leggja land undir fót næsta sumar og dvelja í veldi Danakonungs og þá væri nú ekki amalegt að fá vinnu á einhverri verkfræði- eða rannsóknarstofunni.

15.10.02

Gyða spyr um litlu gulu kallana sem eiga að vera í gestabókinni. Ég bara hef ekki hugmynd um hvar þeir eru. Eiga amk að vera í gestabókinni en ég hef bara ekki orðið vör við að þeir séu ekki þar. Þeir sem vita hvar þeir eru mega láta mig vita. Farin að læra fyrir Eðlisefnafræðipróf. Yeah baby Yeah !!

Undanfarnar vikur hef ég orðið vör við nýjan kveniðkanda í World Class. Það væri svosem ekki í frásögur færandi að því undanskildu að hún er með eindæmum hóruleg og þori ég (næstum því) að veðja námslánunum mínum upp á að hún er ein af þessum svokölluðu súlumeyjum. Hórulegheitin lýsa sér aðallega í augljósum lýtaaðgerðum (á ólíklegustu stöðum líkamans), glennulegum æfingum (getur t.a.m. ekki gert framstig án þess að dilla klobbanum framan í nærstadda) og síðast en ekki síst einhverjum ófrýnilegustu teygjuæfingum sem ég hef kynnst á minni næstum tuttuguogtveggja ára langri æfi. Það er bara eins og hún sé með ímyndaða súlu milli lappanna og miðast allar hreyfingar við það. Toppurinn yfir i-ið eru svo íþróttaskórnir hennar... HVÍTIR BUFFALOSKÓR !!! Þegar ég varð þeirra vör var öllum vafa hrundið í burt um starfsferil hennar.
Ég er þess fullviss að ónefndur aðdáandi druslna og súlustaða mun aldeilis drífa í að kaupa World-Class kort í ljósi þessa.
Svo er gaman að sjá hvað Egill tók fljótt við sér varðandi lufsuhótanir. Way to go my man :0)

13.10.02

Nú styttist óðfluga í að Egill hafi ekki bloggað í viku. Ef hann fer ekkert að gera í sínum málum fær hann titilinn lufsa. Kommon Egill, ég veit þér finnst það fyndið orð, en það er samt síður en svo kúl að vera lufsa...

12.10.02

Double Díses !!!
Vil vara alla í stæ.gr. IIIB við 16. kafla. Hann er bara pjúra kjaftæði og það er ekki möguleiki að skilja orð í honum. Er búin að fara yfir fyrstu þrjá kaflana og gat eitt dæmi. BuHu, ekki upplífgandi þar sem ég ætlaði að vera ofurdugleg við lærdóm í dag en nú er allur máttur úr mér. Ætla bara að segja Föck og horfa á Ísland - Skotland.
Kíkti aðeins í bæinn í gærkvöldi og þar var ekki þverfótað fyrir Skotum. Mér fannst það bara skemmtileg tilbreyting og kannski maður skelli sér bara aftur í bæinn í kvöld eftir afmæli hjá Heiðrúnu.

10.10.02

Heyrðu nokkuð skondna auglýsingu í útvarpinu um daginn, hún var um druslur og fangaði athygli mína gjörsamlega. Var hún eitthvað á þessa leið:
Áttu druslu ? Sendu okkur meil og segðu okkur söguna um drusluna þína og nákvæmlega hversu mikil drusla hún er. Ef þú gerir það ferðu í pott og í hverri viku er mesta druslan valin. Að lokum verður svo drusla druslanna valin og ef það er þín drusla þá færðu verðlaun (sem ég man ekki alveg hver voru).... svo hélt hún áfram í þessum dúr.
Á meðan þessi auglýsing hljómaði í eyrum mér varð mér hugsað til Hauks. Ástæða þess er mér dulin....

9.10.02

Rakst á frekar fyndinn pistil í Fréttablaðinu í morgun og var hann eitthvað á þessa leið:
Rétt er að vekja athygli á að gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélags íslenskrar erfðagreiningar, fóru í 1,78 í gær, þ.e. hæð Davíðs Oddssonar.
Ég er bara jafnstór og Dabbi kóngur :0)

8.10.02

Tók mér ágætis helgarfrí frá blogginu. Því er þó fjarri að það hafi verið sökum leti ! Haustferðin var snilld og fá allir sem mættu í hana big ups frá mér :0)
Annars er ég þunglynd þessa stundina. Er nýkomin heim úr verklegri eðlisefnafræði þar sem tilraunin misheppnaðist illilega út af einhverjum fábjána lífefna- og matvælafræðinemum sem menguðu efnin sem átti að nota. Fokk jú sko !!!
Ekki nóg með það heldur misheppnaðist tilraunin mín í lífrænni efnafræði í gær líka. Þá mynduðust barasta epoxýfjölliður í eimbrúnni minni en það átti ekki að gerast. Úff hvað það getur verið erfitt að vera til stundum.

3.10.02

Ég sá svo ógeðslega flotta Camper skó í dag að ég er liggur við ennþá í losti. Þetta voru svona vetrarskó í box-stíl en því miður var línuleg fylgni milli verðs og útlits. Þeir kostuðu nefnilega lítill 16 þús kall. Afhverju er ég ekki orðin ríkur verkfræðingur svo ég geti keypt mér eitt skópar á viku ??
Annars er það bara haustferðin á morgun. Allir að mæta á Astró um kvöldið. Von er á okkur til baka um ellefu-leytið :0)
Be there or be ....

2.10.02

Úff. Saumaklúbbar tvo daga í röð gera út af við mann. Fór í alveg maraþonsaumó í gær með MR-stelpunum og það er bara langt síðan ég hef heyrt jafnmikið slúður. Er svo að fara með verkfræðigellunum í kvöld og ég vona af öllu mínu hjarta að það sama verði upp á teningnum þá.
Finnst ykkur ekki annars Söngur næturdrottningarinnar í Töfraflautunni eftir Mozart flott tónverk ?